Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 23. ágúst 2001 Meistaraflokkur ÍBV í knattspyrnu hefur átt velgengni að fagna á síðustu árum og enn er liðið í baráttu el Stefnir í æsilegan lokasprett -þar sem Eyjamenn geta látið heldur betur látið finna fyrir sér HLYNUR Stefánsson og Kjartan Antonsson standa vaktina í vörn ÍBV og hafa þeir aðeins 11 sinnum mátt horfa á eftir boltanum í netið. Þegar lagt var upp í fótboltanum í vor voru væntingar til IBV-liðsins ekki ýkja miklar enda hafði liðið verið stokkað upp og ótti nú að gefa yngri leikmönnum tækifæri í stað þess að kaupa dýra erlenda leikmenn. Liðinu var spáð 4. sæti í deildinni sem mörgum fannst bjartsýnisspá. Það hefur margt komið á óvart í deildinni í sumar, ÍBV og Skaginn eru í toppbaráttunni, KR í fallsæti og Fylkir hefur ekki náð eins góðu skriði og margir áttu von á. Enn er margt óljóst en eitt er víst að knattspyrnuáhugamenn eiga fyrir höndum skemmti- legar vikur. Fréttir tóku púlsinn á stöðunni því langt er síðan deildin hefur verið eins jöfn og það í báða enda. Fjögur til fimm félög eiga möguleika á Islandsmeistaratitlinum og jafn mörg geta fallið. IBV er í 2. sæti eftir 14. umferð og þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið með í slagnum um íslandsmeistaratitilinn en þeir sem rætt var við vara við of mikilli bjartsýni og segja að Evrópusæti sé raunhæfari möguleiki. En ekkert er útilokað og Eyjamenn eiga eftir að leika heima við bæði Fylki og Skagann sem er lokaleikur deildarinnar. Hlýtur það að vera draumur allra stuðningsmanna IBV að þar yrði um hreinan úrslitaleik að ræða en hann verður laugardaginn 22. september nk. Bæði byggja liðin á langri hefð í boltanum og yrði þetta ekki í fyrsta skipti sem þau takast á. Samantekt JGI, SÞ og OG. Útiloka ekki að leika áfram með ÍBV -en ég ætla bara að klára þetta tímabil og sjá svo til, segir Kjartan Antonsson sem gerir ekki mörg mistök í vörninni Kjartan Antonsson hefur nú spilað með IBV á fjórða ár og hefur líklega aldrei verið betri. Hann kom til ÍBV árið 1998, hefur á þessum stutta tíma gengið í gegnum súrt og sætt og er nú einn af reynslumestu leikmönnum liðsins, aðeins 25 ára gamall. Kjartan hefur að undanförnu vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með liðinu, var m.a. valinn í landslið Islands fyrr á þessu ári og þá fór hann einnig til reynslu til norska liðsins Hauge- sund. Kemur úr Kópavogi Kjartan er fæddur og uppalinn í Kópavogi og er sonur Fanneyjar Hauksdóttur og Antons Bjarnasonar, sem var landsliðsmaður í knattspyrnu, handbolta og blaki þannig að það þarf ekki að spyrja hvaðan áhuginn fyrir íþróttum er kominn. Kjartan er kvæntur Hönnu Heiðu Bjarnadóttur, sem um tíma spilaði með IBV en er nú á máia hjá Stjörnunni. „Eg hef alið manninn allt mitt líf í Kópavogi og líkaði það bara vel. Ég á tvo eldri bræður en þeir eru hvorugir í íþróttum þannig að ég hef fengið iþróttaskammtinn einn og óskiptan. Ætli ég hafi ekki byrjað sex eða sjö ára að æfa fótbolta og þá að sjálfsögðu með Breiðabliki." Var stefnan alltaf sett á það að verða knattspyrnumaður? „Já, það má eiginlega segja það. Það fer ansi mikill tími í þetta þannig að maður verður virkilega að hafa áhuga ef maður ætlar að standa sig. Markmiðið var auðvitað að spila með meistaraflokki og svo komu önnur markmið þegar því var náð. Annars kom nánast ekkert annað til greina en fótbolti þegar íþróttir voru annars vegar. Ég var eitthvað að rembast í handbolta á mínum yngri árum en ég þótti nú ekki það lipur á handbolta- vellinum að ég Iagði handboltaskóna á hilluna. Maður var bara þar með félögunum en áhuginn var kannski ekki eins mikill og á fótboltanum." Kom með Bjama Hvernig kom það til að þú komst til ÍBV? „Ég kom til ÍBV 1998 og það var eiginlega að tilstuðlan Bjama Jóhanns- sonar. Hann þjálfaði Breiðablik í eitt ár og mér Iíkaði mjög vel við hann sem þjálfara. Ég vildi líka spila í efstu deild en Breiðablik var á þessunt tíma í I. deild á meðan Eyjamenn voru nýkrýndir islandsmeistarar þannig að ég þurfti ekkert að hugsa mig mjög mikið um þegar þeir höfðu samband. Það var vel tekið á móti mér þegar ég kom til liðsins en reyndar var mjög erfitt að koma að utan og til liðs við nýtt lið stuttu fyrir mót. En hópurinn var mjög góður og liðið í toppbar- áttunni þannig að þetta var mjög góð byrjun með nýju liði.“ ^ Hvað með árið í ár, á IBV möguleika á Islandsmeistaratitlinum ? „Já, ég tel möguleika okkar vera ágæta. Þetta er undir okkur komið en við verðum að klára okkar leiki og sjá svo hverju það skilar okkur í lok tímabils. Annars er best að taka bara einn leik í einu og vera ekki að hugsa of langt fram í tímann. Menn hafa oft brennt sig á því en við verðum bara að halda okkur á jörðinni og svo sjá til í lok september. En mér finnst liðið hafa verið að spila ágætlega í sumar og líklega höfum við komið flestum á óvart með að vera í toppbaráttunni. Liðið er ungt að árum, nýr þjálfari og nýir leikmenn voru að bætast við fram eftir öllu en núna tel ég að við séum að ná tökum á leik okkar eftir að hafa verið í basli framan af. í vor, þegar við fórum út, brá mér heldur betur því ég var allt í einu orðinn einn af eldri leikmönnunum en sumarið þar áður var ég bara einn af yngri peyjunum. Það sýnir kannski best breytingamar sem hafa orðið á liði IBV síðasta árið.“ Atli ekki með símanúmerið mitt Kjartan var í vetur valinn í A-landslið Islands í fyrsta sinn, þegar liðið tók þátt í knattspymumóti á Indlandi. Kjartan segist ekkert hafa heyrt frá Atla Eðvaldssyni síðan. ,Ætli ég noti ekki sömu afsökun og Tómas Ingi að Atli sé ömgglega með vitlaust númer hjá mér því við höfum ekkert heyrt í honum. En gnnlaust, þá var auðvitað mjög gaman að vera valinn í lands- Iiðið og góð reynsla sem maður öðlaðist í ferðinni. Auðvitað er stefnan alltaf að gera sitt besta og bæta við fieiri landsleikjum en fyrst og fremst verður maður að standa sig með ÍBV og svo verður hitt að koma í ljós.“ Nú rennur samningurþinn við IBVút eftir tímabilið, ertu eitthvað farinn að veita fvrir þérframtíðinni ? „Nei, ég get ekki sagt það. Mitt markmið núna er að klára þetta tímabil með IBV og sjá svo til hvað gerist. Hlutirnir em fljótir að gerast í knattspymuheiminum og maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni. Atvinnumennskan er auðvitað heill- andi og ég gæti alveg hugsað mér að leika erlendis, sérstaklega ef álitleg lið hafa áhuga. Ég fékk smjörþefinn af þessum heimi hjá Haugesund og líkaði ágætlega þennan stutta tíma sem ég var þar.“ Gœtirðu huesað þér að vera áfram hjáÍBV? „Já. alveg eins. Mér hefur líkað mjög vel hérna í Eyjum þann tíma sem ég hef verið hér og það er því ekkert útilokað í þessum efnum en ég ætla bara að klára þetta tímabil og sjá svo til.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.