Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 11

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 11
Frír flutningur á GARÐHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda. · 50% afsláttur af flutningi á GESTAHÚSUM miðað við verðskrá Flytjanda á allar þjónustustöðvar Flytjanda. volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt SUMARTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM VH /1 4- 01 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9m² -án gólfs kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 339.900,- m/fylgihlutum 70 mm bjálki / Tvöföld nótun 28 mm bjálki / Einföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 269.900,- án fylgihluta kr. 299.900,- m/fylgihlutum TILBOÐ - BARNAHÚS 2,2m² kr. 149.900,- án fylgihluta kr. 169.900,- m/fylgihlutum 28 mm bjálki / Einföld nótun GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM miðað við verðskrá Flytjanda á allar þjónustustöðvar Flytjanda. 1111. SEPTEMBER 2014 Danica Seafood útvegar viðskiptavinunum það hágæðahráefni sem þeir sækjast eftir - botninum í verðsveiflum erlendis líklega náð Danica Seafood, sem er útflutn-ingsfyrirtæki í sjávarafurðum með skrifstofur í Suðurgötu 10 í Reykjavík, leggur mikla áherslu á að afhenda kaupendum erlendis ferskan íslenskan fisk á sem fljótastan máta, bæði með flugi og í gámum með skipum, og á því hafa blómleg viðskipti fyrirtækisins byggst. Markmið Danica hefur alltaf verið að útvega viðskipta- vinunum sem bestu gæði á þorski, ýsu lúðu, steinbít, skötusel, karfa og öðrum fisktegundum Fyrirtækið var stofnað 1993 af hjónunum Jan B. Thomsen og Laufey Jóhannsdóttur. Það er vottað af Iceland Responsible fisheries og Danica hefur verið framúrskarandi fyrirtæki hjá Creidt Info árin 2010, 2011, 2012 og 2013. Í stöðugt vaxandi mæli eru kaupendur sjávarafurða og neytendur um allan heim að leggja áherslu á að sjálfbær nýting sé höfð að leiðarljósi. Jan B. Thomsen, framkvæmdastjóri Danica, segir að að sala á ferskum fiski í flugi gangi vel en það er meginuppi- staðan í útflutningi Danica. Einnig flytur fyrirtækið út frosinn fisk, en í miklu minna mæli en þar er samkeppni í ódýrara hráefni eins og Alaska-ufsa og svo er vegna krepp- unnar í Evrópu þrýstingur á að fá ódýrari vöru, þó því fylgi oft lakara hráefni. „Danica hefur fengið MSC-vottun og það mun örugglega verða okkur hagstætt ef markaðirnar erlendis verða enn erfiðari. Ég er samt ekki viss um að það séu framundan krítískir tímar, við erum auðvitað að keppa við Norð- menn á mörgum mörkuðum og verður að mæta því, m.a. með því að bjóða alltaf hágæðavöru, kröfum um gæði má aldrei slaka á. Við erum að selja fisk nánast alla daga ársins, við hjá Danica erum alltaf til staðar, viðskiptavinirnar fá alltaf það hráefni sem þeir sækjast eftir. Þessirar efnahagsörðugleikar snerta mjög ferskfiskmarkaðinn og eins hafa Norðmenn verið að koma mjög sterkir inn á Frakklandsmark- aðinn með verulega aukið magn og lækkandi verð sem hefur gert okkur verulega erfitt fyrir. En okkar við- skiptavinir geta teyst okkur vöru og að fá vöruna þegar eftir henni er leitað, og á það leggjum við áherslu“ Auknar kröfur um ferskleika Jan segir að starfsmenn Danica muni þurfa að leggja aukna áherslu á mark- aðsmálin og það þýði auðvitað aukna vinnu í sölumálunum. „Við verðum að getað útvegað okkar viðskiptavinum það hráefni sem þeir sækjast eftir til að viðhalda trausti þeirra á okkar þjónustu við þá. Með trausti haldast markaðir opnir og hægt verður að fá ásættanlegt verð fyrir fiskinn. Stór- markaðir víða á Bretlandi og í Evrópu hafa verið að gera auknar kröfur um ferskleika og gæði auk ýmissa sér- krafna og það hefur einnig haft ein- hver áhrif á verðin. Þessir stórmark- aðir eru með ýmsa ráðgjafa á sínum snærum til að meta gæði vörunnar og gera kröfur þar að lútandi en enning fjármálasnillinga sem hafa það hlut- verk m.a. að keyra verðin eins mikið niður og þeim er mögulegt. Viðskiptin eru að aukast við þessa stórmarkaði en auðvitað fær neytandinn þá um leið það á tilfinninguna að hann er að kaupa hágæðavöru frá Íslandi“Jan B. Thomsen segir að markaðirnir sveiflist upp og niður á einhverra ára fresti, nú sé botninum líklega náð, eða hann sé alveg að nást, en síðan muni verð stíga aftur. Það sé eðli svona kreppu eins og ríki í Evrópu. „Ef það kreppir meira að verðum við í auknu mæli að leita eftir öðrum mörkuðum fyrir íslenskan fisk, t.d. í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu og Kína. Sala á heilfrystum makríl hefur opnað nýja markaði í Rússlandi og kannski er hægt að nýta sér það og fylgja þeirri sölu eftir á öðrum fisk- tegundum,“ segir Jan B. Thomsen. Danica sjávarafurðir ehf. Góð aðsókn í Tónlist­ arskóla Borgarfjarðar Tónlistarskóli Borgarfjarðar fór vel af stað í haust, aðsóknin er góð er er skólinn fullsetinn. Kennsla hófst mánudaginn 25. ágúst sl. Flestir nemendur eru í píanónámi, en einnig er forskóladeild við skólann, kennt á gítar, fiðlu, blásturshljóðfæri og trommur meðal annars. Einnig er söngkennsla fyrir bæði börn og fullorðna. Kennarar við skólann eru 10 í vetur og nemendur um 180 talsins. Starfið verður fjölbreytt í vetur, nemendur heimsækja eldri borg- ara, samspil verður í þemavikunni í lok októbermánaðar og nemendur stefna á að spila og syngja í fyrirtækjum fyrir jólin líkt og síðastliðið ár. Ragnheiður og Ólafur frá Þorgautsstöðum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.