Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. janúar 2003 Fréttir 13 Gunnar Örlygsson skrifar: Aðskiljum veiðar og vinnslu -og skyldum strandveiðiflotann til löndunar alls afla til íslenskra ferskfiskmarkaða Þeir bæði ljúga og stela. Til allrar lukku og guðs lofaðrar mildi er fólk farið að átta sig á þessu mesta óréttlæti Islandssögunnar. Þetta rotna kerfi styður Sjálfstæðisflokkurinn. Einnig Framsóknarflokkurinn. Hér á eftir er ekki um kynningu á sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins að ræða. Eingöngu eru rök færð fyrir einum málaflokki innan nýs fiskveiðistjórnunarkerfis sem flokkurinn mun kynna á nýju ári. Það eru vik- ur og mán- uðir síðan ég talaði við mann sem styður kvótakerfið. Þessi stað- hæfing er að sjálfsögðu að undan- skildum fundum mínum við kvótaeigendur. Þegar ég spyr þá út í kerfið er helst til svarað að mikil hagræðing hafi átt sér stað innan greinarinnar. Málefhalegt fólk veit allt um hvaða hagræðingu er vitnað til í tilsvörum sægreifanna. Ríkisstjóm íslands og sægreifamir sjálfir ( LÍÚ ) hafa sýknt og heilagt reynt að heilaþvo almenning með því að fullyrða svo að hagræðing kvóta- greifanna sé einnig hagræðing fyrir okkur, fólkið í landinu. Enn eitt boðorðið er brotið - þeir ljúga. Hvernig má það að vera að stuldur þessara manna á sameign þjóðarinnar með dreifingu til örfárra útvaldra sé hagræðing fyrir okkur? Er það hag- ræðing fyrir okkur að tugir milljarða leki út úr íslensku hagkerfi í sukk og svínarí á hveiju ári? Þeir bæði ljúga og stela. Til allrar lukku og guðs lofaðrar mildi er fólk farið að átta sig á þessu mesta óréttlæti fslandssögunnar. Þetta rotna kerfi styður Sjálfstæðisflokkurinn. Einnig Framsóknarflokkurinn. Hér á eftir er ekki um kynningu á sjávarútvegsstefnu Fijálslynda flokks- ins að ræða. Eingöngu eru rök færð fyrireinum málaflokki innan nýs fisk- veiðistjómunarkerfis sem flokkurinn mun kynna á nýju ári. Frjálslyndi flokkurinn vill m.a. aðskilja veiðar og vinnslu; Af hveiju? a) Til að tryggja réttlát kjör sjómanna. Útgerðin getur ekki samið við vinnsl- una um verð á hráefni og gert upp við sjómanninn með þeim hætti eins og er í dag. Heldur fá sjómenn til skiptanna frá því markaðsverði og magni sem um ræðir í hvert skipti fyrir sig. Þetta tryggir jöfnuð á grundvelli kjara meðal sjómanna. í núverandi kerfi fækkar sjómannsstörfum til hag- ræðingar fýrir stórar fyrirtækjablokkir. Eftir standa góðir sjómenn sem ekki hafa í góð störf að venda. Nú þegar ber Sjómannaskóli íslands þess merki með örfáum nemendum. b) Fiskvinnslufyrirtækjum án útgerðar er gert jafn hátt undir höfði með aðskilnaði veiða og vinnslu. Akveðin sérhæfmg verður atvinnugreininni til framdráttai'. Hvatinn og drifkrafiturinn í heilbrigðri samkeppni mun leiða til enn frekari vömþróunar og enn frekari sigra í markaðsmálum. Fiskvinnslufyrirtæki sem verða ofan á í þessari baráttu og skila þokka- legum hagnaði geta þakkað bæði góðri framleiðslustjómun og innri hagræðingu í umhverfi þar sem fólk hefur valið um að starfa í greininni eður ei. Þeir sem ekki hafa áhugann hasla sér völl á öðmm sviðum. Umfram allt er um kerfi að ræða sem hyglir jöfnum tækifæmm og réttlátri samkeppni. Kerfi sem bíður ungan manninn velkomin/n í greinina. Það er ekki rétt að skylda okkar fólk bæði í Sjómannaskólann og Fiskvinnsluskól- ann hafi það áhuga á að taka þátt í sjálfstæðum atvinnurekstri, t.a.m. eingöngu fiskvinnslu. Fiskvinnsluskólinn starfar ekki lengur, hann var lagður niður. Að útiloka nýliðun í grein sem aflar 65% útflutningstekna þjóðarinnar er, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki hagræð- ing. Hleypum ungu fólki að í vinnsluna með því að setja allan fisk á markað. Ekki bara útgerðarmönnum sem hafa áhuga á fiskvinnslu. c) Útgerðarmaður sem hefur einnig áhuga á að starfa við framleiðslu getur gert það ef vilji er fyrir hendi. Hann, engu að síður, verður að kaupa fiskinn á markaði í heilbrigðri samkeppni við önnur fyrirtæki. Uppsetning sóknarkerfisins þar sem uppboð fer fram á ákveðnum dögum tryggir góða meðferð aflans og úti- lokar brottkast. Fiskvinnslumenn þekkja báta í sundur enda eru nöfn báta tekin fram þegar uppboð á sér stað á lönduðu hráefni. Þannig geta menn keppt um fiskinn sinn og annarra. Ef illa viðrar í þínu plássi getur þú keypt fiskinn annars staðar frá svo lengi sem þú stenst heilbrigða samkeppni. í dag erum við Islendingar vanir því að sama fólkið eigi alla skapaða hluti. Hér á Islandi er lokaður viðskipta- hringur í sjávarútvegi. Rætur þessa er að rekja til kvótakerfisins og eignar- hlutar sömu fyrirtækjanna í vinnslunni og á veiðunum. Það er höfuðatriði að allur fiskur fari á markað. Þannig verður greinin sýnileg öllum Islend- ingum. Greinin verður sýnileg embættis- mönnum þjóðarinnar en sumir hveijir munu bera þá miklu ábyrgð að stýra sókninni, fiskistofnunum til vemdar. d) Einföldun og skilvirkni á greiðslum útgerðarinnar (fyrir sóknardagana) til ríkis og sveitarfélaga er hyglt með því að setja allan fisk á markað. Afreikn- ingar fiskmarkaðanna munu bera heildarverðmæti á lönduðu hráefni í hvert skipti fyrir sig ásamt frádrætti þess markaðsverðs sem var á sóknar- degi í hvert skipti fyrir sig. Með þvf að láta útgerðina taka afla beint inn í hús flækist til muna sú skilvirkni sem verður að vera á greiðslum fyrir sókn- ina, almennt eftirlit með sókn og veiddu magni daprast til muna. Lokaorð Með því að aðskilja veiðar og vinnslu og færa allan fisk til uppboða á fisk- mörkuðum gerum við ungu fólki kleift að komast inn í iðnaðinn án misréttís. Fijálslyndi flokkurinn hygl- ir réttlætinu en vill engu að síður drifkraftinn sem fylgir uppboðskerf- inu. Störfum hefur fækkað við okkar stóra iðnað. Störfin hafa verið flutt um borð í frystiskipin. Sannað er að afurðaverð frysti- skipanna stenst ekki þau háu verð sem um ræðir á ferskfiskmörkuðum Evrópu og í Bandaríkjunum, svo ekki sé talað um spennandi saltfiskmarkaði í Portúgal, Spáni, Grikklandi og á Italíu. Því spyrjum við okkur hvað hafi gerst? Svarið er ömurleg pólitík stjómar- flokkana. Sægreifamir seni eiga frystiskipin stjóma ríkisstjóm Islands. Þeir sem stjóma þessu kerfi hafa lystilega reynt að slá ryki í augu almennings svo ámm skiptir. Nú er svo komið að blindur maðurinn heyrir í þeirri angist sem fiskveiðistjórn- unarkerfið hefur kallað yfir okkur. Frjálslyndi flokkurinn er eini stjóm- málaflokkur landsins sem ekki geymir kvótagreifa innanborðs. Þau 4,2% landsmanna, sem kusu flokkinn síðast, munu kjósa flokkinn aftur. Við ætlum okkur að ná 3-4% til viðbótar. Það er mín spá að Frjálslyndi flokkurinn muni verða í oddastöðu við myndun nýrrar ríkisstjómar í vor. Ég treysti engum flokk betur með stjóm sjávarútvegsmála en Fijálslynda flokknum. Við höfum innan okkar raða fiskifræðinga, skipstjóra, fisk- verkunarfólk, sjómenn, fiskútflytj- endur, viðskiptafræðinga, lögfræðinga og svo má lengi telja. Umfram allt er um að ræða hugsjónafólk sem vill jöfn tækifæri, réttlæti og útrýmingu spill- ingar í okkar landi. Það vantar fólk með þekkingu á sjávarútvegi á þing. Frjálslyndi flokkurinn er orðinn stjómmálaafl sem vert er að styðja. Kjósum X-F í vor. Þakka þeim sem lásu. Gunnar Óm Örlygsson stuðningsmaður Frjálslynda flokksins Jón Hauksson skrifar: Kárahnjúkar hafa áhrif á Vestmannaeyjar En í staðinn er nýr Herjólfur ekki inni á 12 ára samgönguáætlun núverandi ríkisstjómar og Suðurstrandarvegur blásinn af, en sú vegagerð hefði tví- mælalaust eflt Vestmannaeyjar og komið þeim enn frekar inn á kortið sem fýsilegum viðkomustað ferðamanna á leið um Suðurland, en Suðurstrandarvegur opnar einmitt fyrir þann möguleika að erlendir ferðamenn þurfi ekki fjara til RpwVinwíknr ÉtfMwia í síðasta tölublaði Frétta skrifar ritstjórinn grein undir heitinu „Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar á ekki mikið inni hjá Vestmanna- eyingum." Margt er gott í grein þessari og m.a. víkur ritstjórinn að fáránleika sumra þeirra aðgerða, sem stjómvöld hafa nú uppi til að setja plástur á þá meinsemd sem kvótakerfið hefur valdið í sjávar- byggðum hringinn í kringum landið. Er þá oft verið að fóma stærri hags- munum fyrir minni og nefnir rit- stjórinn kvótapottinn og dregur fram þá staðreynd, að þar hafa 180 tonn verið tekin af Vestmannaeyingum til þess að úthluta síðan í gustukaskyni 40 tonnum til baka og hefur nýbökuð framsóknarmanneskja lýst yfir mikilli ánægju sinni með afrekið, enda gjörð- in öll í anda þess sérhagsmunaflokks. En það var annað sem vakti athygli mína í þessari grein ritstjórans, því þar er að finna þá fullyrðingu að virkjanir og álver skipti Eyjamenn engu, en þessi fullyrðing er að mínu mati ekki nægilega vel ígrunduð, því Kára- hnjúkavirkjun hefur mikil áhrif á Vestmannaeyinga, sem munu tapa verulega á þessari tilraun stjómvalda til að reyna að bæta fyrir misheppnað kvótakerfi og áratugar vanrækslu við atvinnuuppbyggingu á landsbyggð- inni. Fullvíst má telja að þessi ákvörðun, að binda mestallt framkvæmdafé þjóðarinnar í eitt verk, verði til þess að smíði nýs Heijólfs tefst um mörg ár og göngum getum við gleymt næstu áratugina. Þámáfæraaðþvígildrök að þótt ekki hefði verið varið nema broti af þessu fé til eflingar smáiðn- aðar á Austurlandi og markvisst verið unnið að því að stórauka ferðamanna- straum til landsins og efla samgöngur á Austurlandi og víðar þá hefðu Vestmannaeyjar notið þar góðs af, því einn helsti vaxtarbroddurinn í atvinnu- lífinu hér hlýtur að byggjast á aukinni þjónustu við ferðamenn og þar leika bættar samgöngur eitt aðalhluverkið. En í staðinn er nýr Heijólfur ekki inni á 12 ára samgönguáætlun núverandi ríkisstjómar og Suðurstrandarvegur blásinn af, en sú vegagerð hefði tví- mælalaust eflt Vestmannaeyjar og komið þeim enn frekar inn á kortið sem fýsilegum viðkomustað ferða- manna á leið um Suðurland, en Suðurstrandarvegur opnar einmitt fyrir þann möguleika að erlendir ferðamenn þurfi ekki endilega að fara til Reykjavíkur og ferðast þaðan um landið. Þannig hefur Kárahnjúkavirkjun veruleg neikvæð áhrif hér í Eyjum auk þess sem vextir munu sennilega hækka og hefur það neikvæð áhrif á öll fyrirtæki og eykur skuldir heimilana - það tapa nefnilega allir á Kárahnjúkavirkjun og Vestmanna- eyingar sennilega mun meim en flestir aðrir. Jón Hauksson. Spurt er: Hver voru þín fyrstu viðbrögð gosnóttina? Ragnar Baldvinsson verkstjóri Pabbi slekkur í þessu Ég var vakinn al' brunasíma slökkviliðsins, fór upp í stofu og sá hvað var að ske, það var hrikaleg sjón sem við blasti út um stofu- gluggann. Við fórum og vöktum krakkana og þegar dóttir mín kom upp í stofu og við vorum að tala um hvað væri að gerast sagði hún: „Þetta er allt í lagi. pabbi slekkur bara í þessu." Stefán Jónasson verkstjóri Fengum okkur kafti -Við byrjuðum nú á því að fá okkur kaffi, ég og pabbi. Við fórum svo út á Skans og kíktum á þetta. Okkur fannst nú engin ástæða lil að fara strax. Svo kom lögreglan og sagði að allir þyrftu að fara, ætli klukkan hafi ekki verið um sex þegar það var. Fórum svo með bátnum Fíili. Ég hef aldrei verið eins sjóveikur á ævinni. Lá í nótakassanum frá bryggju alla leið í Þorlákshöfn. Guðni Sigurðsson skrifstofum. Fór aftur að sofa -Ég vaknaði rélt rúmlega tvö við einhver læti niðri. Ég lór niður og mamma sagði mér að fara upp al'tur að sofa. Síðan var ég vakinn al'lur og við fórum með Isleifi í land. Reyndar héldum við að það ætti bara að fara inn fyrir Eiði og bíða þar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.