Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 23. janúar 2003 UNG og ástafangin á fyrsta slúttinu. Myndin er tekin á slútti í Hraðfrystistöðinni 196?. VERÖLD, sem var. Málverk af Kirkjubæjunum sem hangir uppi í stofunni. ekkert að sök því tekjumöguleikarnir voru margir,*' segir Runi og Marý bætir við. „Þá var heldur ekkert kvóta- kjaftæði og frábært að búa í Vest- mannaeyjum. Síðan hefur margt breyst," segir Marý og nú berst talið að ferðalögum Eyjamanna á þessum tíma. „Þá fórum við einu sinni til tvisvar upp á land og sumarfríin voru ekki löng. Við skutumst kannski í viku eða tíu daga með fjölskylduna upp á land. Þetta hefur breyst mikið, nú eigum við tvær dætur í Hafnarfirði sem við heimsækjum reglulega. Við eigum bílskýli á Bakka og sumarbústað austur í Vík sem er gamli bærinn hennar ömmu sem við gerðum upp ásamt Sigga frænda. Við getum því í dag skotist upp á land með litlum fyrirvara ef því er að skipta,** segja þau. Engir fyrirboðar Marý og Runi sakna greinilega lífsins í Vestmannaeyjum eins og það var fyrir gos og samfélagsins á Kirkjubæ en sáu þau einhverja fyrirboða þess veturinn 1972 til I973 að eitthvað stórt væri í vændum. „Ég man ekki eftir nokkrum vísbendingum um að gos væri í vændum en ég man að það var mjög gotl veður um haustið. Sem dæmi um það get ég nefnt að í desember keypti ég Hempelsþak- málningu í Eyjabúð og málaði þakið. Ég man að fólk var að tala um hvað veðrið var gott og hvemig á því stæði án þess að setja það í samhengi við eitthvað sem átti eftir að gerast," segir Runi. Hann heldur áfram og segir að á þessum árum hafi hann haft fyrir sið ásamt nokkmm úr Hraðinu, Jónasi á Múla, Bigga Jóh. Gauja á Hóló og fleirum, að fara í bíltúr á morgnana út á Eyju ef ekki var mikið að gera og í kringum Helgafellið. „Þama lá gamall vegur sem við fómm alltaf en ég minnist þess ekki að þar hafi verið neitt óvenjulegt að sjá en vegurinn lá að hluta um svæðið þar sem gosið kom upp,“ segir Runi. Örlaganóttin 23. janúar 1973 Þegar þau em beðin um að rifja upp kvöldið þess 22. janúar var það að flestu leyti hefðbundið og ekkerl óvenjulegt virtist liggja í loftinu. „Ég fór í bíó um kvöldið með félögunum en ég man ekki hvaða mynd við sáum. Marý fann jarðskjálfta á meðan ég var í bíó en ég man eftir hvað veðrið var gott þetta kvöld. Það var stafalogn og mikill sjávarniður sem var eðlilegt eftir eins brjálað veður og var nóttina áður,“ segir Runi. „Ég var því ein heima þegar ég finn jarðskjálfta og dropaljós, sem við vomm með í loftinu, byrjuðu að hreyfast. Síðan ekki söguna meir fyrr en upp úr klukkan hálf tvö. Ég var þá nýbúin að gefa Sigfríð vatn og var varla sofnuð þegar ég heyri fyrstu dmnurnar," segir Marý. ,,/Etli klukkuna hafi ekki vantað 20 mínútur í tvö þegar byrja miklar dmn- ur og gnýr og rnikill þrýstingur mynd- aðist inni í húsinu, og við vöknum og ijúkum út í glugga,“ segir Runi. Fyrst opnaðist jörðin við Axlarstein sem var norðaustur af Helgafelli og giska Marý og Runi á að húsið þeirra hafi verið í 400 til 600 m fjarlægð frá upptökunum. Það var eins og bjart að degi inni í húsinu og þegar þau líta út sjá þau jörðina rifna austan við hús þeirra og gosstrókarnir koma upp einn af öðrum á sprungunni sem varð rúmlega tveggja km löng. „Fyrst var þetta eins og smárifa og fyrstu gusumar sem komu upp minntu á stór stjörnuljós. Þannig hélt spmngan áfram til norðurs og um leið stækkuðu strókarnir," segir Marý. „Við fómm strax út í bflinn og fómm heim til mömmu hennar og ömmu. Þá var engan að sjá á ferli. Það var frekar óhugnarlegt þegar við keyrðum á móti gjósandi spmngunni sem hélt áfram að rifna alla leið til sjávar og var þá 100 til 200 metra austan við Kirkjubæina. Við vöktum þær en stoppuðum stutt við því á meðan við emm þama er jörðin ennþá að rifna og sjáum við þegar Urða- vitinn hverfur í eldhafið,** segir Runi. Ættingjamir óttuðust um þau Þau bera ekki á móti því að bæði vom þau hrædd og lái þeim það hver sem vill. „Við vissum ekkert hvað átti eftir að gerast. Þegar mitt fólk, sem bjó allt vestar í bænum, vaknar er þeirra fyrsta verk að hringja í okkur. Enginn svaraði því við vorum farin út og þá var fyrsta hugsun þeirra; allur austur- bærinn er farinn. Það var því mikill léttir þegar við komum til þeirra heil á húfi,“ segir Runi. Oft hefur verið bent á að fyrst það þurfti að gjósa á annað borð hafi ekki verið hægt að velja heppilegri stað. Það var eins og spmngan hafi verið teiknuð inn á Heimaey þannig að hún ylli sem minnstu tjóni og til að koma í veg fyrir manntjón. Við ræðum þetta fram og aftur. „Það er í rauninni ótrúlegt að gosið skyldi kom upp á þessum stað. Það mátti ekki miklu muna en það gat líka komið upp hvar sem er og með ófyrirséðum afleið- ingum,“ segir Runi. „Ég vissi, að fyrst fólkið á Kirkju- bæjunum slapp að þá mundu allir sleppa,“ sagði Marý. Afram hélst veður gott og bærinn var smám saman að vakna til lífsins í bjarma eldgossins sem myndaði órofa vegg austan við byggðina. Lögregla og slökkvilið voru komin af stað með sírenur á fullu til að vekja þá sem gosið hafði ekki náð að gera rúmrusk. Æðruleysi Vestmannaeyinga er við- brugðið þegar þeir þurftu að hörfa undan gosinu. Bræla daginn áður gerði það að verkum að flotinn var í höfn sem gerði alla flutninga á fólki auðveldari og fljótlegri. „Það var rétt ákvörðun að fara, hvort sem það var fólkið sjálft sem tók þá ákvörðun eða hvort það var gert á einhverri skrif- stofu,“ segir Runi og Marý skýtur inn í; „Það var líka einhver smá lukka í þessu öllu saman, flotinn allur í höfn og veður gott.“ Húsið kvatt í síðasta sinn Eftir að hafa komið því til skila, að þau voru heil á húfi skutust þau heim í húsið sitt sem varð þeirra síðasta innlit á þetta heimili sitt. „Við fórum til að sækja hlífðarföt á stelpuna sem var það eina sem við höfðum rænu á að taka með okkur. Til dæmis var Runi nýbúinn að fá ríflega útborgun en hún var skilin eftir ásamt myndavél og fleiru. Húsið okkar var ekki lengra frá gossprungunni en það að við fundum vel fyrir hitanum. Norðurveggurinn, sem sneri ekki að gosinu, var t.d. orðinn það heitur að það var varla hægt að koma við hann. Þrýstingurinn var líka svo mikill þegar ég hljóp inn og náði í úlpuna. Þá vissi ég að við áttum ekki eftir að koma í þetta hús aftur,“ segirMarý. Runi segir að þessi tilfinning hafi komið seinna hjá sér. „Það var ekki fyrr en við vorum í Þrengslunum í strætó með dóttur okkar á milli okkar á leiðinni til Reykjavíkur að maður fyrst gerði sér grein fyrir því sem var að gerast. Þá var ekki laust við að féllu tár,“ segir Runi sem þama var að upplifa það sama og svo margir Eyja- menn þessa örlaganótt. „Þama á leiðinni sagði enginn orð,“ bætti hann við. Flóttinn Eftir að hafa náð í úlpu á dótturina fóm þau til foreldra Runa og þangað kom líka Sigurjón Oskarsson, mágur hans og skipstjóri á Þómnni Sveins- dóttur VE. „Þama biðurn við eftir því að eitthvað kæmi í útvarpinu. I fram- haldi af því er ákveðið að fara um borð í Þórunni og fara með henni upp í Þorlákshöfn. Það var lágt í þannig að ekki gekk þrautalaust að koma fólkinu um borð og gamla fólkið var híft um borð í rólu. Við vomm síðasti bátur úr höfn í Eyjum og þá var klukkan um Ijögur sem sýnir hvað vel gekk að koma öllu fólkinu í burtu,"* segir Runi. Hann segist hafa setið uppi á dekki aftur á og fylgdist með þegar Heimaey hvarf smám saman. „Um leið hvarf gosið handan við sjóndeildarhringinn en lengst sást bjarminn sem myndaðist á himninum.** Alls vom um 160 manns um borð í Þórunni og var mörgum vistin erfið því þungur sjór var og margir urðu sjóveikir. Marý og Sigfríð fóm ekki varhluta af því. „Eftir á að hyggja hef ég talsverða samúð með systmm mínum, Ernu, Huldu og Sigurlaugu því þær vom allar ófrískar þegar þetta gerðist,** segir Runi. Frábærar móttökur Þau em sammála um að móttökumar í Sjómannaskólanum í Reykjavík, þar sem þau lentu, hafi verið frábærar. Öllum var boðið upp á kaffi og brauð og allir vom skráðir. „Við áttum ekki margt skyldfólk á Islandi en ljarskyld frænka Marý hafði fyrir því að leita okkur uppi og bauð okkur húsnæði að búa í og fyrir búslóðina okkar ef á þyrfti að halda. Það lágu fyrir okkur skilaboð frá þeim þegar við komum í Þorlákshöfn og tók maður hennar á móti okkur í Reykjavík,** segir Runi og bætir við að þau hafi haldið góðu sambandi við þetta fólk síðan. Runi og Marý kvarta ekki yfir gangi mála á fastalandinu því strax í febrúar vom þau komin í íbúð við Klepps- veginn. „I sömu blokk bjó móðursystir mín en þama bjuggum við saman fjórar kynslóðir í kvenlegg, Sigfríð, ég, mamma og arnrna,** segir Marý. Búslóðina fengu þau með Þómnni en það var áður en gámar vom al- mennt sendir til Eyja þannig að sumt var skemmt þegar þau fengu bú- slóðina í hendur. Runi fór til Eyja á ljórða eða fimmta degi í gosi og var þar í vinnu allt þar til þau fluttu aftur til Eyja í janúar 1974. Út í Eyjar „Ég fékk beiðni frá Hraðinu um að kalla saman hóp manna og fara með hann til Eyja og bjarga tækjum úr MARÝ og Runi framan við hús sitt í Stóragerðinu. f baksýn er Eldfellið sem geymir húsið sem þau fluttu í haustið 1971.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.