Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 14

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 14
14 11. SEPTEMBER 2014 hluti af Bygma Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956 Umsóknir berist fyrir 18. september n.k. til Birnu Sæmundsdóttur, birnas@husa.is Húsasmiðjan Holtagörðum, 104 Reykjavík Öllum umsóknum verður svarað. Leitum að sterkum leiðtoga í krefjandi stjórnunarstörf Ábyrgðarsvið • Rekstur og stjórnun verslunar • Að framfylgja stefnu fyrirtækisins • Ráðgjöf, þjónusta og sala til viðskiptavina • Tilboðsgerð Hæfniskröfur • Þjónustulund, áhugi og metnaður • Reynsla af rekstri og stjórnun • Reynsla af verslun og þjónustu æskileg • Frumkvæði í starfi og skipulögð vinnubrögð • Menntun sem nýtist í starfi Í boði er • Krefjandi stjórnunarstarf hjá góðu fyrirtæki • Gott og öruggt vinnuumhverfi • Góður starfsandi • Rekstrarstjóri tilheyrir hópi lykilstjórnenda fyrirtækisins Metnaður Þjónustulund Sérþekking Áreiðanleiki Liðsheild Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi: LEITUM AÐ ÖFLUGUM REKSTRARSTJÓRUM Í BoRGARnES oG Á ÍSAFJÖRÐ Auglýsingasíminn er 578 1190 ÍA í efstu deild karla ÍA vann KV 2:0 í 1. deild karla á Þróttaravelli í síðustu viku og tryggði sér þar með sæti í efstu deild karla leiktímabilið 2015. ÍA féll á síðasta ári úr efstu deild karla og viðdvölin var því eins stutt og nokkurs er kostur, eða aðeins eitt ár. Á sama tíma vann Leiknir í Breiðholti Þrótt 2:1 og tryggði sér sæti í efstu deild karla, í fyrsta skipti í sögu þess félags. ÍA er með 42 stig og Garðar Gunn- laugsson er markahæsti leikmaður deildarinnar eftir leikinn við KV með 18 mörk. ÍA er með tveimur stigum minna en Leiknir, og á eftir að leika við Hauka og KA, en Leiknir á eftir að leika við HK og Tindastóll. Sigurinn í deildinni gæti því fallið ÍA í skaut ef Leiknir tapar stigum og ÍA vinnur sína leiki. Úr 1. deild falla líklega KV og Tindastóll en í 2. deild eru í tveimur efstu sætunum Fjarðabyggð og Grótta, og fátt bendir til þess að önnur lið nái þeim að stigum og þar með sæti í 1. deild. Hjörtur Hjartarson er öflugur í liði ÍA þótt sé hartnær fertugur, en ÍA er uppeldisfélag hans. Sigurreifir Skagamenn að leikslokum. Þessi öflugi hópur hefur fært Skagamönnum aftur sæti meðal þeirra bestu í knattspyrnunni á Íslandi. Listsýn­ ingar í Kirkju­ hvoli á Akranesi Listasetrið Kirkjuhvoll á Akranesi vekur við fyrstu sýn athygli fyrir hversu fallegt húsið er. Bæjar- stjórn Akraness hefur gegnum tíð- ina notað húsið oft til að taka á móti gestum sem og önnur félög á Akranesi þegar mikið liggur við. Í húsinu eru einnig listsýningar og um síðustu helgi lauk þar sýningu Veru Líndal Guðna- dóttur þar sem hún sýndi teikningar og málverk. Á Vökudögum á Akranesi í lok októbermánaðar nk. opnar Elín Ólöf Eiríksdóttir sýningu á verkum sínum. Það verður eflaust engin svikinn af því að bera þá sýningu augum. Kirkjuhvoll. Listaverk eftir Elínu Ólöfu Eiríksdóttur. Nemendur FVA hlaupa í hverri viku Nemendur í Fjölbrautarskóla Vesturlands gera margt annað en sitja yfir skræðum eða læra handtökin í iðnnáminu. Þau hlaupa m.a. í hverri viku undir stjórn íþróttakennara, sem auðvitað er bæði hollt og gott. Þessi hópur var staddur á Vesturgötunni fyrir skömmu, tilbú- inn að taka til fótanna undir vökulum augum kennarans.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.