Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Page 5

Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Page 5
Föstudagur 3. janúar 2003 Fréttir 5 Samningur Hitaveitu Suðurnesja og Þróunarfélagsins: Stenst ekki stofnsamning -segja fulltrúar V-listans Ingi Sigurðsson bæjarstjóri lagði fram á fundi bæjarráðs þann 27. desember bréf fyrir hönd Þróunar- féiags Vestmannaeyja þar sem greint er frá samkomulagi við Hitaveitu Suðurnesja um yfirtöku Hitaveitu Suðurnesja á borholunni á Eiðinu og lækka þannig viðskipta- skuld Þróunarfélagsins hjá Hita- veitu Suðurnesja um 5,6 milljónir króna. Ennfremur ábyrgist Þróunarfélagið greiðslu Orkusjóðs að upphæð 6 milljónir króna til Hitaveitunnar sem greiðslu upp í skuld félagsins vegna hreinsunar á borholunni. Hitaveita Suðumesja leggur Westmar ehf. sem er í eigu Þróunarfélagsins til 400A heimtaug á Eiði gegn gjaldi sem nemur 150 þúsund krónum. Gjald- skrárverð hljóðar upp á tæpar 500 þúsundir. Þróunarfélagið ábyrgist að greiða upp allar skuldir sínar við Hitaveitu Suðumesja vegna áfallinna orkureikn- inga fyrir áramót. Með þessum samningi telst Hitaveita Suðumesja laus allra mála gagnvart Þróunar- félaginu og framselur 20% eignarhlut sinn í félaginu til Vestmannaeyja- bæjar. Stjóm Þróunarfélagsins sam- þykkti fyrir sitt leyti samninginn með fyrirvara um samþykkt bæjarráðs vegna 6. greinar samkomulagsins sem fjallaði um að Hitaveita Suðumesja verði með þessu laus við allar skuld- bindingar varðandi Þróunarfélagið og framselji 20% eignarhlut sinn til Vestmannaeyjabæjar. Guðrún Erlingsdóttir (V) kom með tillögu þess efnis að lögmaður verði fenginn til þess að yfirfara samkomu- lagið og bera það saman við stofn- samning Þróunarfélags Vestmanna- eyja. Einnig vildi hún að álitið yrði tilbúið fyrir bæjarstjómarfund sem haldinn var 30. desember. Andrés Sigmundsson (B) og Guð- jón Hjörleifsson (D) vísuðu tillögunni frá með bókun um að hún sé óþörf og ekkert annað en útgjaldaauki fyrir bæinn. Guðrún vildi ekki samþykkja samninginn á meðan lögfræðiálit liggur ekki fyrir. Meirihlutinn bókaði þá: „Viljum vekja athygli á því að fulltrúi V-listans hefur í langan tíma rætt um skuldir og skuldbindingar Þróunarfélags Vestmannaeyja. Nú liggur fyrir samkomulag þar sem skuldbindingar lækka um 12 millj. kr. Samt sem áður er Guðrún Erlings- dóttir fulltrúi V-listans á móti lækkun skulda Þróunarfélagsins með því að vera á móti því samkomulagi sem nú liggur fyrir. Við viljum jafnframt vekja athygli á því að samkomulagið er í 6 liðum og þarf að samþykkjast sem ein heild. Það liggur fyrir að að frumkvæði í þessu máli var af hálfu Þróunarfélagsins og því stenst það stofnsamþykkir félagsins þar um. Kostnaður vegna lögfræðiálits er eingöngu til að tefja málið og auka útgjöld bæjarsjóðs.“ Guðrún bókaði á móti að vitaskuld sé hún ekki á móti lækkun skulda Þróunarfélagsins heldur þvert á móti. „...en bendi jafnramt á að til þessara skulda var stofnað af hálfu stjómar Þróunarfélags Vestmannaeyja þar sem allir eigendur bera jafna ábyrgð. Tel að það hefði verið lýð- ræðislegra af meirihlutans hálfu að fá álit lögmanns á samkomulaginu í stað þess að fella tillöguna og benda bæjarfulltrúanum á að leggja sjálfum út í kostnað við álitsgerð. I ljósi þess hversu öruggir bæjarfulltrúar meiri- hlutans virðast um lögmæti sam- komulagsins hefði það ekki verið mikil vinna af hálfu lögmanns að skila áliti sem lagt yrði fyrir bæjarstjórn á mánudag. Það er einkennilegt að mér skuli borið á brýn að ég sé að tefja málið þar sem upplýst hefur verið að Rannsóknasetur Háskólans mun ekki fjalla um málið fyrr en á mánudag." A fundi bæjarstjómar þann 30. des- ember hélt svo umræðan um málið áfram en þar bókuðu fulltrúar minni- hlutans að 6. grein samkomulagsins fengi ekki staðist 8. grein stofnsamn- ings Þróunarfélags Vestmannaeyja. Þar stendur að samningi þessum geti hver aðili sagt upp með 6 mánaða fyrirvara og skal uppsögnin miðast við áramót. Verði félaginu slitið á þennan hátt skulu reikningar gerðir upp við áramót og eignum skipt milli félags- aðila. Eigi félagið ekki fyrir skuldum skal það sem á vantar greitt af félagsaðilum íhlutfalli við eignarhlut, jafnskjótt og reikningsskilum er lokið. Ennfremur segir að ef þeir sem ekki hafa sagt upp samningnum vilji halda starfseminni áfram, skal það heimilt að taka við starfseminni eins og hún er með eignum og skuldum samkvæmt framangreindum efttahagsreikningi og halda henni áfram með sama firma- nafni, gegn þvf að greiða þeim sem upp hefur sagt hlut hans. Bæjarfulltrúar V-listans sögðu í lok bókunar sinnar að það væri óásættan- legt að bæjarsjóður Vestmannaeyja taki á sig frekari ábyrgðir en orðið er vegna óráðsíu í rekstri Þróunarfélags Vestmannaeyja undanfarin misseri. „I reynd gerir samkomulagið ráð fyrir því að félagið verði lagt niður, í samræmi við 8. grein stofnsamnings, með því að ætla að heimila Hitaveitu Suðumesja að ganga út úr félaginu og á þann hátt losna við tugmilljóna króna ábyrgðir vegna skulda þess sem Vestmannaeyjabæ er ætlað að taka yfir. Stofnsamningurinn gerir ráð fyrir að allir eigendur þess séu ábyrgir fyrir skuldum í samræmi við stofnsamning félagsins. Það er því eðlilegt þegar Ijóst er að einn eigendanna vill losna út úr félaginu að félagið verði lagt niður og það gert upp í samræmi við ákvæði stofnsamningsins." Fulltrúar meirihlutans vísuðu í bókanir sínar frá bæjarráðsfundinum. Liðurinn var svo samþykktur með ljómm atkvæðum gegn þremur. Minni flug- eldasala en oft áður Það var að venju miklu skotið upp af flugeldum á gamlárskvöld og var veðrið með besta móti, hægur vindur og heiðskírt. Adolf Þórsson, formaður Björg- unarfélags Vestmannaeyja, sagði að heldur minni sala hefði verið nú en undanfarin ár. Hann var samt sáttur við útkomuna. „Við getum vel við unað miðað við aðra staði á landinu en það var alls staðar samdráttur.“ Adolf bætti við að salan hafi samt farið heldur seint af stað. „Það má eiginlega segja að salan hafi ekkerl farið í gang fyrr en klukkan tvö á gamlársdag en þá varð mikið að gera og aðeins tveir tímar í að við lok- uðum.“ Landnytjanefnd mótmælir vinnubrögðum bæjarstjórnar Á fundi landnytjanefndar rétt fyrir hátíðirnar voru tvö bréf tekin fyrir. Annars vegar var bréf frá Oddi Júlíussyni og hins vegar frá Krist- jani Bjarnasyni garðyrkjustjóra. Áður en að því kom að afgreiða bréfin samþykkti nefndin eftirfar- andi: „Finnum að því að ekki var haft samband við nefndina þegar breyt- ingar voru gerðar á tillögum nefnd- arinnar sem teknar voru til seinni umræðu og samþykktar í bæjarstjórn 12. desember sl. Um er að ræða sam- þykktir um búfjárhald í Vestmanna- eyjum. Mælumst til að það endurtaki sig ekki.“ Oddur spyr hvort fjáreiganda sé skylt að eymamerkja sitt fé og er svarið við því já. Hann spyr einnig hvenær Markaskrá verði næst gefin út. Landnytjanefnd svaraði því til að það yrði líklega á næsta ári. Hann spyr einnig hvort ljármark gildi fyrir fleiri en einn mann. Að lokum spyr hann svo hverjir skipi fjallskilanefnd og hvemig störfum hennar sé háttað. Landnytjanefnd svaraði því til að slfk nefnd sé ekki til í Vestmannaeyjum. Bréf Kristjáns Bjamasonar fjallaði um leyfi til búfjárhalds, ijölgunar á búfé og viðbrögð vegna illrar með- ferðar á landi. Segir hann í bréft sfnu að þann 9. nóvember sl. hafi Sveinn Hjörleifsson flutt hest til Eyja með Herjólfi. Að því tilefni er spurt hvort Sveinn hafi leyfi til búfjárhalds í Vestmanna- eyjum og hvort Sveinn hafi haft leyfi dýralæknis og landnytjanefndar sam- anber lögreglusamþykkt til þess að flytja inn hestinn? Ef ekki, hver em þá viðbrögð landnytjanefndar. Einnig óskaði garðyrkjustjórinn eftir því að hluta af hólfi númer 20 og 21 í skýrslu landgræðslunnar verði lokað, leigj- anda landsins, Sveini Hjörleifssyni, verði gert að girða þennan hluta hólfsins frá öðmm vegna þess hve gróður er þar illa farinn. Einnig óskar garðyrkjustjórinn eftir því að girðingastæði verði fært fjær vegi vegna þess að þar hefur verið beitt í flag. Kemur þar til síaukið beitarálag vegna fjölgunar hrossa sem hefur, samkvæmt bréfi Kristjáns, fjölgað um 19 á tveimur ámm. Oskað er eftir flýtimeðferð eðli málsins samkvæmt. Landnytjanefnd er að vinna að málinu. * nl -J-'.-p- H 7 “v > * j — hjp ,oé \ ••fe'wKt- -.v m - i IihÍ'lS m v JÉI !'• 1 jff Sl, Sfo 1 Ifei j/V— Jr g; Fy'wáf' mk tSBŒ é^JÍLtl LIONSmenn komu færandi hendi fyrir jólin þegar þeir heimsóttu Meðferðarheimilið Búhamri, Hraunbúðir og Sambýlið. Krakkarnir á Meðferðarheimilinu fengu leikföng og íbúar á Hraunbúðum og sambýlinu fengu góðar gjafir. Efri myndin er frá afhendingunni á Meðferðarheimilinu og á þeirri neðri er verið að afhenda gjafirnar á Hraunbúðum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.