Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. janúar 2003 Fréttir 19 iaður Vestmannaeyja árið 2002 GÍSLI Valtýsson var heiðraður sérstaklega fyrir vel unnin störf í 40 ár fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum. unglingalandslið Islands þriðja árið í röð nú á nýju ári. Hann varð íslands- meistari í hástökki í 15 til 22 ára flokki. Tryggvi sannaði það sl. ár, 2002 að hann er í röð fremstu frjálsíþróttamanna íslands. Hann var með bestan árangur á landinu í hástökki í sínum aldursflokki og þann fjórða besta í fullorðinsflokki. í langstökki var hann með annan besta árangur landsins í flokki 15 til 19 ára með stökk upp á 6,19 m og í 100 m hlaupi með þriðja besta árangur á landinu í sínum flokki með tímann 11,57 sek. í 200 m hlaupi var hann með fjórða besta árangur í 15 til 19 ára flokki á landinu og í 400 m hlaupi var hann með annan bestan tíma landsins á 54,76 sek, í kúluvarpi var hann með kast upp á 14,78 m sem er þriðja besta kastið á landinu í hans aldursflokki. Sést að hann er mjög fjölhæfur og gott efni í tugþrautakappa þegar fram í sækir. Vestmannaeyjametin sem hann setti árið 2002 voru hvorki fleiri né færri en þrjátíu og fjögur, bæði utan- húss og innanhúss í sínum flokki og allmörg metin alveg upp í fullorðins- flokk sem er frábær árangur. Tryggvi er í stöðugri framför og verður gaman að fylgjast með honum á komandi árum.“ Golfklúbbur Vestmannaeyja Kylfmgur ársins, þriðja árið í röð, var valinn Júlíus Hallgrímsson. Helgi Bragason, formaður Golfklúbbs Vest- mannaeyja, sagði að Júlíus hafi undanfarin ár skipað sér sess á meðal Vorleikurinn byrjaður Önnur umferð vorleiks IBV getrauna var háð síðustu helgi.' Skorið var í lægri kantinum en þó náði hópurinn Latur 10 réttum senr var hæsta skorið þessa vikuna. United feðgar og Le og Li náðu 9 réttum en annars voru flestir hópanna með 6, 7 og 8 rétta. Þó ber að geta slaks árangurs hópsins Hellisey sem einungis náðu 4 réttum. Þennan hóp skipa þeir hand- boltafélagar og Arsenal menn, Sigurður Bragason og Ríkharð Guðmundsson. En þeim til vamar verður þess að geta að þeir kappar voru staddir á Spáni í æfingaferð með handboltaliði IBV og höfðu því líklega ekki mikinn tíma til að líta yfir seðilinn. Hér koma svo efstu hópar hvers riðils : A-riðiIl: United feðgar 18 stig, Pörupiltar, Horft heim til Eyja og Halli Ari með 17 stíg B-riðilI: Latur 19 stig, Kári yfirbryti og STAR 17 stíg. C-riðill: Eis 19 stíg og Mánabar og ÞYS með 17 D-riðill: Le og Li með 18 og Mortens bræður með 17. Hópurinn, sem sigraði í haust- leik ÍBV getrauna, Háramir, kemst ekki á blað yfir efstu hópa. Þeir feðgar Bjöm Elíasson og Elías Bjömsson em neðstir í C-riðli með einungis 15 stig. En við hvetjum alla tippara til að kíkja við á Mánabar á laugardags- morgnum milli 11 og 14 og fá sér kaffi og spjalla um fótbolta. Einnig er hægt að tippa á fimmtudags- og föstudagskvöldum og svo þegar leikir em. Fótboltakveðja IBV-getraunir þeirra bestu í landinu. „Utnefning hans sem kylfmgur ársins síðastliðin þrjú ár sýnir best stöðu hans innan Golf- klúbbsins. Júlíus náði frábæmm árangri síðastliðið sumar á Islands- mótinu í höggleik sem fram fór á Hellu þar sem hann endaði í öðm sæti eftir æsispennandi keppni. Júlíus varð einnig Vestmannaeyjameistari og hefur auk þess að keppa í grein sinni, sinnt kennslu hjá golfklúbbnum. Hann er góð fyrirmynd yngri kylfmga og hlýtur því nafnbótina þriðja árið í röð.“ VÍV-Vélhjólaklúbbur Sigurður Bjarni Richardsson er vélhjólaökumaður ársins 2002. í umsögn um Sigurð kom m.a. fram að Sigurður hefði meiðst á tímabilinu en samt orðið íslandsmeistari. „Siggi Þrátt fyrir að nú sé vetur í garð genginn stoppar það ekki golfara að sinna íþrótt sinni.Þegar hafa verið haldin þrjú mót í vetur þar sem spilað hefur verið á sumarflötum, Aðventumótið, Flugeldamótið á gamlaársdag og svo Þrettándamótið þar sem Sigurgeir Jónsson sigraði með 22 punkta, Sveinn Magnússon varð annar með 21 punkt og Atli Elíasson þriðji, einnig með 21 punkt. Á laugardag verður haldið níu holu gosafmælismót sem hefst klukkan 11. Nokkur mót eru fyrirhuguð á vell- inum í vetur, 22. febrúar verður þorraþrælsmót, Góumót 22. mars, 19. apríl verður páskamót og svo er íyrsta opna mót ársins, Coca - Cola mótið fyrirhugað 26. apríl. Verið er að leggja lokahönd á mótaskrá ársins og verður hún sett inn á heimasíðu klúbbsins innan skamms. Einnig er að fara af keppti í þremur af fjórum keppnum í sumar, sleppti einni vegna meiðsla en náði m.a. fjórða sætinu hér í Eyjum þar sem 38 keppendur kepptu. Heildarstigafjöldi Sigga eftir sumarið var 47 stig sem færði honum ellefta sætið yfir sunrarið. Hann keppti hins vegar fyrir verksmiðjulið KTM mótorhjóla og varð Islandsmeistari í liðakeppni með þeim,“ sagði Siguijón Eðvarðsson formaður klúbbsins. ÍV-Körfubolti Síðast en ekki síst var það IV sem tilkynnti hver var íþróttamaður ársins hjá þeim en þar var það Kristinn Þór Jóhannesson sem var valinn körfuknattleiksmaður ársins. Amsteinn ????????son las upp forsendur fyrir valinu. „Kristinn er 25 ára gamall, byijaði að æfa körfubolta stað námskeið í íþróttahúsinu fyrir byrjendur og nýliða. Ragnar Guðmundsson, Raggi rakari, mun sjá um þá kennslu. Verða þeir á sunnudagsmorgnum, klukkan 10, 10.45 og 11.30. Unglingatímar verða í umsjón Karls Haraldssonar á sunnudögum frá 12.30 - 13.30. Karl mun einnig sjá um æfingatíma bama frá 13.30 - 14.30. John Gamer golf- kennari mun koma mánaðarlega til Eyja í vetur og vera með einkatíma í golfherminum á laugardögum. Fyrsta heimsókn hans verður í lok janúar og er fyrirhugað að hann verði með fyrirlestur föstudagskvöldið 31. janúar. Einnig verða almennir æfinga- tímar innanhús á sunnudögum í vetur. Nánari upplýsingar í golfskálanum. Framkvæmdastjóri Golfklúbbsins verður í 30% starfi í vetur og er skrifstofan opin alla virka daga milli hjá Tý árið 1991 og kom inn í lið ÍV 1996 aðeins 18 ára gamall. Hann hefur verið lengst hjá liðinu af þeim leikmönnum sem leika með liðinu í dag og er leikjahæsti maður félagsins frá upphafi. Kristinn, sem á síðasta tímabili var ekki í náðinni hjá þáverandi þjálfara, hefur minnt rækilega á sig í vetur og er á meðal stigahæstu leikmanna á Islandi, séu allar deildir skoðaðar. Slíkur baráttuandi lýsir honum vel og mega margir taka þetta til fyrir- myndar." Gísli Valtýsson heiðraður fyrir vel unnin störf Það hefur skapast hefð hjá ÍBV að verðlauna hverju sinni þann sem skarað hefur fram úr við störf fyrir íþróttir í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni ákvað Héraðssambandið að veita Gísla Valtýssyni viðurkenningu. Þór raktí feril Gísla hjá íþróttahreyfingunni í Eyjum og þar kom m.a. fram að Gísli hefði byrjað ungur að starfa hjá félaginu. „Gísli Valtýsson á langan og farsælan feril innan íþróttahreyf- ingarinnar í Vestmannaeyjum. Hann byrjaði ungur að iðka knattspyrnu með íþróttafélaginu Þór og lék með því félagi og IBV. Hann byrjaði ungur að hafa afskipti af félagsmálum og settist í stjóm íþróttafélagsins Þórs árið 1964, aðeins 18 ára gamall og gegndi öllum störfum í stjóm, nema formennsku. Hann hefur komið nálægt alls kyns stjómarstörfum í íþróttahreyfingunni allar götur síðan eða í tæp 40 ár. Hann sat í þjóðhátíðamefnd í áraraðir og var einn af burðarásum við undirbúning hennar. Gísli settist í stjóm ÍBV- héraðssambands árið 1990 sem gjaldkeri og hefur starfað þar sem slíkur síðan. Hann hefur frá stofnun IBV-íþróttafélags, ásamt fleirum, séð um frágang og umsjón með þjóðhá- tíðarinnheimtu af stakri prúðmennsku og ósérhlífni. Þá hefur hann verið félagslegur endurskoðandi ÍBV- íþróttafélags frá stofnun þess. Gísli Valtýsson hefur verið ötull, ráðagóður félagi og það er íþróttahreyfingunni í Vestmannaeyjum ómetanlegt að eiga félaga eins og Gísla, sem ávallt er tilbúinn að leggja hönd á plóg í alls kyns málum er varða framgang íþróttanna í Eyjum,“ sagði Þór. 14og 16. Morgunkaffi er á þriðjudagsmorgn- um en þá hittast golfarar og gestir í léttu spjalli inni í skála í léttu spjalli. Golfhermirinn er að sjálfsögðu opinn og kostar klukkutíminn 1.500 krónur. Eins er boðið upp á fimm klukku- stunda kort á 6.500 krónur og tíu klukkustunda kort á tíu þúsund krónur. Eins er fyrirhugað að halda golfhermismót frá 1. febrúar til 20 apríl. Verða fjórir vellir spilaðir og þrír bestu hringimir telja. Verð á hvem völl er eitt þúsund krónur. Tímapantanir í golfherminn em í símum 481-2363 og 848-2362 til klukkan 19alladaga. Fréttatilkynning. Golf ♦♦ Oflust vetrarstarf ^lréttír Unglingaflokkur tapaði heima Á laugardaginn fór fram uppgjör milli toppliðanna í A-riðli í Islands- mótinu í handknattleik j Ung- lingaflokki en þá mættust ÍBV og Fram 2 hér í Eyjum. ÍBV hefur gengið vel það sem af er vetri og hafði fýrir leikinn ekki tapað leik en það átti eftir að breytast. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá liðinu að undanfömu, Aníta Yr Eyþórsdóttir og Björg Ólöf Helga- dóttir em að stíga upp úr meiðslum en María Guðjónsdóttír meiddist og mun ekki spila meira með í vetur og munar um minna. Leikurinn fór illa af stað fyrir ÍBV og var staðan í hálfleik 8-12 fyrir Fram 2. Munurinn jókst svo upp í sjö mörk en stelpumar klór- uðu í bakkann undir lokin og lokatölur leiksins urðu 18-20. Mörk ÍBV: Aníta Ýr Eyþórsdóttir var með 6, Þórsteina Sigur- bjömsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 3, Sæunn Magnúsdóttir 2, Hildur Dögg Jónsdóttir, Björg Ólöf Helgadóttir 1. Góð æfingaferð Karlalið ÍBV var í síðustu viku í æfingarferð en liðið dvaldi á Kanaríeyjum í vikutíma. Liðið lék þrjá leiki, fyrst var leikið gegn spænsku 2. deildarliði en eins og allir vita tilheyra Kanaríeyjar Spáni og þar em nokkur handboltalið sem takaþáttíSpánarmótinu. ÍBV vann fyrsta leikinn nokkuð örugglega 35 - 19 en næsti leikur, gegn 1. deildarliði tapaðist naumlega. Þriðji og síðasti leikurinn var svo gegn úrvalsdeildarliði eyjanna, Galdar, en það er um miðja spænsku deild og er að sjálfsögðu eingöngu skipað atvinnumönnum. ÍBV náði að sýna ágæta takta gegn atvinnumönnunum en í þeirra her- búðum eru m.a. norskur, danskur og júgóslavneskur landsliðsmenn. Lokatölur í þessum leik urðu 31 -27 Spánveijunum í vil. Þriðji flokkur áfram Riðill þriðja flokks kvenna í íslandsmótinu í innanhússknatt- spyrnu fór fram hér í Eyjum um helgina. Hingað komu fjögur lið ofan af landi. IBV vann þijá leiki og gerði eitt jafntefli og komst þar með í úrslit íslandsmótsins sem verður sjðar. Úrslit hjá ÍBV voru annars þessi: ÍBV-Ægir 3-0, ÍBV-Hamar 6-0, ÍBV-Selfoss 0-0, ÍBV-Þróttur Vogum 8-0. Framundan Föstudagur 24. janúar Kl. 20.00 ÍBV-Víkingur Essodeild kvenna. Kl. 20.00 Valur-ÍBV 2. fl. karla. Laugardagur 25. janúar Kl. 14.00 Víkingur-ÍBV 2. fl. karla. Kl. 16.30 ÍV-UMFH Karfan. Sunnudagur 26. janúar Kl. 14.00 Haukar-ÍBV Essodeild kvenna. Kl. 13.30 FH-ÍBV 2. fl. karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.