Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 23. janúar 2003 ViSdís Sigurðardóftir íþróttan VERÐLAUNAHAFAR: Þórsteina, Gísli, Hjalti Kristjánsson tók við biknrum fyrir Yngva, Tryggvi, fyrir framan er Hallgrímur Heimisson sem tók við bikar fyrir Michelle Barr og Hallgrímur Júlíusson sem tók við viðurkenningum föður síns, Sigurður Bjarni, Þóra, Vigdís og Sandra dóttir hennar, Magnús Kristinsson sem tók við bikurum Birkis bróður síns, Vignir Guðnason tók við bikurum Svavars og fyrir framan er Nökkvi Elliðason, þá koma Rakel og Kristinn Þór. Landa- KIRKJA Fimmtudagur 23. janúar Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Spjall og notaleg samverustund foreldra og bama. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkra- húsinu, dagstofu 2. hæð. KL. 16.00. Æfingar hjá Litlum lærisveinum falla niður í dag vegna dagskrár 23. janúar. Kl. 19.00. Blysför á vegum bæjar- stjómar í minningu þess að 30 ár eru frá upphafi jarðeldanna á Heimaey. Sunnudagur 26. janúar Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng, leik og sögum. Alltaf gaman að koma í hús Guðs. Kl. 14.00. Messa. Minnst verður tímamótanna að 30 ár eru liðin frá jarðeldunum. Tækifæri til að þakka Guði fyrir forsjónina. Altarisganga. Kór Landakirkju og prestarnir, sr. Kristján og sr. Þorvaldur. Kl. 20.00. Æskulýðsfundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju- KFUM&K. Mánudagur 27. janúar Kl. 17.30. Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Þriðjudagur 28. janúar 2003 Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára krakkar í kirkjunni. Vettvangsferð. Falnaður í takt við veðrið. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Miðvikudagur 29. janúar 2003 Kl. 16.20 TTT ytigri, 9-10 ára krakkar í kirkjunni. Vettvangsferð, föt í takt við veðrið. Sr. Þorvaldur og leiðtogamir. Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára krakkar í kirkjunni. Vettvangsferð, föt í takt við veðrið. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K húsinu hjá unglingum í Æsku- lýðsfélagi KFUM&K-Landakirkju. fyrir æskulýðsfélagið. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur 23. janúar í dag þökkum við Drottni fyrir vemd og varðveislu í eldgosinu fyrir 30 árum. Föstudagur 24. janúar KL. 20.30 Unglingakvöld, allir unglingar velkomnir. Laugardagur 25. janúar Kl. 20.30 Bænasamvera, við biðjum blessunar Guðs yfir land okkar og þjóð. Sunnudagur 26. janúar Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn, líf og fjör fyrir krakka á öllum aldri. KL. 15.00 SAMKOMA Mikill söngur og lifandi orð Guðs. Þakkið Drottni því Hann er góður. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 28. janúar Bamastarf fyrir börn 9-12 ára kl. 17.00. Sálm. 34:9. Sunnudagur 19. janúar Kl. 13:00 Sunnudagaskólinn, líf og gleði í húsi Drottins, öll böm velkomin. KL. 15:00 SAMKOMA Var eitt af nýársheitunum að kíkja í Hvítasunnukirkjuna? Nú er tækifærið. Lofgjörð, kröftug pré- dikun og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 25. janúar Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Á föstudagskvöldið síðastliðið fór fram í Þórsheimilinu glæsilegt hóf þar sem ÍBV-héraðssam- band afhenti íþróttamanni ársins 2002 sína viðurkenningu. Auk þess valdi hvert aðildarfélag fyrir sig, íþróttamann ársins úr sínum röðum og voru alls 12 viður- kenningar afhentar auk þess sem ÍBV heióraði einnig starfsmann úr sínum röðum. íþróttamaður ársins 2002 Iþróttamaður ársins árið 2002 var að þessu sinni valin Vigdís Sigurðar- dóttir, markvörður hanknattleiksliðs IBV. Þór Vilhjálmsson, formaður héraðssambands ÍBV afhenti Vigdísi veglegan bikar og rakti við það tækifæri feril Vigdísar. „Vigdís hóf ung að iðka handknattleik og lék með yngri floþkum Knattspyrnufélagsins Týs og ÍBV. Hún fór til náms til Reykjavíkur og gekk þá til liðs við Hauka í Hafnarfirði og varð Islands- meistari með þeim árið 1996 og svo aftur 1997 og einnig bikarmeistari það ár. Þá flutti hún aftur heim til Eyja að námi loknu og tók sér frí frá íþróttaiðkun vegna barneigna í eitt ár. En tók svo fram skóna að nýju og hóf að leika með ÍBV. Vigdís varð Islandsmeistari og meistari meistar- anna með ÍBV árið 2000, bikar- meistari 2001, bikarmeistari og meistari meistaranna 2002. Þá var hún kosin besti leikmaður Islands- mótsins árið 2002 á lokahófi HSÍ. Hún lék um tíma með íslenska Blysför verður á vegum bæjar- stjórnar í minningu þess að 30 ár eru frá upphafi jarðeldanna á Heimaey. Klukkur Landakirkju kalla göngurnar af stað. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, flytur hugvekju, bæn og blessun á Básaskersbryggju. Aðrir fv. prestar Eyjamanna taka og þátt í göngunni, sr. Kjartan Öm Sigur- bjömsson, sr. Bjami Karlsson, sr. Jóna kvennalandsliðinu en hefur ekki gefið kost á sér í seinni tíð þótt til hennar hafi verið leitað. Vigdís er góð fyrirmynd yngri leikmanna, jákvæð, reglusöm og metnaðargjöm og er enn að bæta sig f sinni íþrótt. Þetta gerir hún samtímis því að reka heimili og sinna krefjandi vinnu. Vigdís er glæsilegur fulltrúi íþróttahreyfmgar- innar í Vestmannaeyjum," sagði Þór. ÍBV-íþróttafélag Formaður íþróttafélagsins, Óskar Freyr Brynjarsson reið á vaðið og gerði grein fyrir hvemig valið færi fram en bikarar eru afhentir á loka- hófum knattspyrnu- og handknatt- leiksdeildanna en við þetta tækifæri væri staðfest val deildanna með afhendingu á eignarbikar. Knattspyrnukona ársins var valin Michelle Barr. „Michelle er skoskur landsliðsmaður, hún hefur spilað með ÍBV síðustu tvö ár í vöm liðsins. Michelle var fyrirliði liðsins árið 2002 og einn af máttarstólpum þess og góður leiðtogi jafnt innan vallar sem utan,“ sagði Óskar Freyr. Knattspyrnumaður ársins var val- inn Birkir Kristinsson. „Birkir er margreyndur landsliðsmaður og verð- ugur fulltrúi íþróttahreyfmgarinnar hvemig sem á málið er litið. Hann er sá leikmaður sem leggur sig mest fram við æfingar, er til fyrirmyndar á leikvelli og utan hans og þó að Birkir verði fertugur á næsta ári vitum við að hann verður besti markvörður Islands- mótsins í sumar.“ Handknattleikskona ársins 2002 var valin Vigdís Sigurðardóttir, sem hlaut einnig þann titil fyrir árið 2001. „Vigdís og hennar félagar í ÍBV hafa Hrönn Bolladóttir og sr. Bára Friðriks- dóttir, ásamt heimaprestum, sr. Þorvaldi Víðissyni og sr. Kristjáni Bjömssyni. Ingi Sigurðsson bæjar- stjóri og Amar Sigurmundsson flytja ávörp. Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar. Kór Landakirkju og Samkór Vestmannaeyja syngja. Sjá einnig tilkynningar frá menningarmálanefnd. Athugið: Æftngar hjá Litlum læri- sveinum falla niður í dag vegna náð frábæntm árangri síðustu ár. Á árinu 2002 urðu þær bikarmeistarar og meistarar meistaranna. Vigdís, sem er landsliðsmaður er mikil keppnismann- eskja og leggur sig alla fram við það sem hún tekur sér fyrir hendur og er ávallt stutt í brosið hjá henni. Það segir mikið til um Vigdísi að þar sem hún spilar er ávallt góður árangur." Handknattieiksmaður ÍBV árið 2002 er Svavar Vignisson, einnig annað árið í röð. „Svavar var yfir- burðaleikmaður hjá ÍBV á síðasta tímabili en Svavar leggur sig alltaf hundrað prósent fram við æfingar, sem og í leikjum. Hann er harður nagli sem gefur ekkert eftir.“ Sundfélag ÍBV Iþróttamaður ársins hjá sundfélagi IBV var valin Rakel Alexanders- dóttir. Við afhendinguna kom m.a. fram að Rakel hefði æft sund undan- farin fimm ár og tekið stöðugum framförum. „Hún er mikilvægur hlekkur í boðsundsveit félagsins og í einstaklingsgreinum er hún meðal 10 bestu á landinu í sínum aldursflokki. Undanfarin þrjú ár hefur hún náð að synda sig inn á IMÍ þar sem allir bestu sundmenn landsins keppa. Á síðasta ári tók hún þátt í átta mótum fyrir félagið og gerði góða hluti. Á AMI og Bikarkeppni SSI nú í haust náði Rakel mörgum stigum fýrir félagið en Rakel á einni tvö Vestmannaeyjamet,“ sagði Guðbjörg Sveinbjömsdóttir í stjóm Sundfélagsins. íþróttafélagið Ægir Þóra Magnúsdóttir var valin íþróttamaður ársins hjá Ægi. „Þóra dagskrár 23. janúar. Næsta æftng fýrir yngri hóp verður fimmtudaginn 30. janúar kl. 16.30. Guðrún Helga Bjamadóttir. Fréttfrá Landakirkju Hvítasunnumen hvetja fólk til að mæta „Við hvetjum alla til að taka þátt í blysfór og annarri dagskrá og minnast miskunnar Guðs,“ segir í tilkynningu þeirra. æfir Boccia og hefur tekið miklum framfömm á árinu. Hún hefur verið dugleg að sækja æfingar ásamt því að sækja þær samkomur sem Ægir hefur á sinni könnu. Þóra fór með Ægi á Islandsmótið í Boccia á síðasta ári og stóð sig mjög vel þar,“ sagði Aðal- steinn Baldursson formaður. KFS Hjá KFS varð fyrir valinu Yngvi Borgþórsson sem knattspymumaður ársins. Hjalti Kristjánsson rakti for- sendur fyrir vali Yngva og kom fram í máli hans að hann hefði verið helsta vopn KFS síðastliðið sumar þegar liðið komst upp í 2. deild. „Yngvi var einn af prímus mótomm liðsins, lék á miðjunni og var í lykilhlutverki sumarið2002. Yngvierhæfurknatt- spyrnumaður, leikinn og skorar líka mörk. Oftar en ekki var það megin- hlutverk andstæðinga okkar í sumar að stoppa Yngva og töldu þeir það vera lykilinn að sigri gegn okkur. Það sýnir kannski best hversu vel hann hefur staðið sig hjá okkur og þess vegna var hann valinn knatt- spymumaður ársins hjá KFS.“ Fimleikafélagið Rán Fimleikamaður ársins 2002 var að þessu sinni Þórsteina Sigurbjörns- dóttir. „Þórsteina byrjaði að æfa ftmleika 4 ára, hún iðkaði íþrótt sína af miklum áhuga og æfingasókn hennar hefur ávallt verið góð. Þórsteina er reglusöm stúlka með góða framkomu og er glæsileg fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. I fyrra varð Þórsteina Islandsmeistari í fimmta þrepi í almennum fímleikum og það má segja að ekki sé hægt að ná lengra á því sviði. Glæsilegur árangur það. Þetta gerði hún jafnframt þvf að vera í Framhaldsskólanum og á fullu í handbolta og eins og allir muna urðu Steina og stelpumar í ÍBV bikar- meistarar í fyrra. Þá tók hún þátt í vormóti FSI í hópfimleikum þar sem þær vom í öðm sæti í miðhóp. Einnig fékk hún Ránarstyttuna í íýrra, sem er veitt fyrir góðan árangur," sagði Kristín Ásmundsdóttir formaður. Ungmennafélagið Óðinn Ungmennafélagið Óðinn valdi Tryggva Hjaltason, sem fæddur er 1986 fijálsíþróttamann Vestmanna- eyja 2002. Ómar Garðarsson, varaformaður, rakti glæsilegan feril þessa unga íþróttamanns. „Tryggvi var valinn í Biskupinn mætir í kvöld -og Kjartan Örn, Bjarni, Jóna Hrönn og Bára

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.