Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Qupperneq 17

Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Qupperneq 17
Fimmtudagur 6. febrúar 2003 Fréttir 17 Vestfirðingar fengu líka aðstoð í formi sölu þeirra á Orkubúi Vestfjarða til ríkisins. Peningamir voru m.a. notaðir til að greiða niður félagslega íbúðakerfið sem hefur reynst okkur þungur baggi. Er það eitt af stóm málunum hér sem þarf að ná lendingu í og þar verður ríkið að koma inn í. Hvað getum við nýtt í náttúrunni? En hvað er það í náttúmnni sem við getum nýtt betur? Það er ótalmargt en í ljósi þess að nú em 30 ár frá upphafi Heimaeyjargossins þarf að fylgja eftir þeirri athygli sem það hefur fengið í tjölmiðlum. Menn hér þurfa líka að vera í startholunum þegar kemur að goslokaafmælinu þann 3. júlí nk. Þá má búast við íjölmenni af fastalandinu þar sem gamlir Eyjamenn verða ömgglega í meirihluta. En gosið eitt og sér er löngu hætt að selja Vest- mannaeyjar sem ferðamannastað sem er okkar framtaksleysi að kenna. Það sem gera þarf er að taka saman það sem helst höfðar til ferðamanna. Má þar nefna gosið sjálft, hraunið og Eldfellið, hraunhitaveituna sem var einstök í heiminum, hraunkælinguna sem markaði tímamót í baráttunni við bráðið hraun og svo þyrfti að grafa niður á eins og eitt hús. Það gæti orðið okkar Pompei. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að byrja strax á þessu ári og verði þetta kallað átaksverkefni er hægt að fá peninga til verksins frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Ef áfram er haldið með náttúmna má nefna fuglalífið sem þegar dregur hingað þúsundir ferðamanna á hvetju ári. Auðvitað verður að taka tillit til fuglanna þegar ferðamenn em annars vegar en hér er smáuppástunga; af hverju ekki að gera gönguleið að lundabyggðinni austan í Höfðanum? Það er lítill vandi og er ömgglega ekki víða í heiminum hægt að bjóða upp á aðgang að náttúmlegri lundabyggð eins og þama. Af því að minnst er á Höfðann, af hverju er ekki dustað rykið af hug- mynd þeirra Sigurgeirs Schevings og Jóa Listó um að auglýsa Stórhöfða sem sem mesta rokrass í heimi? Það er ekki lítil upplifun fyrir stórborgarbúa að geta státað af því að hafa komið á þann stað á jarðarkringlunni þar sem vindar blása hressilegar en víðast hvar. Svo maður minnist ekki á það ef hægt er að sýna skírteini þessu til stað- festingar þegar heim er komið. Ég held að fyrir marga séu fjögur, fimm eða sex vindstig nægilegt til að finna og upplifa þá ógnarorku sem býr í vindinum. Fleiri valkostir Úteyjamar em líka vannýttar sem valkostur fýrir ferðamenn sem hingað koma. Væm margir ömgglega tilbúnir að borga væna fúlgu fyrir ferð t.d. í Elliðaey, Bjamarey eða Álsey. Þetta verkefni mætti vinna í samráði við handhafa veiðiréttar í eyjunum sem em alltaf höfðingjar heim að sækja. Sama má segja um gönguferðir um Heimaey þar sem Dalfjallið, Háin. Klifið, Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur gætu verið spennandi kostur fyrir ferðamenn. Hér er hug- mynd að enn einu átaksverkefninu sem em leiðsögumenn með ferða- menn um Heimaey á meðan verið er að byggja upp þessa starfsemi. Áður hefur hér í blaðinu verið minnst á Tyrkjaránið og sögu Guðríðar Símon- ardóttur sem er einstök í Islands- sögunni. Hana mætti segja undir merkjum menningartengdrar ferða- mennsku. Sviðið er að nokkm leyti tilbúið þar sem Skansinn og umhverfi hans er annars vegar. Þama er mögu- leiki á átaksverkefni. Þetta er það sem kemur upp í kollinn í fljótu bragði sem hugsanleg viðbót við það sem fyrir er. Til að ná meiri árangri þurfa aðilar í ferða- þjónustu að snúa bökum saman og fyrsta skrefið gæti verið að fá hingað áhrifafólk í íslenskum ferðamanna- iðnaði til að fara yfir með heima- mönnum hvar möguleikamir liggja og hvar má gera betur. Bæði er að glöggt er gestsaugað og betur sjá augu en auga. Hvemig er að vera unglingur í Eyjum? Er leiðinlegt að vera unglingur í Vest- mannaeyjum? Þetta er spuming sem við hin eldri þurfum að leggja fyrir okkur og svarið getur verið bæði já og nei. Öflugt íþróttalíf hefur löngum verið aðal Vestmannaeyja og krakkar sem stunda einhverja íþrótt hafa nóg að gera og hafa ekki ástæðu til að láta sér leiðast. En ekki em allir í íþróttum og það er sá hópur sem þarf að huga að. I dag vinnur áhugahópur að því að finna hentugt húsnæði undir unglinga- hús í anda Gamla apóteksins á Isafirði sem er vímulaust kaffihús með ýms- um afþreyingarmöguleikum. Það var reist með aðstoð Rauða krossins og fyrir helgi var skrifað undir samning um að dómsmálaráðuneytið og félags- málaráðuneytið leggi rekstri Apó- teksins lið næstu þtjú árin. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp um húsnæði og nú er verið að skoða hús við Vestmannabrautina. Staðurinn er góður en spuming hvort húsið sé ekki of lítið en þá em líka aðrir möguleikar í stöðunni. Þeir sem unnið hafa að málinu hér em sammála um að ekki sé eítir neinu að bíða og þama verður bærinn að koma að ásamt Rauða krossinum og fleimm. Skýrsla um vímuefnaneyslu ungs fólks í Vestmannaeyjum, sem greint var frá í Fréttum í síðustu viku, undirstrikar þörfina. í Hávamálum segir að maður sé manns gaman og það á líka við unglingana. I skýrslunni segir að vínveitingastaðir og eftirlits- laus heimapartý séu þar sem krakkar neyta helst áfengis. Mikið er um önnur fíkniefni þar sem krakkamir koma saman í heimahúsum eða annars staðar án eftirlits. Þarf að bregðast strax við og stór liður í forvornum er vímulaust ungmennahús. Þar getur unga fólkið fengið félagslega útrás undir eftirliti en ungmennahúsið þarf að vera okkur öllum til sóma en ekki einhver bráðabirgðalausn. Einn liður í að bregðast við fækkun í bænum er að unga fólkið sé ekki að farast hér úr leiðindum. Myndarlegt vímulaust ungmennahús gæti verið svarið við því að ekki verði eins leiðinlegt að vera ungur í Eyjum og stunda ekki íþróttir. Víða eru tækifærin Aftur að atvinnumálunum sem skilj- anlega eru mikið í umræðunni þessa dagana vegna vaxandi atvinnuleysis. Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, vill hlúa að því sem fyrir er ekki síður en að horfa til nýrra atvinnutækifæra. Þetta má henda á lofti og velta fyrir sér hvort fyrirtæki og stofnanir sem hér em geti ekki skotið styrkari stoðum undir reksturinn með samvinnu í einhverri mynd. Fyrir skömmu var í Morgunblaðinu sagt frá verkefni, kennt við Janus, sem er verið að þróa og á að hjálpa fólki til að komast út í lífið á ný eftir erfið veikindi og alvarleg slys. Starfsemin er þegar komin í gang og í viðtölum við forsvarsmenn og fólk sem notið hefur þjónustunnar kom fram að árangurinn er þegar mjög góður. Það kom fram að vilji er til þess að víkka út starfsemina og er m.a. horft út á landsbyggðina. Væri ekki kjörið tækifæri fyrir bæinn, með fþrótta- miðstöðina, Sjúkrahúsið og Hressó að taka höndum saman og sjá hvort þama er möguleiki á nýsköpun í atvinnu- lífinu. I þessu sambandi má minna á orð Drífu Hjartardóttur alþingismanns sem sagði að í Noregi væri þekkt að sjúklingar væm sendir í endurhæfingu á sjúkrahús úti á landi eftir aðgerðir á dýmstu sjúkrahúsunum. Hugmyndin, Vestmannaeyjar íþróttabær, er rædd á góðum stundum en enn bólar ekkert á vilja til að koma henni í framkvæmd. Aðstaðan og kunnáttan er fyrir hendi og þar gætu Hressó, íþróttamiðstöð og Sjúkrahús og jafnvel Framhaldsskólinn og IBV komið að verkefninu. Framhaldsskólinn í hættu? í máli Baldvins Kristjánssonar, skóla- meistara, á fundi með stéttarfélögum og þingmönnum fyrir skömmu kom fram að nemendum hefur fækkað það mikið að hann óttast um framtíð skólans. Það er skelfileg tilhugsun að Framhaldsskólinn gæti innan skamms heyrt sögunni til og að ungir Eyja- menn verði að sækja sína framhalds- menntun annað. Eitt mesta áfall sem skólastarf hér í bæ hefur orðið fyrir var þegar Stýri- mannaskólinn leið undir lok. Það var líka mikið áfall fyrir bæinn að ungir menn alls staðar af á landinu hættu að koma hingað til að nema skipstjóm- arfræði. Nú gæti verið færi á að ná hingað hluta af kennslu í sjávarútvegs- fræðum. Sú breyting er að verða á að sjávarútvegurinn er sjálfur að taka að sér það nám sem greinin þarf á að halda. Það væri mikill aumingja- gangur ef hluti þess kæmi ekki til Vestmannaeyja því hér er bæði að- staða og þekking fyrir hendi. Legg ég til að nú þegar verði skipuð nefnd til að kanna möguleika á að fá hingað slíkt nám og um leið að rykið verði dustað af skýrslu sem Lúðvík Berg- vinsson, alþingismaður, lét gera um möguleika á námi í sjávarútvegs- fræðum í Vestmannaeyjum. Samtaka nú Hér hefur verið farið yfir víðan völl og ýmsir möguleikar nefndir sem gætu bæði íjölgað atvinnutækifæmm hér og aukið fjölbreytnina sem er ekki síður mikilvægt. Sumt er stolið, annað staðfært og í einstaka tilfellum örlar kannski á frumlegri hugsun greinar- höfundar. Hvað af þessum hugmynd- um em raunhæft get ég ekki dæmt um en í sumum þeirra felast kannski tækifæri sem em þess virði að vera skoðuð. En orð em til alls fyrst og nú er svo komið að gera verður þá kröfu til bæjarfulltrúa að þeir einhendi sér í að vinna að framfömm hér í bæ. Þar verða llokkspólitískir hagsmunir að víkja fyrir hagsmunum Vestmanna- eyja. Þama þurfa þingmenn líka að koma að en síðast en ekki síst þurfa Eyjamenn að koma sér upp úr tára- dalnum og grípa þau tækifæri sem fyrir hendi eru. I upphafi var minnst á þá Gulla og Halla sem gengu fram fyrir skjöldu svo tryggt væri að Eyjamenn næðu ríkjandi meirihluta í Vinnslustöðinni. Þetta framtak og ekki síst viðhorf er til eftirbreytni og ætti að efla menn til dáða því nýr og breyttur hugsunar- háttur gæti orðið lykillinn að fram- fömm í Vestmannaeyjum og á þeim lykli höldum við sjálf. Sjávarútvegur verður áfram undir- staðan í Eyjum en sá tími er liðinn að hann standi hér undir 5000 manna byggð. Þetta kallar á að bregðast verður við og til þess þarf pólitískan vilja. Hann gæti t.d. komið fram í því að flytja hingað Fiskistofu eins og Ingi bæjarstjóri hefur nefnt. O/nar Garðarson, ritstjórí. E.s. í samgöngumálum er krafan að núverandi Herjólfur fari eins margar ferðir og við þurfum á að halda og endurreisa þarf flugsamgöngur við Reykjavík. Á meðan svo er ekki er allt tal um milljarða fjárfestingu til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar hálf hjákátlegt. E.e.s. Ekki hefur verið minnst á þá möguleika sem felast í íjarkennslu en í því sambandi er bent á grein og viðtöl í miðopnu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.