Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 23. ianúar 2003 Ég ætla að skora á góðan vin minn Georg Skæringsson en hann er mikill matmaður og ávallt með svuntuna í eldhúsinu. Móa kjúklingabringa = 0,8 kg. (hver bringa skorin í 2-3 bita) Eða Móa heill kjúklingur = 1-1,2 kg. (höggvinn í 8-9 bita) niatarolía = 0,5 dl. hunang = 3-4 msk. soyasósa = 0,5 dl. þurrt sherrý = 1 dl. rifln engiferrót = 1 msk. salt og pipar = eftir smekk. Góða samviska fæst með því að kaupa kjúklinginn hjá handboltastelpunum, en það gefur réttinum ákveðna ___________________________________________________ Panna með olíunni á er sett yfir hita og hituð nokkuð vel. Kjúklingabitamir eru steiktir Ijósbrúnir, kryddað örlítið Hunangi bætt út í og látið krauma í smástund. ca. 2-3 mín. eða þar til hunangið hefur náð að brúnast örlítið. Soyasósu. sherrý og engiferrót bætt út í, lok sett á pönnuna og látið sjóða rólega í ca. 10 - 15 mín. eða þar til kjúklingurinn er gegnum soðinn, rauði liturinn í kjötinu þarf að verahorfinn. Ef sósan er talin of þunn er kjúklingurinn tekinn af pönnuni og sósan látin sjóða niður þar lil hún er talin vera mátulega þykk, en það er að sjálfsögðu smekksatriði. Því þykkari sem sósan er því rneira bragð er af Itenni, varast skal að það sé of mikið, of sterk sósa er ekki sérlega spennandi. Meðlæti: Soðin hrísgrjón, steikt hvítkál og bambuskjami Ég vil byrja á því að þakka Adcla fyrirað mœla með mér í matarhomið. Það eifitt að koma á eftir svona öflugum kokki og veiðimanni en Addi er hreint út sagt snillingur í að elda villibráð. Ég œtla ekki aðfara inn á hans sérsvið heldttr kynna ykkurjyrir góðri og einfaldri kjúklingauppskrift að hœtti handbolta „spekulanta. “ Austurlenskur handboltakjúklingur með soya-hunangs-engifersósu oggóðri samvisku Austurlenskur hand boltakj ú kl i ngu r Stórtónleikar unglingahljómsveita voru í Höllinni á laugardagskvöld undir heitinu Allra veðra von. Mjög góð mæting var og þóttu tónleikamir takast vel. Mikill uppgangur hefur verið í tónlistarlífinu í Eyjum undanfarið og tóku sex hljómsveitir frá Vestmannaeyjum þátt í tón- leikununum en í fyrra þegar tón- leikarnir voru haldnir í fyrsta skipti var aðeins ein hljómsveit héðan. Eins komu fjórar hljómsveitir í heimsókn ofan af landi og ein þeirra var hljómsveitin Búdrýgindi sem sigraði í músíktilraunum í fyma. A myndinni má sjá hljómsveitarmeðlimi Liana Creepers sem er frá Vestmannaeyjum en þeir fluttu lögin Trapped, Deep Throat og XES. Þess má geta að öll lögin sem fiutt vom á tónleikunum vom fmmsamin. Forstöðumaður Staða forstöðumanns Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja, sem stofnuð var 6. janúar 2003 er laus til umsóknar. Staifið krefst góðrar menntunar sem nýtist í starfi, mikillar samstarfshæfni, viðtækrar tölvukunnáttu, sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæðis. Umsóknarfrestur er til 24. janúar nk. og skulu umsóknir berast til formanns stjómar, Amars Sigunnundssonar, pósthólf 88,902 Vestmannaeyjum, sem veitir jafnframt nánari upplýsingar. Stjórn Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja Nýfæddir ?cf Vestmannaeyingar Þann 18. september sl. eignuðust Thelma Björg Gísladóttir og Gunnar Heiðar Þorvaldsson son sem skírður hefur verið Gauti. Hann var 3236 grömm og 49 sm við fæðingu. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóllir. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Þann 29. nóvember sl. eignðust Valgerður Bjamadóttir og Björgvin Björgvinsson son sem skírður hefur verið Björgvin Geir. Hann var 50 sm og 3220 grömm við fæðingu. Ljósmóðir var Valgerður Olafsdóttir. Með Björgvin Geir á myndinni eru systur hans tvær, Valbjörg Rúna og Bergþóra Olöf. Fjölskyldan býr í Vest- mannaeyjum. Þann 28. október eignuðust Sæbjörg Snædal Logadóttir og Sigurður Steinar Konráðsson son sem skírður hefur verið Hafþór Logi. Hann var 18 rnerkur og 53 sm við fæðingu. Með honum á myndinni er stóra systir hans, Andrea Rán. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Á döfmrrí 4* Janúar . - V .■ ■ ■ c ., : ■ \ 23. 30 ára upphafs Heimaeyjargoss minnst. Blysför frá þremur stöðumkl. 19.10. Við norðurenda íþróttamiðstöðvar, við Kyndistöðina hjá malarvellinum og frá Ráðhúsinu. 23. Stutt athöfn á Básaskersbryggju kl. 20.50. 24. Essó deild kvenna: ÍBV - Víkingur kl. 20.00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.