Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 6

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 6
Ertu að taka til … … í bílskúrnum … á vinnustaðnum Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is 6 11. SEPTEMBER 2014 Eftirminnanleg Hallgríms­ hátíð í Hvalfjarðarsveit - 400 ár liðin frá fæðingu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar Hallgrímshátíð fór fram 10. agúst sl. en í ár eru liðin 400 ár frá fæðingu höfundar Passíu- sálmanna, Hallgríms Péturssonar. Há- tíðin tókst vel,var vel sótt en á annað hundrað manna sótti bæði messuna og hátíðardagskrána. Í hátíðarmessunni í Hallgrímskirkju í Saurbæ messaði sóknarpresturinn sr. Kristinn Jens Sig- urþórsson en prófasturinn, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, þjónaði fyrir altari. Í prédikuninni vitnaði sr. Kristinn Jens í dr. Jakob heitinn Jónsson, sem var sóknarprestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík en hann komst svo að orði þegar minnst var 350 ára afmælis Hallgríms Péturssonar árið 1964: „Þó ævi prestsins og sálmaskáldsins ást- sæla hér á jörð hafi einungis verið 60 ár að þá mun henni ekki ljúka fyrr en þjóðin verður ólæs á bundið mál. Sr. Hallgrímur er maður vorrar eigin tíðar, og verður maður framtíðarinnar nema eitthvert stórslys hendi íslenzka menningu“Dagskráin var í aðalatriðum þannig að messað var kl. 13:30 og Kór Saurbæjarprestakalls söng undir stjórn Zsuzsönnu Budai. Að messu lokinni var kirkjukaffi í boði sóknarnefndar á Hótel Glym en hátíðardagskrá hófst kl. 16:15 í kirkjunni. Þar flutti dr. Einar Sigurbjörnsson erindi um sr. Hall- grím í Saurbæ; Steindór Andersen, kvæðamaður, fór með kveðskap eftir Hallgrím og fjallaði um hann; Kór Saurbæjarprestakalls söng; Alexandra Chernyshova og Ásgeir Páll Ágústs- son fluttu dúett og aríur úr óperu Al- exöndru „Skáldið og biskupsdóttirin“ sem frumflutt var í vor. Undirleikari var Zsuzsanna Budai. Skáldið og biskupsdóttirin „Skáldið og biskupsdóttirin“ fjallar um vináttu sr. Hallgríms við Brynjólf biskup í Skálholti, en þó einkum vin- áttu hans við Ragnheiði dóttur hans, sem hann færði að gjöf eitt fyrsta passa- íusálmahandritið árið 1661 er Ragn- heiður var einungis 19 ára að aldri. Í verkinu kom fram liðlega 20 manna kór undir stjórn Zsuzsönnu Budai, 10 manna hljómsveit, sem Magnús Ragnarsson stjórnaði og 8 einsöngv- arar. „Skáldið og Biskupsdóttirin“ er frumraun Alexöndru á sviði tónsmíða og miðað við þeir raddir, sem heyrst hafa um óperuna er ekki annað að heyra en að afar vel hafi tekist til. Hér var um merkilegan menningarviðburð að ræða á Vesturlandi sem fleiri hefðu mátt njóta. Fyrr á árinu var m.a. búið að fara í pílagrímagöngu frá Leirárkirkju að Hallgrímskirkju í Saurbæ, og Passíu- sálmarnir voru lesnir á föstudaginn langa. Fjöldi manns sótti hátíðina. Alexandra Chernyshova og Ásgeir Páll Ágústsson fluttu dúett og aríur úr óperu Alexöndru ,,Skáldið og biskupsdóttirin.” Kór Saurbæjarprestakalls. Evrópusambandið veitti 337 millj­ ónum til menntamála á Íslandi Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins á Íslandi hefur nú úthlutað fjármagni ársins 2014 til náms og þjálfunar, 337 milljónum króna, en styrkirnir munu gefa 780 Íslendingum tækifæri til að taka hluta af námi eða starfsþjálfun erlendis á næstunni. Íslenskir skólar og fyrirtæki hafa tekið virkan þátt í menntaáætlunum ESB allt frá árinu 1994, en nú var úthlutað í fyrsta sinn úr nýrri áætlun sem nefnist Erasmus+. Styrkupphæðin að þessu sinni er € 2,2 milljónum evra eða um 337 millj- ónir króna, sem var úthlutað til 46 skóla, fyrirtækja og stofnana fyrir um 780 einstaklinga. Að þessu sinni var hæstum styrkjum úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskólans, Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans, skóla at- vinnulífsins fyrir verkefni sem gefur nemendum og starfsfólki skólanna tækifæri til að taka hluta af námi sínu og endurmenntun eða starfsþjálfun í Evrópu. Alls bárust 79 umsóknir þar sem sótt var um rúmlega 3,4 millj- ónir evra. Styrkirnir voru afhentir við athöfn sem fram fór í Norræna húsinu. Síðar í haust verða samningar um sam- starfsverkefni undirritaðir og munu þá 360 milljónir króna bætast við. Í hópi þeirra stofnana og fyrirtækja sem hljóta styrk til náms og þjálfunar á fyrsta starfsári Erasmus+ á Íslandi má finna ótrúlega breidd stofnanna um allt land og er fjárveitingin mikilvæg innspýting í íslenskt menntakerfi á öllum skólastigum. Stofnanir á Vesturlandi fóru ekki varhluta af því að hljóta styrki, en þeirra á meðal er Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra- nesi, Grundaskóli á Akranesi, Sí- menntunarmiðstöðin á Vesturlandi og Brekkubæjarskóli á Akranesi. Það var myndarlegur hópur sem hlaut ESB-styrki, staddur í blíðunni á tröppum Norræna hússins í Reykjavík. Símenntun Vesturlands í Borgar- nesi hlaut styrk sem Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarinnar tók við. Menntastofnanir á Vesturlandi hlutu styrki. Hér eru Magnús Benediktsson skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akra- nesi, Helena Valtýsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands og Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla á Akranesi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.