Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 23. janúar 2003
Birgir Sigurjónssonjögreglumaður var ó vakt gosnóttina:
Sprungan opnaðist
eins og rennilás
BIRGIR var sendur á staðinn og lýsir því þannig að þegar þangað
var komið hafi hann hreinlega horft á sprunguna opnast.
Þeir Birgir Sigurjónsson ó Sól-
heimum, Olafur Sigurðsson
fró Stapa og Valgeir Guð-
mundsson lögreglumenn
voru ó vakt aðfaranótt 23.
janúar 1973. Lögreglustöðin
stóð þó við Hilmisgötu. Birgir
byrjaði í lögreglunni í des-
ember mónuði 1965 og var
því orðinn nokkuð reyndur
lögregluþjónn þegar gosið
byrjaði.
Horfði á sprunguna opnast
Birgir sagði í viðtali við Fréttir að þeir
hafi t'engið nokkrar hringingar um
nóttina þar sem var spurt hvort þeir
hefðu orðið varir við jarðskjálfta.
„Við vorum mikið á ferðinni þannig
að við urðum ekkert varir við þetta en
síðan var okkur tilkynnt að kviknað
hafí í húsi austan við Kirkjubæ.“
Birgir var sendur á staðinn og lýsir því
þannig að þegar þangað var komið
hafi hann hreinlega horft á spmnguna
opnast.
„Þetta var eins og rennilás haii verið
rennt niður. Eg var einn í bílnum og
lét strax vita niður á stöð og fóru þeir í
það að ræsa út slökkviliðið og þá
lögregluþjóna sem vom á frívakt.“
Birgir sagði næsta skref hjá sér að fara
í húsin við Kirkjubæ og athuga hvort
það væm ekki allir vaknaðir.
„Það voru allir komnir á fætur og
menn vom byrjaðir að reka beljumar
af stað þegar ég kom þar að. Ég fór þá
aftur niður á stöð, tók Harald Har-
aldsson lögregluþjón með mér en
hann er nú lögregluþjónn í Kópavogi.
Við fórum aftur upp eftir og fylgd-
umst með um nokkra stund hvemig
þetta þróaðist.“
Því næst lá leiðin upp á flugvöll til
þess að hjálpa sjúklingum sem höfðu
verið fluttir af Sjúkrahúsinu upp í
flugvél. „Það tók einhvem tíma og
þegar við komum aftur niður á stöð
vom nánast allir bæjarbúar komnir
niður á bryggju og nokkrir bátar lagðir
af stað til lands. Það vom þó nokkrir
sem vom síðbúnir og tók lengri tíma
að koma sér niður á bryggju."
Strax hafist handa um
björgun
Á meðan bæjarbúar kepptust við að
koma sér um borð í báta var hafist
handa við að reyna að bjarga
búslóðum þeirra húsa sem næst voru
upptökum eldgossins. „Ég var settur á
vömbíl sem hafði lfklega verið náð í
niður á bryggju og fór ég á honum
austur á Kirkjubæi. Þar reyndi ég að
bjarga einhverju úr húsum Péturs á
Kirkjubæ og hjá Ingólfi Guðjónssyni
sem átti þarna nýtt hús. Ég fór líklega
þrjár til fjórar ferðir þarna upp eftir en
svo var ég settur í að bjarga búfénaði.“
Birgir vissi vel hvar það var að
finna enda í búskap sjálfur. „Fénu var
smalað saman og það flutt, fyrst bæði
upp á Bakka og til Keflavíkur. Seinna
fór það svo upp í Gunnarsholt."
Björgunaraðgerðir héldu áfram og
var unnið sleitulaust næstu daga og
fengu björgunarmenn fjögurra
klukkustunda hvfld á sólahring. „Það
var nú ekki alltaf hægt að leggja sig
enda hávaðinn mikill frá gosinu.
Búslóðir og annað var allt flutt í
Bamaskólann."
Upplýsingamiðstöð á
rakarastofunni
Almannavamanefnd fundaði kvölds
og morgna þar sem farið var yfir það
sem gert hafði verið og það sem átti að
gera. Að sögn Birgis var á þriðja eða
fjórða degi stofnuð upplýsingamið-
stöð í gömlu rakarastofunni að
Vestmannabraut 31, á hominu neðan
við lögreglustöðina. „Þar var Einar
rakari með aðsetur. Upplýsinga-
miðstöðin var sett á laggirnar til að
létta undir með lögreglunni enda
mikið hringt til okkar til að fá fréttir af
framvindu mála. Við áttum að vera
með nýjustu upplýsingamar og gátum
miðlað þeim upp á land.“
Birgir var þar ásamt Kjartani Guð-
mundssyni og sagði hann mikið hafa
verið að gera fyrstu dagana, að veita
almenningi og fjölmiðlum upplýs-
ingar um gang mála og var þó ekki
það eina sem var á þeirra könnu í
upplýsingamiðstöðinni. „Ég fékk
lykla að öllum matvömbúðum bæjar-
ins og var í því að útdeila matvöm.
Það vom náttúmlega engir peningar í
gangi héma og því var allt skrifað. í
Mjólkurbúðinni, þar sem fékkst ostur,
kex og fleira var skrifað niður hver
fékk hvað. Það er eina búðin sem ég
hef fengið upplýsingar um hvemig
niðurstaðan var. Það skeikaði 57
krónunt þegar upp var staðið."
Birgir, sem á þessum ámm bjó með
móður sinni, sagðist ekkert hafa frétt
af afdrifum hennar eða bróður síns
fyrsta kastið eftir gosið. „Ég vissi í
sjálfu sér ekki annað en að þau fóm
um borð í skip sem var á leið til
Þorlákshafnar. Ég náði að hringja í
systur mína sem bjó í Hafnarfirði
seinna um nóttina til að láta hana vita
að þau væm á leiðinni.“
Var í Eyjum allan tímann
Það liðu íjórtán dagar þar til Birgir fór
upp á land. „Ég stoppaði þar í tvo daga
og svo kom ég aftur og var aðra
íjórtán daga. Eftir það komst meiri
regla á þetta.“ Birgir var í Eyjurn allan
tímann á meðan gosið stóð yfir og
vann við björgunarstörf. Þó urðu
ferðimar upp á land fleiri og lengri
þegar á leið og um hægðist en Birgir
kom alltaf aftur og vann, eins og svo
margir aðrir, mikið verk þessa fyrstu
mánuði eftir gos.
Friðbjörn Valiýsson sér draum sinn rætast í kvöld:
Þegar Heimaklettur verður lýstur upp
Fáir þekkja fjöllin í Vestmanna-
eyjum betur en Friðbjörn
Valtýsson sem rekur Straum,
þvottahús og efnalaug. Hann er
fæddur og uppalinn í Eyjum og
hefur í nokkur ár notað Ijallafcrðir
sem líkamsrækt um leið og hann
drekkur í sig áhrif frá stórbrotinni
náttúru Eyjanna. Þessi áhugi
kvcikti hjá honum hugmynd um
að lýsa upp Heimaklett. Hann lét
ekki sitja við orðin tóm, fékk ýmsa
aðila í lið með sér og í kvöld sér
hann þenna draum sinn verða að
veruleika þegar kveikt verða ljós
scm lýsa Klcttinn upp ofan við
Lönguna sem snýr að bænum.
„Það eru nokkur ár síðan ég fór
að stunda ijallgöngur mér til
dægrastyttingar og um leið sem
líkamsrækt. Eg hef séð eldri menn
gera þetta af miklum krafti og eru
Gjábakkabræður eins konar
fyrirmynd mín í þessum efnum,“
segir Friðbjörn við Fréttir. „Þeir
arka Eyjuna þvera og cndilanga og
upp um öll fjöll. Þetta er citthvað
sem mér finnst flott.“
Heimaklettur er í sérstöku uppá-
haldi hjá Friðbirni. „Þegar rnaður
stendur á toppi Heimakletts fyllist
maður stolti og gleði og þessu fylgir
mikil lífsfylling sem ég vildi ekki
vera án. Þetta geri ég sumar, vetur,
' vor og haust. Maður tekur sprett-
inn upp og fer svo rólega niður.
Núna er ekki mikið líf í Klettinum,
nokkrar rollur og einstaka hrafnar
en á sumrin iðar hann af Iífi.“
Þegar Friðbjörn er spurður út í
hugmyndina að lýsa upp Heima-
klett segir hann að hún hafi lengi
brotist í honum. „Það var svo fyrir
ári aðýg ákvað að konia þessu af
stað. Ég skrifaði Bæjarveitum bréf
þar sem ég viðraði þessa hugmynd.
Allir sem haft var samband við
tóku henni vel og í kvöld verður
þetta að veruleika. Málið fór fyrir
allar nefndir bæjarins og endaði
hjá Hitaveitu Suðurnesja, sem tók
við af Bæjarveitum, Vcstmanna-
eyjahöfn og Vestmannaeyjabæ. Nú
er búnaðurinn kominn upp og á
aðeins eftir að fínstilla ljósin.“
Lýsa á upp Löngusvæðið, úr
Löngunni, af Vatnsbryggjunni og
Hörgeyrargarðinum næst
Klettinum. „Ljósin verða tendruð í
kvöld seni hluti af athöfn þar sem
þess er minnst að 30 ár eru frá
upphafi gossins í dag.“
Friðbjörn tók að sér að safna
frjálsum framlögum til verkefn-
isins upp á eina milljón króna og er
það í höln. „Ég hafði samband við
fyrirtæki í Eyjum og uppi á landi
og var alls staðar vel tekið. Fyrir
þetta er ég þakklátur. Þorleifur
Hjálmarsson hjá Rafteikningu
hannaði Ijósin og svo má ekki
gleyma Friðriki Friðrikssyni,
veitustjóra, því án hans hefði þetta
aldrei orðið að veruleika,“ sagði
Friðbjörn að lokum.
ÞEIR eru ekki margir sem þekkja Heimaklett betur en Friðbjörn eftir ótal ferðir þangað upp.