Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 6. febrúar 2003 HEIMTIR úr helju, Kjartan Sölvi Guðmundsson, Sigurbjörn Árnason, Grímur Gíslason og Arnór Pál Valdimarsson en á myndina vantar Jarl Sigurgeirsson. Mynd: Gunnar Már. Hélt að Rússland væri opnara og lýðræðislegra -segir Sigurbjörn Árnason, skipstjóri ó Hugin VE, sem mátti dúsa sem fangi um borð bátnum ásamt áhöfn sinni í Múrmansk í Síberíu Eins og kunnugt er var Huginn VE 65 nýlega seldur til Rússlands. Fimm manna íslensk áhöfn sigldi bátnum þangað en lenti í ógöngum þar sem vegabréf þeirra þóttu ekki fullnægjandi og þeim meinað að koma inn í landið. Sigurbjörn Arnason var skipstjóri í túmum og segir hann að siglingin út hafi gengið vel og þeir komið út á þriðjudagsmorgni 28. janúar. „Við létum ankeri falla fyrir utan höfnina í Múrmansk og máttum bíða þar í einn og hálfan sólarhring. Til okkar kom túlkur frá fyrirtækinu sem keypti bát- inn, og um leið og hann sá vegabréfin varaði hann okkur við vandræðum. Níu embættismenn komu með honum þar á meðal tollverðir, læknir, landa- mæraverðir og eftirlitsmenn sem fylgdust með því að embættis- mennimir fæm rétt að öllu. Þeir voru hjá okkur í fimm til sex klukkustundir að skoða pappírana og velta þeim íyrir sér. A þeim tíma fóm kannski tveir í land en þá komu aðrir tveir eða þrír út í staðinn. Ég var endalaust að skrifa undir pappíra og þurí'ti að skrifa undir fimmtán áhafnarlista. Síðan vom nokkrar yfirlýsingar um að íslensk skip væm yfirleitt ekki með stimpla en þeir hefðu verið ánægðir ef ég hefði verið með stimpil með Huginn ehf,“ sagði Sigurbjöm. Rússnesku embættismennimir gerðu helst athugasemdir við að áhöfnin sem taldi fimm menn var með þrjár tegundir af vegabréfum. „I áhöfo vom auk mín Jarl Sigurgeirsson, I. stýri- maður, Kjartan Sölvi Guðmundsson 2. stýrimaður, Grímur Gíslason, yfir- vélstjóri og stórglæsilegur bryti, og Arnór Páll Valdimarsson 1. vélstjóri. Þrír vom með neyðarvegabréf þar sem ferðin var ákveðin með stuttum tíma. Grímur var með nýtt vegabréf og Addi Palli með gamalt þannig að þetta leit kannski ekki alltof vel út. Eftir bið í einn sólarhring hringdi ég í Pál Guðmundsson, útgerðarstjóra, en enginn hafði haft samband við okkur um morguninn eins og til stóð. Við ræddum um að fara með skipið til Kirkenes í Noregi og Páll hafði sam- band við eigenduma og þá komst skriður á málið. Við fengum að sigla inn í höfnina um kvöldið en lóðsamir tveir sem við fengum vom alveg skrautlegir og báðir á eymnum." Endalaus bið Þegar í höfnina var komið tók við endalaus bið og þeir vom alltaf að lofa því að við fengjum að fara heim. Grímur og Addi Palli fengu bæjarleyfi seinnipart fimmtudags og keyptu í matinn og brjóstbirtu en þeir urðu að gista um borð. „Við hinir fengum aðeins að ganga um á hafnar- bakkanum en það var 25 gráðu frost þannig að við vorum ekki mikið úti við. Það var hins vegar góður mórall meðal okkar félaganna, það hjálpaði mikið hvað áhöfnin náði vel saman og við höfðum stuðning hver af öðmm. Það var alltaf verið að draga okkur á því hvenær við mættum fara og að lokum var okkur sagt að við gætum farið klukkan hálfátta á laugardags- morgni og átti rúta að koma eftir okkur. Okkur leist ekki á blikuna þegar klukkan var korter gengin í níu og menn vom orðnir svartsýnir á að þetta gengi eftir. Þá var okkur kippt upp í lítinn bíl og keyrt með okkur af stað. Þegar við komum að hafoar- hliðinu skoðuðu verðir pappíra fram og aftur og hringdu út og suður í um íjömtíu lil fimmtíu mínútur. Aftur var haldið af stað, reyndar á stærri bíl og eftir eina til eina og hálfa klukkustund vomm við stoppaðir aítur og farið yfir allt saman aftur. Eftir það keyrðum við í tvær til þrjár klukku- stundir og gátum stoppað á lítilli kaffistofu og gátum fengið okkur kaffi og Síberíute sem útleggst sem heitur drykkur og vodka en frostið var 27 gráður. Við vomm svo stoppaðir í þriðja sinn áður en við komum að rússnesku landamærunum. Þá hófst sama sagan, endalausar vangaveltur og hringingar sem tóku óratíma. Á rússnesku landamærunum vomm við þrír komnir í gegn, ég, Jarl og Kjartan en þegar þeir sáu vegabréfið hans Adda Palla vildu þeir sjá bréfið hans Gríms og sáu þá að þetta vom þrjár útgáfur. Þá kölluðu þeir mig inn aftur og þetta tók allt langan tíma. Við vomm hræddastir um að missa af fluginu en bílstjórinn var að reyna að segja þeim að við ætturn pantað flug og að lokum fengum við að fara yfir landamærin en um fimm hundmð metra svæði, einskismannsland, skilur að rúss- nesku og norsku landamærin. Norsku landamæraverðimir hristu hausinn þegar við komum yfir en það virtist fátt koma þeim á óvart.“ Sigurbjöm segist hafa haldið að Rússland væri opnara og lýðræðis- legra en komið hafi á daginn. „Múrmansk er mikið hemaðarsvæði og við gemm okkur ekki grein fyrir rússneska kerfinu. Við emm því dálítið grænir en þetta er alvara þegar á hólminn er komið. Við gerðum okkur kannski betur grein fyrir því þegar við vomm lausir úr prísundinni og sátum og ræddum þessi mál í Kaupmannahöfn," sagði Sigurbjöm að lokum. gudbjörg @ eyjafrettir. is Höllin með böll til eitt eða fjögur ? Málefni Hallarinnar voru á dag- skrá bæjarstjórnar á fimmtudag- inn og sú ákvörðun Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands um að beita eigendur Hallarinnar þvingunar- aðgerðum vegna vanefnda á úr- bótum vegna hávaðamengunar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu með afgreiðslutillögu á fundinum þar sem þeim eindregnu tilmælum er beint til heilbrigðisnefndarinnar að frestað verði tímabundið ráðstöfunum sem miða að því að takmarka starf- semi Hallarinnar. „Jafnframt skorar bæjarstjóm á forráðamenn Karató ehf. -Hallarinnar- að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum sem miða að því að draga úr meintri hljóðmengun vegna starfsemi fyrir- tækisins. Ný og breytt framkvæmda- áætlun fyrirtækisins verði lögð fyrir heilbrigðisnefnd Suðurlands í beinu framhaldi af heimsókn framkvæmda- stjóra Heilbrigðiseftirlitsins til Eyja og miði hún að því að nauðsynlegum verkþáttum vegna endurbóta á hús- næðinu verði lokið á fyrrihluta þessa árs.“ Guðrún Erlingsdóttir (V) bað um fundarhlé og bókaði svo að þar sem það liggi fyrir að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er væntanlegur innan nokkurra daga samþykki þau þessa tillögu að því gefou að sjónarmið beggja aðila verði virt á meðan á framkvæmdum stendur. Vildu fulltrúar V-listans að bæjarstjóra verði falið að vera milli- göngumaður í því máli. Af- greiðslutillagan var svo samþykkt með sex atkvæðum. Andrés Sigmundsson (B) sat hjá við afgreiðslu málsins. Taflélagið á hrakhólum með starfsemi sína Húsnæöismál Taflfélags Vest- mannaeyja voru til umræðu í bæjarráði á mánudag og var tekið fyrir bréf frá Magnúsi Matthíassyni ritara félagsins. Þar er saga félagsins rakin í stuttu máli og talað um að félagið hafi áður lent í vandræðum með húsnæði sitt. Síðustu ár hefur félagið haft aðstöðu í Félagsheimilinu en vegna breytinga á aðstöðu Leikfélags Vestmannaeyja varð Taflfélagið að víkja þaðan. Segir í bréfi Magnúsar að í gegnum tíðina hafi bæjaryfirvöld oft verið Taflfé- laginu innan handar við öflun hús- næðis en nú sé staðan hins vegar sú að félagið sé á hrakhólum. Þó hafa bæjaryfirvöld hlaupið undir bagga með félaginu, lánað þeim íbúð í Ashamrinum undir búnað félagsins og gert félaginu kleift að vera í Alþýðuhúsinu einu sinni í viku með bama- og unglingaæfingar. „Til að félag eins og Taflfélag Vestmannaeyja, sem hefur metnað fyrir hönd sinna félagsmanna, fái þrifist er nauðsyn á að fá varanlegt húsnæði, þar sem öll starfsemi fer fram,“ segir einnig í bréfinu og bent á að félagið eigi tvö lið í Islandsmóti taflfélaga, í annarri og íjórðu deild. Félagið hefur nú augastað á húsnæði að Skólavegi 1, þar sem áður var Skúlason ehf. Vill Jónsmessugleð ina úr Skvísusundi Þó enn sé talsvert langt í Jóns- messuna er Þorkell Húnbogason rckstrarstjóri Heimis, gisiheimilis með áhyggjur af því hvar Jóns- mcssuglcðin verður haldin. Síðustu tvö ár hefur gleðin farið fram í hinu svokallaða Skvísusundi en áður hafði hún farið fram í Herjólfs- dal. Þorkell vill að Jónsmessugleðinni verði valinn annar staður en Norður- sund, þ.e. Skvísusund. Ástæðan er að vikuna tyrir og vikuna eftir Jónsmessu er gistiheimilið Heimir fullbókað fyrir hópa ellilífeyrisjxga. Ennfremur segir í bréfi Þorkels til bæjarráðs, sem var tekið fyrir á mánudag, að reynsla undanfarinna ára hafi kennt þeim að háreysti mikil hefur fylgt þessum skemmtunum sem valdið hefur ónæði og svefnröskun hjá gestum gistiheim- ilisins. Bæjarráð fól bæjarstjóra að ræða við bréfritara og hátíðarhaldara um málið. Meira vantar í fiskréttaverksmiðjuna Fyrir bæjarráði á mánudag lá fyrir bréf frá Þróunarfélagi Vest- mannacyja þar sem óskað er eftir að bæjarráð samþykki kaup upp á eina milljón króna á tækjum úr þrotabúi Hafnar hf. á Sclfossi. Um er að ræða m.a. svokallaðan „mixer grander" sem er tæki sem vantar nauðsynlega til að gera vinnslu fiskréttaverksmiðjunar til- búna. Áður hafði Þróunarfélagið fengið tilboð í svoleiðis tæki upp á tæpar 900 þúsundir eitt og sér en í þessu tilboði fylgir ýmislegt meira með, s.s. stálvaskur, þrjár vogir, hillurekkar í frysta, þijú frálagsborð, fisk eða kjötborgarapressa, loft- pressa, hillurekkar á hjólum, vinnsluborð og einn rafmagnslyftari. Bæjarráð frestaði erindinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.