Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. janúar 2003 Fréttir 15 Klara Tryggvadótfir sá gosið fyrir: Sá eldtungu eins og á gosnóttina - og bað pabba að keyra ekki að Tobbatúni enda var ég brjáluð úr hreeðslu. Afi var rólegur að vanda og sagði „Láttu ekki svona stelpa, það gaus hér fyrir mörg þúsund árum - Þannig lýsir hún bíltúr fjölskyldunnar liðlega sólarhring áður en sprungan opnaðist Klara Tiyggvadóttir var 11 ára þegar eldgosið hófst á Heimaeyl973. Hana hafði dreymt fyrir jarðeldum löngu áður en þeir hófust og var mjög áhyggjufull þó svo hún væri viss um að enginn myndi farast. Hún segir að draum- arnir hafi markað æsku hennar enda fáir sýnt þessu skilning. Fjölskyldan bjó að Grænuhlíð 3, en eins og kunnugt er fóru húsin þar undir hraun í gosinu. Sömu sögu má segja um Austurveg, Bakkastíg Urðaveg, Landa- götu og fleiri götur. Kirkjubæir og túnin sem tilheyrðu þeim voru austan við þessar götur. Átti að hætta þessu rugli „Mér var sagt að þegja og hætta þessu rugli. því það hefði gosið hér fyrir mörg þúsund árum,“ segir Klara í viðtali við Fréttir. „Ég man ekki eftir Surtseyjargosinu enda var ég þriggja ára þegar það hófst. Mig dreymdi gos, flæðandi hraun og þetta var orðið mjög ýkt því klettamir voru famir að gjósa og fólk á hlaupum undan ham- fömnum. Ég vissi ekki alveg hvað þetta var en oftast gaus austur á Eyju, á Tobbatúninu. Ég þekkti Tobba, Þorbjöm Guðjónsson. en hann leyfði mér oft að koma með á gamla Land Rover jeppanum þegar hann var að keyra út mjólkina. Ég hef aldrei verið morgunmanneskja en maður lagði það á sig að vakna til að fara með honum því mér þótti mjög vænt um hann. Þegar búið var að dreifa mjólkur- flöskunum um bæinn fékk ég mjólk og heimabakkelsi hjá Helgu konu hans og Unni dóttur þeirra. Eg nefndi þessa drauma við Tobba og hann hughreysti mig og sagði að það yrði allt í lagi með sig.“ Sá eldstrókana rúmum sólar- hring áður en gosið hófst A sunnudögum fóm Tryggvi Sigurðs- son, faðir Klöm og tengdafaðir hans. Ólafur Vigfússon frá Gíslholti. í bíltúr um eyjuna. Oftast vom þær systur Klara og Kristný með í för. „Sunnu- daginn áður en gosið hófst fómm við upp á flugvöll og héldum síðan sem leið lá suður fyrir Helgafell og þá sá ég gosið. Ég sá eldtungu og eldstróka eins og sjálfa gosnóttina og bað pabba að keyra ekki að Tobbatúni enda var ég bijáluð úr hræðslu. Afi var rólegur að vanda og sagði „Láttu ekki svona stelpa, það gaus hér fyrir mörg þúsund árum.“ Pabbi keyrði auðvitað áfram en ég lagðist á gólfíð í bílnum og Kristný systir mín var líka farin að orga af hræðslu en hún var smákrakki þegar þetta var." Eftir þessa reynslu svaf Klara ekki neitt og það varð úr að Sigríður Ólafs- dóttir, móðir hennar, flutti sig um set og svaf í herbergi þeirra systra en Kristný svaf inni hjá Tryggva fóður sínum. „Ég bara beið því ég vissi að þetta myndi gerast. Aðfaranótt þriðju- dags lá ég á hnjánum úti í glugga en þaðan sá ég beint niður á Gíslholt og Heimaklett. Ég sá bjarmann af gos- inu á Kletúnum og skuggaafhestum. koma heim til okkar, það hlaut að vera eitthvað mikið í gangi fyrst hún kom. Að lokum vomm við eiginlega neydd til að fara. Við fórum með flugi um átta um morguninn en þá vom flest- allir bæjarbúar famir. Pabbi varð eftir en hann sá um að keyra vélamar í Isfélaginu og Fiskiðjunni sem héldu frystitækjunum gangandi.“ Aftur til Eyja í september Fjölskyldan flutti aftur til Eyja í september 1973 og var með þeim fyrstu sem komu aftur. Húsið þeirra á órænuhlíðinni fór undir hraun, það gerðist aðfaranótt 22. mars en stór hluti af húsum eyðilaagðist þá nótt. „Pabbi bjó þar eins lengi og hægt var en hann var í fríi uppi á landi þessa örlagaríku nótt. Ymislegt dót fór undir með húsinu meðal annars silfurborðbúnaður og fleira og sumt af því sem náðist út úr húsinu skemmd- ist. Við vorum sjálfsagt lokuð fyrir því að þetta gæti farið svona. Þegar við fluttum heim í september leigðum við að Hrauntúni 3. Við vomm með þeim fyrstu sem komu og það voru örfáir krakkar í skólanum. Þetta var eins og draugabær og göt- umar óhreinsaðar og hver man ekki eftir goslyktinni og reyknum af hrauninu. Það vom ekki margir bílar í umferð en stórar vinnuvélar og vörubílar vom mikið á ferðinni. Maður fylgdist spenntur með því hverjir flyttu heim aftur og vonaðist auðvitað eftir bekkjarfélögum og nágrönnum. Sumir komu auðvitað aldrei aftur. Við fluttum á Birkihlíð 11 um mánaðamótin nóvember desember en þá átti enginn heima í nágrenninu. Ég var ekki hrædd en man að ég þurfti að fylgja krökkum heim því það var allt svo draugalegt. engin götuljós." Ekki miðill Þegar Klara er spurð um það hvort hana dreymi oft fyrir atburðum eða sjái sýnir viðurkennir hún að svo sé. „Mig dreymir oft og ég upplifi ýmislegt en ég er enginn miðill. Ég er næm og fæ á tilfmninguna hvemig fólki líður áður en ég hitti það. Ég er ekki hrædd ef ég skynja eitthvað núna en böm upplifa þetta öðruvísi. Þeim finnst þau vera eitthvað skríún því fólk skilur þetta ekki. Strákinn minn hefur verið að dreyma gos. Ég reyni að sýna honum skilning og tala opinskátt um þetta. Það er svo skrýtið að ef fólk dreymir gos þá hefur það oft samband við mig og spyr hvort það geti verið raunveruleiki," segir Klara og hlær. „Ég man sérstaklega eftir konu sem var alltaf hrædd og spurði mig út í þetta. „Á ég að hafa tilbúna tösku, ég trúi alveg á þig, þú mátt alveg segja mérþetta," sagði hún. „Ég finn yfirleitt ekki fyrir því að fólk sé hrætt þó svo það ^blundi pínulítill skrekkur í sumum. Ég fmn meira fyrir því eftir jarðskjálftana 2002. Ég er hins vegar alveg viss um að það kemur gos, það er bara spuming hvenær. Það verður ekki hér á eyjunni en ég tel það verði við Suðurey eða norðan við okkur, nánar tiltekið milli lands og Eyja. Þá er kannski draumabrúin komin,“ segir Klara og brosir góðlátlega. gudbjorg @ eyjafrettir. is KLARA: Mamma var sofandi inni hjá mér. Þá hringdi síminn og ég svaraði. Það var Addý systir hans pabha að láta vita að Kirkjubæirnir loguðu. Mamma klæddi sig og fór út eftir að þær höfðu talað saman. Hún hitti Óla í Vatnsdal og þau komu sér saman um að vekja nágrennið. Mamma hljóp yfir túnin og lenti í því að hlaupa undan sprungunni en þá var hún líka léttari á fæti. Hún fór út á Austurveg og Bakkastíg og ræsti fólk þar. Mynd Sigfús Guðmundsson Sú mynd situr mjög sterkt í mér. Mamma var sofandi inni hjá mér. Þá hringdi síminn og ég svaraði. Það var Addý systir hans pabba að láta vita að Kirkjubæimir loguðu. Mamma klæddi sig og fór út eftir að þær höfðu talað saman. Hún hitti Óla í Vatnsdal og þau komu sér saman um að vekja nágrennið. Mamma hljóp yfír túnin og lenti í því að hlaupa undan spmngunni en þá var hún líka léttari á fæti. Hún fór út á Landagötu og ræsti fólk þar. sem þvf miður glötuðust. Hann fór með myndavélina niður í Isfélag þar sem hann vann og þar hvarf hún með fllmunni í. Það var í raun léttir fyrir mig að sjá gosið og ég var ekki hrædd lengur. Þetta var staðfesting á því sem ég vissi að myndi gerast. Draumamir gerðu það að verkum að ég var í raun bæld og innilokuð því það skildi þetta enginn. Ég hafði eftir allt saman rétt fyrir mér,“ sagði Klara. KLARA. Könnuðu aðstæður Pabbi ákvað að kanna aðstæður og tók okkur krakkana með því hann vildi leyfa okkur sjá verksummerki. Við vorum það nálægt að það komu glóandi steinar að okkur og ég man eftir sviðalykt. Við vomm í lopa- peysum og í minningunni finnst mér ég finna lykt af sviðnum lopa. Flestir bæjarbúar vom með það eitt í huga að koma sér í burtu af eyjunni en við vomm að skoða eldstöðvamar. Pabbi tók af okkur myndir þama um nóttina Sirrý hellti upp á kaffí Þessa nótt myndaðist svolítil miðstöð heima hjá þeim Tryggva og Sirrý á Grænuhlíðinni. Sirrý hellti á könnuna og gaf gestum og gangandi kaffi og með því. „Ég man að það komu margir við hjá okkur þar á meðal Ámi Johnsen sem þá var blaðamaður. Hann hringdi mörg símtöl hjá okkur og mamma og pabbi vom ekkert á leiðinni í burtu. Það varalltafveriðað hvetja okkur til drífa okkur. Mér fannst merkilegt að löggan skyldi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.