Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Side 10
10 Fréttir Föstudagur 3. janúar 2003 w IBV vann alla sína leiki á æf- ingamóti Um síðustu helgi fór fram æfínga- mót milli liðaíEssodeild kvennaen þátttökuliðin voru þrjú, ÍBV, Haukar og Víkingur. Leikin var tvöföld umferð og fóru Eyjastelpur í gegnum mótið án þess að tapa leik en leikið var á laugardegi og sunnudegi. Úrslit leikjanna urðu þau að gegn Víkingum endaði fyrri leikurinn 26 - 21 og seinni leikurinn 28-21. Fyrri leikurinn gegn Haukum endaði með jafntefli 30 -30 en seinni leikurinn endaði með sigri ÍBV, 25-21. Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari ÍBV sagði að ferðin hefði fyrst og fremst verið hugsuð til þess að hrista saman mannskapinn. „Við höfum auðvitað verið dreifðar um allan heim, þrjár fóru út til sinna heimalanda og austurrísku stelp- urnar komu t.d. í hálfícik í fyrsta leiknum. Það var stígandi í þessu hjá okkur, í fyrsta leiknum vorum við dálítið ryðgaðar en svo náðum við tökum á þessu og lékum ágætlega það sem eftir var. Drög að deildar- bikarnum Fyrir liggja drög að deildarbikar- keppni KSÍ en keppnin verður með sama sniði og á síðasta ári, þ.e.a.s. efri og neðri deild í bæði karla- og kvennaflokki. ÍBV er að sjálfsögðu í efri deild og í B-riðli ásamt Grindavík, Víkingum, Fylki, Val, Haukum, FH og Þrótti en fyrsti leikurinn er 23. febrúar. Kvennaliðið er einnig í efri deild og þar leika ásamt IBV, Valur, Stjaman, KR, Breiðablik og Þór/KA/KS en fyrsti leikur ÍBV er 22. mars. KFS, sem hefur tekið þátt í deildarbikarnum síðastliðin þrjú ár, ákvað að taka ekki þátt í ár. Framundan Sunnudagur 5. janúar Kl. 13.30 ÍBV-ÚMFA 2. fl. karla Bikar Kl. 17.00 ÍBV-Valur Essodeild kvenna Kl. 11.00 5. fl. karla íslandsmót í innanhússknattspymu í Austurbergi. Miðvikudagur 8. janúar Kl. 19.00 Fylkir/ÍR-ÍBV SS-bikar kvenna Miklir dýrgripir -á sýningu Ragnars Engilbertssonar Myndlistarsýning með verkum Ragnars Engilbertssonar var í Gallerí Prýði, sýningarsal, 21. til 23. desember sl. Tuttugu og sjö myndir voru á sýningunni, unnar með vatnslitum, olíu og olíupastel. Verkin em unnin á löngu tímabili eða allt frá 1942 til dagsins í dag og þau elstu geta talist heimildir um umhverfi Eyjanna eins og það var. A annað hundrað manns sóttu sýninguna og að sögn Svanhildar Gísladóttur, sýningarstjóra em margar vatnslita- myndimar miklir dýrgripir. „Þama vom frábær olíuverk, sérstaklega mynd af austurbænum sem að hluta er farinn undir hraun og Eyjafjallajökull í baksýn. Myndimar seldust mjög vel og sýningargestir vom mjög ánægðir,“ sagði Svanhildur, en lista- maðurinn dvelur hjá systur sinni í Kaupmannahöfn um þessar mundir. EIN af myndum Ragnars. Mynd Jói listó. Fundur í skólamálaráði: Leikskóli skal rísa á kjörtímabilinu -274 börn á leikskólunum og starfsmenn 68 í 48 stöðugildum Á fundi skólamálarúðs þann 18. desember sl. voru lagðar fram upplýsingar er marka launa- og tekjuforsendur fjárhagsáætlunar leikskólanna fyrir 2003. Kom þar fram að alls em 274 böm á leikskólunum þremur og starfs- menn 68 í 48 stöðugildum. Meðal- vistunartími bama er ansi misjafn eftir leikskólum, þannig er meðalvist- unartími bama á Rauðagerði 8,18 klukkustundir. Á Sóla er meðalvistunartími 6,42 klukkustundir og á Kirkjugerði, þar sem fíest böm eru í vistun, er meðalvistunartíminn 5,17 klukku- stundir. Fyrirspum kom frá fulltrúum for- eldra á síðasta fundi skólamálaráðs. Var hún um hvort fyrirhugaðar væm framkvæmdir við leikskólann Sóla á fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Formaður nefndarinnar upplýsti að ekki er gert ráð fyrir bygginga- framkvæmdum f þeirri vinnu sem nú er unnið að, við fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Aftur á móti liggur fyrir að lokið verði við byggingu leikskóla á Sóla- lóðinni á kjörtímabilinu en slík framkvæmd krefst góðs undirbún- ingstíma. Skólamálaráð samþykkti að afla nauðsynlegra gagna sem snerta frekari undirbúning að byggingu nýs leikskóla á Sólalóðinni. Fjölsýn: Vel heppnað Eyjaskaup Evjaskaup Fjölsýnar var sýnt á gamlársdag þar sem góðlátlegt grín var gert að mönnum og málefnum í Vestmannaeyjum. Daði Pálsson stóð meðal annarra að gerð þess og segir viðbrögð bæjarbúa vera góð. „Þeir sem ég hef hitt og sáu skaupið em ánægðir og flestir sem við gerðum grín að em sáttir við þetta.“ Daði segir að undirbúningur og vinna við skaupið hafi verið mikil. „Eg, Siggi Braga, Einar Bjöm og Amar Rikka vomm famir að spá í þetta í júlí og við hittumst ásamt Svenna seinni hluta nóvember. Það fór allur des- ember í skaupið hjá okkur en tökur á hverju atriði tóku einn til tvo klukkutíma. Það fór mikill tími í undirbúning með búningum og öllu sem til þarf.“ Daða fannst frábærlega gaman að vinna að þessu og miklu skemmtilegra að búa til skaupið en að horfa á það. „Aðalatriðið er að hafa skemmtilega og góða menn með sér og við stefnum á annað skaup að ári en konumar banna okkur að koma nálægt því næstu sex mánuði," segir Daði hress að vanda. Hann vildi koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að gerð skaupsins, ekki síst til fyrirtækja sem styrktu gerð þess. Tveir leikir hjá stelp- unum Kvennalið ÍBV leikur tvo leiki nú strax í upphafi nýs árs. Fyrst tekur liðið á móti Val í Essodeild kvenna á laugardaginn og svo leikur liðið gegn sameiginlegu liði Fylkis og IR í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram í Reykjavík. ÍBV og Valur hafa áður leikið í vetur og endaði sá leikur með tíu marka sigri ÍBV, 26 - 16. Leikir liðanna undanfarin fimm ár hafa yfirleitt endað vel fyrir IBV, sérstaklega hin sjðari ár. Valur hefur ekki unnið ÍBV í deildinni síðustu þrjú tímabil. I heildina hefur ÍBV unnið sex leiki, einu sinni hefur orðið jafntefli og Valur hefur unnið þrjá leiki en tímabilið 1997-98 var leikin þreföld umferð. Erfitt að byrja Vigdís Sigurðardóttir sagði í samtali við Fréttir að það væri mikilvægt að komast strax í gang eftir áramótin. „Það getur verið dálítið erfitt svona strax eftir áramót en við fóram í mjög góða æfingaferð um síðustu helgi og nýttum hana vel. Við spiluðum fjóra leiki og fyrsti leikurinn var mjög erfiður. Svo bættum við okkar leik út mótið þannig að við ættum að vera komnar í gírinn fyrir Valsleikinn. Varðandi bikarleikinn þá eigum við að sjálfsögðu að vinna hann, annað væri skandall þó maður eigi aldrei að segja svona. Við eram hins vegar með eldri og reyndari leikmenn sem eiga að klára svona leiki. Einbeitingin verður hins vegar að vera í lagi, bæði Valur og Fylkir/IR era með ungar og efnilegar stelpur sem geta alveg strítt okkur ef við bjóðum upp á það.“ r* •• f Fjor a þrettánda ÞRETTÁNDINN verður hátíðlegur haldinn á mánudaginn. Hann er stór í tvennum skilningi í Vestmannaeyjum, annars vegar er það grímuball Eyverja sem hefur verið fastur liður á þrettándanum í marga áratugi. Þar hafa margir skemmtilegir búningar litið dagsins Ijós og má vænta að svo verði einnig nú. Þá er það þrettándinn eini sanni sem hefst með því jólasveinar fara í halarófu niður af Hánni. Er það upphafiö að mikilli skrúðgöngu sem fer um bæinn og endar á malarvellinum við Löngulág. Myndin er tekin á grímuballi fyrir nokkrum árum og þar má sennilega sjá ýmsa sem í ár arka með sín börn á grímuballið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.