Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Qupperneq 9
Fimmtudagur 14. mars 2002 Fréttir 9 Líf og fjör á árshátíð sýslumannsembættisins KARL Gauti sýslumaður og Sigurlaug Jóhanna, hans ektakvinna tóku á móti gestum. ÞARNA gæti Jóhannes verið að ræða um fótbolta. ÁSGEIR lögregluvarðstjóri og Sólveig kona hans voru að sjálfsögðu mætt á árshátíðina. Árshátíð sýsluniannsembættisins var haldin síðasta laugardagskvöld og þótti takast í alla staði vel. Karl Gauti Hjaltason sýslumaður og eiginkona hans Sigurlaug Jóhanna Stefánsdóttir buðu starfsfólki embættisins heim ásamt mökum og buðu upp á léttar veitingar. Eftir að hafa verið hjá þeim hjónum í góðu yfirlæti hélt hópurinn af stað með rútu í Höllina þar sem dýrindis veisluborð beið gestanna. Því næst tók við skcmmtidagskrá í umsjón skemmtinefndar og víst að mörg atriðin kitluðu hláturtaugar viðstaddra. Einnig sýndu ungar stúlkur dansatriði og Thelnia Rós Tómasdóttir söng við undirleik móður sinnar Sigurrósar Ingólfsdóttur. Hljómsveitin Papar lék fyrir dansi og árshátíðargestir dönsuðu og skemmtu sér fram á rauða nótt. SÝSLUMAÐUR með fögrum konum, þeim Jóhönnu og Guðrúnu. GUÐBJÖRG Hriinn, Marý Kolbcins og Birgir Sigurjónsson. Margt á döfinni hjá Þróunarfélaginu Á fundi bæjarráðs á mánudaginn var tekið fyrir bréf frá Þorsteini Sverrissyni fyrir hönd Þróunar- félagsins þar sem farið er fram á að fá úthlutað sjö og hálfri milljón af framlagi félagsins fvrir árið 2002 strax. Ástæðuna segir Þorsteinn að verk- efni sem Þróunarfélagið hefur ráðist í hafi tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu og mörg verkefni séu fram- undan. Þorsteinn tilgreinir fjögur verkefni þar sem peningum hafi verið varið í, þrjár milljónir eru í Eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja, sex milljónir í mat- réttaverksmiðju. rúm hálf milljón í Islandslaxi og þrjár og hálf milljón í It4food. „Félagið þarf fé til rekstrar og fyrirsjáanlegs kostnaðar vegna breyt- inga á húsnæði fyrir matréttaverk- smiðjuna og breytingar á starfí ferða- málafulltrúa og uppsetningu upplýs- ingamiðstöðvar í afgreiðsluhúsnæði Herjólfs á Básaskersbryggju og í llugstöðinni. Þessum breytingum fylgja ákveðin byrjunarútgjöld og kostnaðarauki fyrir félagið." Bæjarráð samþykkti erindið. Andrés leikstjóri þakkar fyrir sig Andrés Sigurvinsson leikst jóri sendi bæjarráði bréf þar sem hann ásamt Gunnari Þór Guðbjörns- syni þakkar fyrir skjót og góð viðbrögð við erindi sínu í janúar um fjárstuðning fyrir leikfélagið. Ennfrcmur upplýsir hann að hafnar séu æfingar á leikriti og er það samstarfsverkefni Leikfélags Vestmannaeyja og Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum og munu þáttakendur vera um fjörtíu manns. „Við vonumst til að fjárfesting þessi eigi eftir að skila sér í auð- ugra og betra mannífi á komandi vori og næstu framtíð.“ ANDRÉS hefur haldið námskcið í leiklist í vetur og hefur aðsókn verið góð. Brauostríð í Vestmannaeyjum: Andrés bakari býður Krónunni byrginn með lægra verði Andrés Sigmundsson, hakari í Magnusarbakaru, ætlar ekki að gefast upp fyrir ofurcflinu, heldur lækka sín brauð niður fyrir það verð sem Krónan býður sín brauð á. Með tilkomu lágvöruverðsversl- unar Krónunnar til Eyja buðust samlokubrauð á 89 krónur. Það verð er langt undir því verði sem bakararnir í Eyjum buðu. Nú hefur Andrés bakari í Magnúsarbakaríi í samstarfi við Vöruval lækkað sín brauð niður í 75 krónur. Andrés er brattur og segist ætla að taka þátt í þessari baráttu áfram. „Ég er alltaf reiðubúinn í svona, ég sel meira en bara samlokubrauð og mér hefur fundist fólkið í bænum taka mjög vel í þetta framtak okkar.“ Lækkunin sem um ræðir er úr 250 krónum brauðið niður í 75 krónur. Bakaríum í bænum fækkaði um eitt í síðustu viku, má jafnvel búast við frekari fækkun? „Ég vona ekki. við erum búin að vera lengi í þessu og það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Ég mun alla vega taka fullan þátt í þessu a.m.k. á meðan Eyjafólk kaupir brauð framleidd í Eyjum," sagði Andrés að lokum. Sfðustu fréttir herma að Krónan bjóði samlokubrauðin á 69 krónur. ANDRÉS bakari ætlar ekki að láta þá stóru knésetja sig.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.