Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 12

Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 12
6. Nóvember 201412 Sviðaveisla í Sævangi Það var mikið um dýrðir í Sævangi fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október, en þá var haldin vegleg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu. Fullt hús var eða rétt um 100 manns eins og verið hefur síðustu tvö ár á slíkum veislum hjá Sauðfjársetrinu. Á boðstólum voru ný heit svið, einnig köld svið reykt og söltuð, sviðasulta og sviðalappir með tilheyrandi meðlæti. Í eftirmat var blóðgrautur, ábrystir og rabar- baragrautur, þannig að eitthvað var fyrir alla. Skemmtiatriði voru á meðan á borðhaldi stóð, meðal annars var leikritið Smal heimsfrumsýnt, en það var kynnt sem einskonar námskeið í árangursríkri smalamennsku í túlkun Leikfélags Hólmavíkur. Ræðumaður kvöldsins var sveitarstjóri Stranda- byggðar, Andrea Kristín Jónsdóttir. Veislustjóri á sviðaveislunni var Viðar Guðmundsson, bóndi á Miðhúsum og sýndi góða takta í þessu hlutverki . Þá var boðið upp á bingó undir borðum, og veislugestir kunnu greinilega vel að meta það. Sauðfjár- setrið á Ströndum stóð fyrir sviða- veislunni. Ester Sigfúsdóttir er fram- kvæmdastjóri Sauðfjársetursins og henni brá fyrir í mörgum hlutverkum um kvöldið, meðal annars lék hún í leikritinu. Segja má að skemmtunin hafi borið þess vitni að Strandamenn kunna vel að eiga saman góða kvöld- stund. ræðumaður kvöldsins Andrea K. Jón- asdóttir, sveitarstjóri. reykhólamenn fjölmenntu á sviðaveisluna. Dransnesingar létu sig ekki vanta. matthías Lýðsson, bóndi í Húsavík og Jóhannes Ingi Kol- beinsson. Leikendur í leikverkinu Smal. Fulltrúar gamla og nýja tímans í leikritinu. Þessar vösku konur höfðu veg og vanda af veitingunum. Jóna Þórðardóttir frá Litla-Fjarðarhorni og ólafía Jóns- dóttir frá Skriðnesenni.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.