Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 6. febrúar 2003 Nokkur erill 191 bókun var hjá lögreglu í sl. viku sem eru aðeins fleiri bókanir en í vikunni á undan. Nokkur erill var hjá lögreglu í vikunni vegna umferðaróhappa en óvenjulega mikið var um óhöpp í umferðinni vegna ófærðar og hálku í vikunni. Alls vom átta óhöpp tilkynnt lögreglu og má rekja flest þeirra til hálku og slæmrar færðar. Ekki var um nein teljandi meiðsl að ræða í þessum óhöppum en nokkuð um eignatjón. í einu óhappinu lentu ijórar bifreiðir en það er fátítt hér í Eyjum að svo margar bifreiðir lendi í einu og sama óhappinu. í þessu tilviki hafði ökumaður jeppabifreiðar misst vald á bifreiðinni í hálku með þessum afleiðingum. Eitt skemmdarverk var tilkynnt til lögreglu í vikunni en um var að ræða rúðubrot í liúsi við Fííilgötu á fimmtudag milli kl. 13.00 til 14.30. Ekki er vitað hver var þarna að verki en ef einhver hefur orðið var við grunsamlegar mannaferðir á umræddu tímabili þá er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu. Frumkvöðlasetur Selma Ragnarsdóttir (D) kom með tillögu í bæjarstjóm á fimmtudag er varðaði atvinnumál íEyjurn. Verið var að taka fyrir fund bæjarfulltrúa með þingmönnum kjördæmisins og vill Selma að unnið verði að stofnun frumkvöðlaseturs í Vest- mannaeyjum með stuðningi ríkis- valdsins með nýsköpun og at- vinnuþróun að leiðarljósi. Ennfremur segir í tillögunni: „Þjónusta við Eyjamenn í þessuin efnum er minni en víða annars staðar og hljótum við að gera þá kröfu að sambærileg þjónusta verði til staðar í Vestmannaeyjum til þess að stuðla að frumkvöðlastarfi og frekari nýsköpun í byggðarlaginu." Var þetta samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Ellefu sóltu um Nýlega auglýsti sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum eftir starfsmanni á skrifstofu embættisins. Um- sóknarffestur rann út síðastliðinn föstudag en um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs. Gunnlaugur Grettisson, skrifstofu- stjóri segir ellefu manns hafa sótt um starfið, allt mjög hæfa ein- staklinga. Untsækjendur eru ekki allir búsettir hér í Eyjum og virðast aðkomumenn hafa hug á að llytjast hingað. Ekki öll vitleysan eins Oddur Björgvin Júlíusson sótti, nteð bréfi til sýslumannsins í Vestmannaeyjum, um leyfi til að rækta hass til einkanota. Beiðninni var hafnað þar sem leyfisveiting urn hassplöntur er ekki á valdi emb- ættisins. Oddur sagðist vísa til jafnræðisreglu stjómarskrárinnar um að fá að brjóta lög eins og tómstundabændur sem slíkt gera. „Ég vil lá að brjóta lóg eins og aðrir en einstakur liópur manna kemst upp með að gera það í friði," sagði Oddur. Snókerkeppni klúbbanna: Páll vann í spennandi keppni PÁLL Pálmason meistari í snóker og Sigurður Sveinsson dómari sem dæmdi úrslitaleikinn af mikilli röggsemi eins og vænta mátti. Á iostudaginn fór fram úrslita- lcikurinn um efsta sætið í Olís- mótinu í snóker og var leikið í Kiwanishúsinu. Olísmótið í snóker hófst 11. janúar en það er keppni milli Akóges, Kiwanis og Oddfellow. Hver klúbbur sendir sex manna sveit til leiks og síðan er keppt innbyrðis, alls tólf leikir sem hver spilar og er spilað með forgjöf. Kiwanismenn unnu klúbba- keppnina sjálfa nokkuð örugglega, hlutu 53 vinninga, Akóges varð í öðru sæti með 32 vinninga og Oddfellow varð í 3. sæti með 23 vinninga. Þetta er í fyrsta sinn sem Oddfellowar taka þátt í þessari keppni og mega þeir vel una við sinn árangur. En jafnframt sjálfri klúbbakeppninni er einstaklingskeppni þar sem þrír stigahæstu einstaklingar frá hverjum klúbbi leika um sérstök verðlaun. Páll Pálmason úr Kiwanis tryggði sér rétt til að leika um fyrsta sætið, tapaði aðeins einunt leik af tólf og var því með 11 vinninga. Þeir Magnús Sveinsson frá Akóges og Sigurjón Birgisson, Oddfellow, spiluðu um hvor myndi mæta Páli og þar hafði Sigurjón betur, 3-0. Það voru því Páll og Sigurjón sem léku til úrslita á föstudag og var Páll fyrirfram talinn sigurstranglegri, enda margreyndur í íþróttinni meðan Sigur- jón hefur mun minni reynslu. Munurinn á forgjöf þeirra er 14, þ.e.a.s. Páll gaf Sigurjóni 14 stig í hverjum ramma. En leikurinn varð æsispennandi, Páll vann fyrsta ramm- ann, Sigurjón annan rammann, Páll þann þriðja og Siguijón þann íjórða. Þar með var ljóst að leikurinn færi í fimm ramma, þar sem þrjá ramma þarf til að sigra. Og í þessum úrslitaramma gekk á ýmsu þar sem Páll fékk m.a. tvívegis sjö mínusstig. Engu að síður sýndi hann þar gamal- kunna keppnistakta og vann á næst- síðustu kúlu. Þar með var ljóst að hann var í fyrsta sæti og Siguijón í öðru en Sigurjón kom mjög á óvart í þessu móti með góðri spilamennsku og var vel að öðru sætinu kominn, hefði með heppni getað sigrað. Fjölsýn sýndi úrslitaleikinn á föstudagskvöld og lýstu þeir Júlíus Ingason og Sigurgeir Jónsson leikn- um. Þessi útsending Fjölsýnar þótti takast mjög vel, mun betur en menn höfðu búist við, þó svo að ekki hafi verið unnt að sýna beint frá leiknum eins og ætlunin hafði verið. Mun áhugi fyrir hendi að sýna aftur frá snókerkeppni á borð við jtessa. Þess má geta að nú er nýhafið Tvistmótið sem er opið mót og leikið með forgjöf. Þátttakendur eru 32, þar af nokkrir nýliðar sem ekki hafa áður leikið í slíku móti. Leikimir fara fram í Kiwanishúsinu. VISKA-fræðslu- og símenntunarmiðstöð VM: Markmiðið að efla menntun VISKA er heitið á hinni nýju fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja sem formlega var stofnuð 6. janúar sl. AIIs mættu fulltrúar frá átján fyrirtækjum og stofnunum sem lýst höfðu yfir vilja að gerast stofnaðilar. Einnig var mættur Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra. Á stofnfundinum var kosin stjóm og hana skipa: Amar Sigurmundsson formaður skólamálaráðs Vestmanna- eyja, Baldvin Kristjánsson skólastjóri Framhaldsskólans, Davíð Guðmunds- son framkvæmdastjóri Tölvunar, Guðrún Erlingsdóttir formaður Versl- unarmannafélagsins og Páll Marvin Jónsson forstöðumaður Rannsókna- setursins. Varamenn í stjóm em Amar Hjaltalín formaður Drífanda stéttarfélags, Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar Vestmannaeyja og Jóhann Guðmundsson fulltrúi í skólamálaráði. Stjómarmenn em kosnir til eins árs í senn. í skipulagsskrá sem samþykkt var á fundinum kemur fram að um sé að ræða sjálfseignarstofnun sem ekki er háð neinum lögaðilum. Stofnfé VISKU skal ekki vera lægri en ein og hálf milljón króna sem stofnendur leggja fram sameiginlega. Helmingur af stofnfénu, 750 þúsund krónur, skal vera óskerðanlegur höfuðstóll og ávaxtað með tryggilegum hætti í inn- lendunt bankastofnunum. Fjárhags- legar skuldbindingar miðstöðvarinnar umfram stofnframlag em stofnendum óviðkomandi. Markmið VISKU er að efla menntun í Vestmannaeyjum með því m.a. að: Standa fyrir fræðslustarfsemi sem ekki heyrir undir námsskrár- bundið nám á gmnn- og framhalds- skólastigi, nema sérstaklega verði um það samið. Að hafa forgöngu um fræðslu og fjarkennslu á sem flestum sviðum og miðli því til almennings og atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Að hafa samstarf við aðra aðila í landinu sem sinna símenntun, endurmenntun og menntun á háskólastigi og loks að vera í fararbroddi að nýtingu á bestu fáanlegu fjarkennslutækni hverju sinni. Stjóm stofnunarinnar ræður for- stöðumann sem annast daglegan rekstur. Hann undirbýr íjárhags- áætlun, vinnur að fjáröflun, annast reikningsskil og ræður annað starfs- fólk. Umsóknarfrestur er mnninn út og sóttu allmargir um starfið. Líklega verður ráðið í stöðuna í þessum mánuði. Svavar ætlar ekki að kæra Bókamarkaður í Pennanum- bókabúð Eins og greint hefur verið frá var Svavari Vignissyni, handbolta- kappa og nemanda í Lögregluskól- anum, vísað úr skóla eftir að hann meiddist í handknattleik í byrjun janúar. Svavar var óánægður með þá með- ferð og um tíma hugðist hann kæra ákvörðun skólastjórans. Hann hefur nú fallið frá því þar sem hann telur sig ekkert græða á kæm. „Ég missi af skólanum hvort eð er þannig að ég hef ekkert upp úr því,“ sagði Svavar sem segist nú ætla að ná sér góðum og sækja um skólavist á næsta ári. „Ég stefni ótrauður á nám á næsta ári og ætla núna að ná mér góðum og sækja svo um lögreglustarf þangað til skólinn byrjar í janúar." Svavar og fjölskylda lluttu til Reykjavíkur í haust og höfðu lagt traust sitt fjár- hagslega að nokkm leyti á námslán sem Svavar átti að fá á meðan á námi stóð en nú er ljóst að þeir peningar koma ekki. , Jú, það er þröngt í búi hjá okkur en sem betur fer á maður góða að sem hjálpa okkur og það er ómetanlegt," sagði Svavar að lokum. Á morgun föstudag hefst bóka- markaður í Pennanum-bókabúð. Þar verða í boði á annað hundrað titlar. Afsláttur verður upp í 75% og mest eru þetta tveggja ára gamlar bækur. Guðmundur Eyjólfsson, bóksali, segir að það sé mikið gleðiefni að geta boðið upp á þessa þjónustu. „Ég veit að margir horfa öfundaraugum til Reykjavíkur þegar bókaútgef- endur auglýsa sinn bókamarkað. Það er því ánægjulegt að geta gefið Eyja- mönnum kost á alvörubókamarkaði. Afslátturinn er mjög góður og margt góðra bóka er í boði. Veit ég að Eyjamenn eiga eftir að taka þessu vel,“ sagði Guðmundur. FRETTIR Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar:481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.