Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. janúar 2003
Fréttir
9
Guðrún María Gunnarsdóttir og Runólfur Alfreðsson upplifðu það að fó upp eldgos við húsdyrnar og sjó ó
eftir húsi og samfélaginu ó Kirkjubæjum sem þeim var svo kært, örlaganóttina 23. janúar 1973 þegar
Heimaeyjargosið hófst - Næstu mónuðir urðu viðburðaríkir hjó þeim eins og svo mörgum Eyjamönnum
sem sóu ó eftir lífsstarfi sínu undir hraun og ösku. -En þau voru ung og ókveðin í að gefast ekki upp fyrir
nóttúruöflunum - Þau voru fró upphafi staðróðin í að flytja heim sem þau gerðu og hafa búið hér síðan -
Þrótt fyrir allt eru þau sótt og aldrei hafa þau óttast að sagan muni endurtaka sig
Vissi að við óttum ekki eftir
að koma í húsið okkar aftur
ÞESSA mynd tók Guðmundur Sigfússon. Húsið lengst til hægri er Oddsstaðir þar sem Guðjón líkkistusmiður bjó og hans fólk. Næst eru
Eystri Oddstaðir og svo kemur húsaþyrpingin þar sem Marý og Runi áttu sitt hús. Kirkjubæirnir voru þar fyrir austan, í átt að sprungunni.
Allt er í heiminum hverfullt
og það sem er í dag þarf
ekki endilega vera á morg-
un. Þessu fengu þau
kynnast, Guðrún María
Gunnarsdóttir og Runólfur
Alfreðsson, sem höfðu sett
sig niður í túninu ó Kirkju-
bæjunum sem voru austast
ó Heimaey. Þar var stund-
aður búskapur og voru
Kirkjubæirnir eins og lítið
þorp rétt úti við sjóinn.
Þarna var samfélag þar
sem allir tengdust sterkum
böndum og tóku þótt í
sorgum og gleði hvers
annars. Guðrún María var
alin upp ó Kirkjubæjunum
og þegar þau Runólfur
rugluðu saman reytum
sínum kom aldrei annað til
greina en að byggja sér hús
sem næst Kirkjubæjum. Þau
höfðu búið rúmt ór í húsinu
með elstu dótturinni þegar
jörðin rifnaði rétt austan við
húsið. Og það sem í fyrstu
líktist stórum stjörnuljósum
ótti eftir að verða einn af
stærri viðburðum Islands-
sögunnar þar sem stór hluti
Vestmannaeyjabæjar grófst
undir hraun og ösku. Aður
en yfir lauk hafði fjórðungur
húsa og íbúða eyðilagst og
andlit Heimaeyjar var gjör-
breytt. Þarna móttu margir
sjó ó eftir lífsstarfinu en
Ijósið í myrkrinu var að það
fórst enginn í Heimaeyjar-
gosinu sem ó svo eftir-
minnilegan hótt umbylti
tilveru 5300 íbúa í Vest-
mannaeyjum órið 1973.
Fólkið á Kirkjubæjum
Blaðamaður hitti þau Runa og Marý,
eins og þau eru kölluð dagsdaglega,
síðasta laugardag. Veðrið var eins og
það best getur orðið á þessum árstíma,
bjart veður og stillt. Þau búa í Stóra-
gerði sem er uppi undir hlíðum
Helgafells og ekki svo langt frá þeim
stað þar sem þau byggðu hús sitt á
Kirkjubæjartúninu. Við setjumst í eld-
húsið þar sem blasir við okkur
stórkostlegt útsýni yfir bæinn og
Eiðið. I austurátt sést í kollana á
Bjamarey og Elliðaey yfir Nýja-
hraunið sem geymir húsið þeirra
ásamt svo mörgu öðm.
„Við höfðum útsýni yfir austur-
eyjamar og innsiglinguna úr húsinu
okkar á Kirkjubæ," segir Runi á
meðan Marý, sem ennþá er kennd við
Kirkjubæ, tekur til kaffi. Bæði em
fædd og uppalin í Vestmanneyjum,
hafa verið saman frá 1967 og giftu sig
árið 1970.
Til að byija með fömm við aðeins
yfir Kirkjubæina og fólkið sem þar
bjó. „Þetta vom sex hús í þyrpingu
sem mynduðu Kirkjubæina," segir
Marý. „Fyrst skulum við nefna
Norðurbæinn. Þar bjó Magnús Péturs-
son og Dísa með fimm böm en hann
var einn af fáum sem ennþá var með
skepnur í Eyjum. A Kirkjubóli bjó
Kristján Kristófersson, bólstrari og
Þóra kona hans. Hann var með verk-
stæði sitt þar sem Fréttir em til húsa
við Strandveginn. Pétur Guðjónsson,
Lilja og Brynja dóttir þeirra með tvö
böm vom í austasta húsinu og svo
kom húsið hennar ömmu, Miðhlað-
bær, þar sem við mamma bjuggum og
Siggi, bróðir mömmu en þau voru
með nokkrar skepnur. Þama bjuggum
við Runi uppi á lofti þar til við fluttum
í húsið okkar 11. desember 1971. í
Suðurbænum bjuggu svo Þorbjöm
Guðjónsson og Helga en þau vom
með stærsta búið. Þar bjuggu líka Ingi
sonur þeirra, og Unnur og Yngvar.
Svo var það sjötta húsið, Söluhús eins
og við kölluðum það alltaf eftir konu
sem þar bjó og hét Salgerður. Hennar
maður, Jón Nikulásson var á fyrsta
Herjólfi og var þar alveg fram að
gosi.“
Náið samfélag
Þau em sammála um að þetta
samfélag hafi verið mjög sérstakt og
náið. „Þetta var eins og ein stór
fjölskylda þó þetta fólk væri ekki
skylt. Ef eitthvað gerðist, sama hvort
hvort tilefnið var gleði eða sorg, þá
komu allir saman. Það vom líka allir
tilbúnir til að hjálpa hver öðmm ef
eitthvað bar út af. Mér fannst þetta allt
ein og sama fjölskyldan. Það hélt
hópinn til að byija með í gosinu því þá
kom eldra fólkið saman eftir að komið
var upp á land. Svona var þetta
þangað til fólk fór að tvístrast í allar
áttir,“ segir Marý.
Runi tekur undir þetta með konu
sinni og segir að sér hafi strax verið
mjög vel tekið af fjölskyldu hennar.
„Fyrir þekkti ég Tryggva, bróður
Marý, en ég hafði aldrei komið að
nokkru ráði á Kirkjubæina áður en við
byrjuðum að vera saman. Þetta var að
sumu leyti eins og að koma í sveit,"
segirRuni.
Þegar kom að því að velja sér stað
undir hús var valið ekki erfitt. „Amma
átti þama tún og þar fengum við lóð.
Aðrir sem byggðu á sama stað vom
Ingólfur á Oddsstöðum, Guðjón Pét-
ursson frá Kirkjubæ og Guðjón
Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýri-
mannaskólans," segir Marý og heldur
áfram: „Við byrjuðum að byggja árið
árið 1968, Sigga móðurbróður, fannst
engin ástæða til að bfða.“
Þau fluttu inn á jólaföstunni 1971
og þá áttu þau húsið nánast skuldlaust.
„Allur okkar peningur fór í húsið en
við stóðum ekki ein í þessu því okkur
var hjálpað mikið eins og þá var gert,“
segir Runi og bætti við. „Húsið var
svo gott sem fullbúið, það átti bara
eftir að mála það að utan en það var
búið að ákveða litinn.“
Húsið stóð við Kirkjubæjarbraul 26
og var þetta eitt helsta byggingasvæði
í Vestmannaeyjum á þessum tíma.
Leitaði byggðin upp undir Helgafell.
„Þetta var mjög notalegt og þarna
vomm við með elstu dótturina, Sigfríð
sem fæddist 1967 en yngri börnin
komu eftir gos, Aðalheiður 1976 og
GunnarBergur 1981.“
Mikil vinna
Bæði unnu þau í Hraðfrystistöðinni
fram að gosi, Runi var bflstjóri og
Marý var í fiskvinnslunni og mikið
var unnið. „Þegar mest var að gera,
gerði maður ekki annað en að vinna
og sofa og því ekki mikill tími til
skemmtana. Það var helst að við
fómm á slúttin. Við nutum góðs af
mömmu Marý og ömmu og gátum
þess vegna unnið eins og við vildum.
Eg var við löndun á vörubflnum og
það kom fyrir að maður stimplaði sig
inn á mánudegi og svo ekki út fyrr en
í vikulokin. Osk á skrifstofunni sagði
stundum; -Þarft þú ekkert að sofa. Það
var kannski ekki alveg rétt því
stundum náði maður að kría sig í
bflnum."
Næg atvinna og góðar tekjur í fisk-
vinnslu urðu til þess að ekki var mikið
spáð í lærdóm en bæði Marý og Runi
em gagnfræðingar. „Maður hugsaði
lítið út í það að læra meira. Hér var
nóg að gera og maður hélt að svo yrði
áfram. Sjálfur byrjaði ég í Iðnskól-
anum en kláraði hann ekki sem kom