Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Síða 4
4 Fréttir Föstudagur 3. ianúar 2003 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Lofa að við verðum grófari að ári. Svo farðu varlega á árinu 2003, karlinn minn Eyjaskaupið hefur mælst vel fyrir í bænum og einn af fimmmenningun- um sem stóðu að skaupinu er Einar Björn Árnason. Hann lék mörg af stærstu hlutverkum skaupsins og sýndi sérstaklega skemmtilega takta og þótti takast vel upp með við- fangsefni sín. Einar er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Einar Björn Árnason. (Mel Gibson) Fæðingardagur og ár? 9. desem- ber 1976. Fæðingarstaður? Að sjálfsögðu Vestmannaeyjar Fjölskylda? Konan mín heitir Bryndi's Einarsdóttir og dóttir Margrét íris. Foreldrar Mjöll i Klöpp og Sigurjón Birgis. Tvö hálfsystkini í Eyjum, Biggi og Þóra og fimm hálfsystkini sem Árni faðir minn á. Égersem sagt Klappari. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Smiður eins og pabbi. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Eins og er, Honda Civic. Uppáhaldsmatur? Að sjáifsögðu slátur. Versti matur? Ég borða allt, enda ekki annað hægt þegar maður er að vinna hjá Grími kokk. Uppáhaldsvefsíða? Arsenal.is Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Helgi Björns og að sjálfsögðu Tónsmíðafélagið. Með hvaða aðila vildirþú helst eyða helgi með? Auðvitað Bryndísi, hún ersvo rómó. Aðaláhugamál? Fótbolti og matreiðsla en dóttirin er númer eitt. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Herjólfsdalur yfir þjóðhátíð. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? Óðinn vinur minn Sæba. Við leggjum okkur alltaf 120% fram á móti hvor öðrum og yfirleitt þarf hann að lúta í lægra haldi. Félög í uppáhaldi eru Arsenal, ÍBV og KFS. Stundar þú einhverja íþrótt? Fótbolta, golf og ég tefli stundum við páfann. Ertu hjátrúarfullur? Ekkert sérstaklega. Uppáhalds sjónvarpsefni? Fótbolti, annars er Lína langsokkur í sjónvarpinu 10 tíma á dag heima hjá mér. Besta bíómynd sem þú hefur séð? In the name of the father og Dumb and dumber. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Hresst og skemmtilegt fólk er aðlaðandi. Einar Björn Arnason er Eyjamaður vikunnar Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Fýlupúkar eru mér ekki að skapi. Hvernig gengu tökur á skaupinu? Frábærlega, mikið hlegið og handritið sérstaklega frumlegt. Hvaða hlutverk fannst þér skemmtilegast að leika? Þegar ég og Arnar vorum að dodoa (gera það). Hvernig hafa viðbrögðin verið? Afar góð af því sem ég hef heyrt enda myndi ég ekki nenna að standa í þessu ef maður mætti ekki fara aðeins fyrir neðan beltisstað. Ég lofa því að við verðum grófari að ári svo farðu varlega 2003, karlinn minn. Eitthvað að lokum? Við strákarnir í 5 stjörnum þökkum þeim fjölmörgu sem stóðu með okkur í þessu og strákar: Verðum í sambandi, við þurfum að finna góðan tíma til að slútta. Jæja, Mel Gibson er í gemsanum, sjáumst hress að ári, takk fyrir. Fyllt lúðustykki Bvrjci ú að óska öilum gieðiiegs nýs árs með þökkjýrir jjað gamla Eisku Dóra mín, mikið ieggurþú á þig til að slíta okkar vinskap. Var að hugsa wn að hafa eitthvað indversktfyrir þig, en er bara ekki svoleiðis kvikincli svo ég set hérnafisk afheimamiðum og eftirrétt sem reynst hefur vinsœll. Fyllt lúðustykki Nokkur lúðustykki í venjulegum heimilisstærðum Reyktur lax frá Þurý og stelpunum í Friðarhöfninni Camembertostur 3egg hveiti 1 dl rjómi 50 gr smjör Skerið í lúðustykin og setjið inn íþau sneið af reyktum laxi og camembert osti, þrýstið þessu saman. Hrcerið saman eggin og rjómcmn. Blandið saman hveiti salti og pipar. Veltið sneiðunum upp úr kryddhveitinu og síðan upp úr eggjahrterunni. Steikið ísmjörinu við meðalhita, þá verður hjúpuinn gullinbrúnn það eru ca. 3-4 mín á livorri hlið. Með þessu er hcegt að haj'a ncínast hvað sem er. Björgvin Arnaldsson Á eftir er svo ostakaka, góður kostur og einfaldur Haust hafrakex (magn fer eftir því hversu stórt og djúpt mótið er sem nota á) smjör matargerðar ijómaostur ijómi Kirsubeijasósa frá Den gamle fabrik (fæst hjá Kristleifi og Ástþóri) Kexið er mulið og þjappað saman með mjúku smjöri Osturinn og rjóminn þeyttur saman (setja má flórsykur saman við effólk viil liqfa þetta mjög scett, en sósan ersvo sœt að það þerf ekki að mínu mati) og síðctn smurtyfir kexþjöppunina. Að lokum er síðan sósunni helltyfirog þettci stðcm kœil áður en borið erfram Síðan ætla ég að skora á Guðmund Ólafsson rafvirkja í Geisla sem næsta matgæðing en hann eldar bestu gæsir sem ég hef nokkurn tímann fengið. r Ohress með vinnubrög lögreglunnar Ungur maður hafði samband við blaðið og kvartaði yfir því að lögregla gerði meiri kröfur til ungra ökumanna í bænum en til þeirra sem eldri eru. "Lögreglan er að hirða filmuplast úr bílum hjá okkur og er búin að stoppa eitthvað um sjö unga ökumenn en fullorðnu bílstjórarnir eru látnir í friði," segir maðurinn. Hann segir ólöglegt að vera með litaðar filmur í rúðum á framhluta bifreiða hvort sem er bílsjóra- eða farþegamegin. Hins vegar er löglegt að vera með litaðar filmur í afturhluta bifreiða. " Ég skil vel að það verði að fara að reglum en mér fmnst að ef gera á rassíu þá verði að taka alla, ekki bara unga fólkið. Ég er búin að skrá niður þá sem eru með filmuplast í sínum bílum og veit um tíu fullorðna ökumenn. Við krakkamir tölum saman og maður verður var við það í svona litlu bæjarfélagi að það gilda aðrar reglur um okkur unga fólkið en jafnt á að ganga yfir alla," segir ungi ökumaðurinn. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, segir lögreglu hafa sinnt þessu máli undanfama daga þar sem það er ólöglegt. "Ég bíð þennan mann velkominn til mín og hann getur bent mér á þá borgara sem em að brjóta reglur án þess að lögreglan sinni því," segir Karl Gauti. 9°" Vestmannaeyingar Þann 30. nóvember sl. eignuðust Margrét G. Ólafsdóttir og Hjörtur Sigurðsson dóttur sem skírð hefur verið Ásrún Emma. Hún var 52 sm. og 3515 grömrn við fæðingu. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. endnrsýnt í kvöld kl. 20.00 /* A mánudaginn kl. 17.30 verður bein útsending frá afhendingu viðurkenninga ársins. Þar verða tilnefndir einstaklingar sem hafa skarað fram úr á árinu að mati Frétta. Fjölsýrt ...fetiframar Á döfinni 4* Janúar 4. Dansleikur í Höllinni: Sálin hans jóns míns. 5. Essó deild kvenna: ÍBV - Valur kl. 17.00. 6. Grímuball Eyverja milli 15.00 og 17.00 í Alþýðuhúsinu. 6. Þrellándagleði á malarvellinum við Löngulá. 24. Essó deild kvenna: ÍBV - Víkingur kl. 20.00. Þú getur fylgsl nánar með hvað er ó döfinni á www.eyjafretlir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.