Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 23. janúar 2003 Fréttir 17 Bæjartæknifræðingur svarar framkvæmdarstjóra Steina og Olla vegna sundlaugarsalarins: Yfirsást hluti af bókun bæjarins ENDURBÓTUM á sundlaugarsalnum er að Ijúka. Ólafur Ólafsson bæjartæknifræð- ingur svaraði athugasemdum Magnúsar Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Steina og Olla vegna sundhallarinnar, í bréfi til bæjar- ráðs á mánudag. Þar kemur meðal annars fram að í bréfi sínu til Jóhanns Péturssonar, sem var upphaf athugasemda Magnúsar, hafi honum yfirsést hluti af bókun verkkaupa, þ.e. Vestmannaeyja- bæjar þar sem fjallað var um málið og biður hann Steina og Olla ehf velvirðingar á mistökunum. Magnús spurði meðal annars hvort einhverjar hljóðmælingar hafi farið fram í sundlaugarsalnum eftir að plötumar í Ioftinu voru málaðar 1985 og áður en viðgerð fór fram árið 1999. Olafur segist ekki vita til þess að svo hafi verið. Olafur svarar öðrum spum- ingum Magnúsar og m.a. segir hann að gifsplötur á norðurvegg sund- laugarinnar, sem endurbyggður var sem eldvamarveggur og stendur milli sundlaugar og millibyggingar Iþrótta- miðstöðvar vom einungis hugsaðar sem eldverjandi en ekki hugsaðar sem lokafrágangur á veggnum. Meiningin hafi verið að klæða hljóðdeyfiplötur utan á gifsplötumar þegar að því kæmi að endurnýja sundlaugarsalinn að innan. Svo hafi við hljóðútreikninga í haust komið í Ijós að nauðsynlegt hafi reynst að dempa lægstu tíðnina í berg- máli og hávaða sundlaugarsalarins. Því hafi verið bmgðið á það ráð að koma fyrir bámálsplötum. I lok bréfsins segir: „Að endingu telur Magnús að það sé eins og bæjar- tæknifræðingur sé að fría sig allri ábyrgð og kannist ekki við að hafa samþykkt málun á austur og norður vegg sundlaugarsalarins. Hann telur ennfremur að eins og um málið var ljallað í Fréttum sé eins og verið sé að skella skuldinni á verktakann Steina og Olla ehf. Bæjartæknifræðingur vill einungis segja það um þessar full- yrðingar að vissulega var það óheppilegt að honum skuli hafa yfirsést hluti af bókun verkkaupa á seinasta verkfundi þar sem um málið var fjallað. Þar sem málun veggjarins að lokum var samþykkt. Bæjartækni- fræðingur tók þar ákvörðun sem oft áður og ber fulla ábyrgð á henni. Hitt er að bæjartæknifræðingur hefur aldrei nokkurs staðar, hvorki munnlega eða skriflega haldið þvf fram að Steini og Olli hafi málað austurvegg sund- laugarsalarins án vitundar bæjartækni- fræðings.“ Hann vísar þar í skýrslu sína frá 30. september sl. sem kynnt var í bæjarráði nokkrum dögum síðar. Þar segir: „Að endingu var fallist á að verktakinn málaði tréullarhljóðísogs- plötur yfir gluggum á austurhlið sundlaugarsalarins á svipaðan hátt og gert hafði verið áður við plötumar í loftinu. Eftir þessa aðgerð var útlit platnanna þokkalegt en hljóðísog versnaði." Oska eftir plóssi fyrir stórar bifreiðir Á fundi skipulags- og bygginga- nefndar þann 7. janúar sl. var tekin fyrir ósk Sigurmundar Einarssonar og Hauks Guðjónssonar um að bifreiðastæði fyrir stórar bifreiðir verði á þeim stöðum sem þeir óska. Lögðu þeir fram loftmynd af svæðum þar sem þeir óska eftir bifreiðastæðum. Annars vegar var það í botnlanga við Suðurgerði, fyrir utan heimili Sigurmunds og hins vegar á plani við Illugagötu, sunnan við hús Hauks. í báðum tilfellum vilja þeir fá bfia- stæði að stærð 15x15 metra. Ástæður umsóknarinnar segja þeir vera að þeir reki báðir fyrirtæki sem hafi sína afkomu af rekstri stórra ökutækja og segja þeir það óviðunandi að hafa ekki tök á stöðugu eftirliti með atvinnu- tækjunum þegar þau eru ekki í notkun. „Fjárfestingar í þessum tækjum skipta tugum milljóna og hafa ökutæki af þessari stærð orðið fyrir ítrekuðum skemmdum í gegnum árin ef þau standa eftirlitslaus.“ Þeir segja jafnframt að staðimir sem þeir vilja fá fyrir bifreiðamar séu til þess fallnir að hafa eftirlit með ökutækjunum. „Samkvæmt samþykkt um bifreiðastæði fyrir stór ökutæki sem nú er í gildi höfum við hvorugir aðstöðu til að fylgjast með ökutækjum okkar ef við eigum að leggja þeim á slík stæði, né höfum aðgengi að raf- magni sem er nauðsynlegt í okkar tilfellum.'* I lok bréfsins óska þeir eftir að fá frið fram að lagfæringu bifreiðastæða, fáist óskin samþykkt og að það komi ekki til sektar á meðan unnið er að því að gera viðeigandi ráðstafanir. Skipu- lags- og bygginganefnd samþykkti ekki tillögumar. Voru þeir félagar ekki alls kostar sáttir við þá niðurstöðu og sendu bæjarráði bréf þar sem afgreiðslu nefndarinnar er harðlega mótmælt. Segja þeir félagar að ekkert tillit sé tekið til rökfærslu þeirra og engin skýring sé gefin hvers vegna ekki er hægt að verða við umsókninni. Einungis er vitnað í skipulags- og byggingarlög sem þeir telja ekki nægjanlega til synjunar erindisins. „Þar sem auglýst svæði fyrir stórar bifreiðir hér í Vestmannaeyjum uppfylla ekki kröfur um bifreiðastæði fyrir stórar bifreiðir, nærtækasta dæmið er Miðgerði sem er ófrágengið tún. Að fara með tíu til fimmtán tonna rútu eða vörabfi inn á þetta svæði væri glapræði." Sigurmundur bendir á að næsta svæði sem hann hafi til að leggja rútunum sínum sé niður við „Kröflu". Hann segist ekki geta fylgst með rútunum þar auk þess liggja þær undir skemmdum vegna grjótfoks af malar- vellinum. Oft hafa skemmdarverk verið framin á stómm bifreiðum hér í Eyjum sem ekki eru á eftirlitssvæði. „Haukur er að koma með nýjan vömbfi sem kostarum átján milljónir króna. Þetta er atvinnutæki sem hann vill hafa í augsýn til eftirlits af skiljanlegum ástæðum. Honum er leyft að leggja þessum stóra vömbfi mjög nálægt gangbraut og mun bfilinn skyggja á útsýni fyrir böm sem em að ganga frá íþróttamiðstöðinni. Þetta verður slysagildra. Eg er með húsnæði undir þrjár rútur og er það fullnýtt. Haukur er með annan vörubíl sem hann mun nýta annað bfiastæði undir. Vinsamlegast afgreiðið þetta mál þannig að allir geti vel við unað. „Bæjarráð fól formanni bæjarráðs og skipulags- og bygginganefndar ásamt bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarráð: Vill álit Hafrann- sóknastofnunar -vegna hugmynda um opnun landhelginnar í kringum Eyjar Bæjarráð óskaði eftir áliti hags- munaaðila við hugmyndum um opnun nokkurra hafsvæða í kringum Eyjar fyrir minni tog- og dragnótaskip þann 7. janúar sl. Það var Brimhóll ehf. sem vakti athygli á þessu. Farsæll, félag smábátaeigcnda, Útvegsbændafé- lagið og Sjómannafélagið Jötunn lögðu svör sín fyrir bæjarráð á mánudag og voru ekki alveg sammála. I ályktun frá félagsfundi Farsæls var mælt með að bæjarstjóm óski eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að heimilaðar verði tilraunaveiðar með togveiðarfærum í landhelgi Vest- mannaeyja. Tilraunaveiðarnar verði samt háðar skilyrðum: Meðal þeirra var að eingöngu verði fótreipistroll notuð þannig að öll hraun yrðu algjörlega friðuð fyrir togveiðar- fæmm. Aðeins verði um að ræða báta með minni vélar en 500 hestöfl. Aðeins verði opið yfir vetrarmánuðina og aðeins heimilt að stunda veiðar á ákveðnum tímum sólarhrings, frá sjö á morgnanna til sjö á kvöldin. Einnig er lagt til að aðeins bátar frá Vestmannaeyjum fái leyfi og ákvörð- unin verði endurskoðuð árlega. I greinargerð sem fylgdi með segir m.a.: „Með tilliti til atvinnuástands í byggðarlaginu og takmarkaðrar sóknargetu minni báta. Þrátt fyrir að Farsæll hafii á sínum tíma barist fyrir því að þessum lokunum var komið á viljum við að svæðið verði nýlt sem llskimið en að mjög varlega verði farið í að opna svæði fyrir veiðum með togveiðarfærum. Leggjum við mikla áherslu á að öll hraun umhverfis Vestmannaeyjar verði friðað fyrir öllum togveiðarfærum. Viljum við benda á að þessi svæði eru opin fyrir veiðum með línu og netum.“ Undir þetta skrifar Jóel Andersen formaður. Sjómannafélagið Jötunn tók í svipaðan streng og mælti með að umrætt hafsvæði verði opnað fyrir minni tog- og dragnótabáta sem gerðir eru út og lögskráðir em frá Vest- mannaeyjum og eingöngu með fótreipistroll og dragnót og með ákveðna vélarstærð. Aftur á móti var Útvegsbændafélag Vestmannaeyja mótfallið opnun svæðisins og segir í bréfi frá Magnúsi Kristinssyni formanni að stjórn félagsins viti ekki til þess að forsendur friðunarinnar hafi breyst og telur því ekki ástæðu til þess að neinar breytingar verði gerðar. Bæjarráð samþykkti að leita álits Hafrann- sóknastofnunar. Farsæll, félag smábátaeigenda: Leyfa á krókaveiðar Farsæll, félag smábátaeigenda í Vestmannaeyjum, sendi bréf' til bæjarráðs þar sem skorað er á bæjarstjórn Vestmannaeyja að beita sér fyrir því að krókaveiðar verði leyfðar í hrygningarstoppi við Vestmannaeyjar, minnkun á bann- svæði við raflínu og vatnslciðslu, línuívilnun og fleira til etlingar smábátaútgerð í Vestmannaeyjum. I greinargerð sem fylgdi með segir meðal annars að eina tímabilið sem von er að fá fisk á handfæri við Suð- urland sé einmitt á þeim tíma þegar hið svokallaða hrygningarstopp er. „Teljum við að svo vistvænar veið- ar sem handfæraveiðar era skaði ekki hrygningu fisks. Það hlýtur að vera hagsmunamál Eyjanna að veiða þann litla kvóta, sem bátamir hafa, sem næst Eyjum, þannig yrði hráefnið betra, minni olíueyðsla (minni meng- un) og trillumar þyrftu ekki að sækja eins mikið langa leið eins og t.d. austur á Vík eða vestur á Sel- vogsbanka sem getur oft verið hættu- legt svo litlum bátum." Einnig er farið fram á minnkun á bannsvæði við raflínu og vatnsleiðslu. „Fundurinn bendir á að óeðlilega stórt svæði inn af Eyjum er lokað fyrir krókaveiðum þar sem annars staðar eru bannsvæðin mæld í metrum við svona strengi. Mjög góð fiskimið era á hraununum sitt hvora megin við strengina sem gætu nýst vel smábátum. Benda má á að staðsetningartæki cru orðin mjög nákvæm. í ljósi þess að verið er að bæta aðstöðu smábáta í höfninni væri þá ekki rétt að reyna að bæta aðstöðu smábáta til að sækja sjóinn. Þannig mundi smábátum frekar fjölga og auka þannig tekjur hafnarinnar og bæjarsjóðs." I lok bréfsins er bent á ýmislegt í ályktunum aðalfundar Landssambands smábátaeigenda sem gæti verið lil eflingar smábátaútgerð í Eyjum, t.d. línuívilnun hjá dag- róðrabátum. „Þetta gæti verið búbót fyrir Eyjamar og til efiingar trillu- útgerð í Eyjum, ekki veitir af.“ Bæjarráð samþykkir að óska eftir áliti Hafrannsóknastofnunar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir umsögn RARIK og Hitaveitu Suðumesja varðandi minnkun á bannsvæði við rallínu og vatnsleiðslu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.