Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Síða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Síða 7
Fimmtudagur 20. febrúar 2003 Fréttir 7 Sigurður Ingi Ólafsson skrifar: Olnbogavegur Nauðsyn tengingar milli suðureyjarinnar og Eldfellshrauns er mér hulin ráðgáta. Að létta umferðar- þunga af Höfðavegi má gera á mikið einfaldari og ódýrari hátt, sbr. VII. hér að framan. Eg á erfitt með að trúa því að bæjaryfirvöld, að athuguðu máli, láti verða af lagningu þessa vegar. Það mætti hugsa sér ótal aðrar leiðir til að eyða fé borgaranna. Bæjarbúar eru hvattir til þess að mótmæla og kveða niður „OLNBOGADRAUGINN“ í eitt skipti fyrir öll. Enn og aftur hefur dúkkað upp gamall draugur í Eyjum. Lagning svokallaðs Olnboga- vegar er kominn inn á tíllögu tvö að aðalskipu- lagi Vest- mannaeyja 2002 til 2014. Fyrir ekki svo mörgum ámm síðan var honum troðið inn á skipulagsáætlun Vestmannaeyja, en sem betur fer var hann kveðinn niður þá. Vonandi verður svo aftur. l. Verið er að tala um feikilega dýra ffamkvæmd. Skipta þarf um jarðveg í öllu vegarstæðinu og jafnvel sprengja líka. Þama er mold yfir öllu, mjög mishæðótt og bmnahraun á milli. Þessi vegur er fráleitt ,.hagkvæmur“ og alls ekki verjandi að setja fé skatt- borgaranna í þessa framkvæmd. II. Hverjir koma til með að nota þennan veg? -Ofanbyggjarar á leið til og frá vinnu, eða í kaupstaðarferð? Þetta kæmi sér sér sérlega vel fyrir Garðar í Þorlaugargerði, get ég ímyndað mér. Hægt er að fullyrða að eini sjáanlegi ávinningur af vega- lagningu þama verði áhugafólki um sunnudagsbíltúra einna helst til gleði. -Og þó ekki, -það getur ekki verið fólki gleðiefni að horfa upp á þessa tílgangslausu eyðileggingu á óspilltu landi. m. Þama verður mjög mikið rask á grónu landi. Ein af fáum óhreyfðum spildum sem eftir em í bænum. Þama er gífurlega mikið mófuglavarp og hafa m.a. verpt á þessu svæði gæsir, - eina villta gæsavarp hér í Eyjum. Það myndi ömgglega afleggjast. IV. I vegarstæðinu er slægjureitur sem myndi að miklu eða öllu leyti ónýtast. -Ekki til að einfalda sátt við bændur. V. Veglagning þessi yrði í mikilli ósátt við íbúa á svæðinu vegna sjón- mengunar og eyðileggingar á óspilltri náttúm. En mikið er um að fólk venji göngur sínar þama um. Þá hafa böm úr hverfmu sótt mikið í þetta svæði, mun það að öllum líkindum allt leggjast af VI. Benda má á að þessi fyrirhugaði vegur verður einna hæsti vegur á eyjunni. Og ef einhvers staðar verður ófært á vetmm hér í Eyjum vegna snjóa þá er það á þessu svæði. -Sem kallar væntanlega á aukinn kostnað líka. Þá verður líka í vissum vindáttum gífurlega hvasst meðfram flugvellin- um og þekkt er að grjóthríð af flug- vellinum hefur valdið stórfelldum skemmdum á efstu húsum. Sú hætta myndi stórlega aukast við veglagn- ingu þama. VII. M.t.t. þess að Iétta umferð af Höfðavegi þá yrði þessi vegur fráleitt til þess. Mildð nærtækara, ódýrara og vænlegra fyrir alla aðila væri að laga til gatnamótin norðan við Norðurgarð, þannig að umferð beindist frekar um veg sem er þar fyrir til norðvesturs og tengist inn á gatnamót Hraunvegar og Hraunhamars. M.t.t. þess að bæði Hraunhamar og Hraunvegur eru tengibrautir þá yrði þessi tenging mjög einföld og eðlileg. VIII. Um fyrirhugað vegarstæði er aftur á móti mikil umferð gangandi fólks og hestafólks. Mikið nær væri að gera þama varanlega göngu- og reiðgötu sem felld yrði faglega að landslaginu svo sem minnst röskun yrði á þessu mikla varplendi. Þar verður að líta til þess að göngugata og reiðgata verða að vera aðskildar. Allir hljóta að skilja að ekki er geðslegt að vaða hrossaskít á göngustígum eins og fólk hefur þurft að gera annars staðar á eyjunni. Eins mætti hugsa sér einhvers konar trjárækt til skjóls á svæðinu. Hér með er lýst eftir umhverfisnefnd í þessu máli. í tillögum um HVERHSVERNDUN í úteyjum sem og á heimalandinu, dugar ekkert minna til en samvinna og fulltingi Náttúrustofu Suðurlands og Náttúru- verndar ríkisins. Það er full ástæða til þess að taka fyrirhugað vegarstæði „Olnbogavegar" undir hverfisvernd- arsvæði Iíka. Nauðsyn tengingar milli suður- eyjarinnar og Eldfellshrauns er mér hulin ráðgáta. Að létta umferðar- þunga af Höfðavegi má gera á mikið einfaldari og ódýrari hátt, sbr. VII. hér að framan. Eg á erfitt með að trúa því að bæjaryfirvöld, að athuguðu máli, láti verða af byggingu þessa vegar. Það mættí hugsa sér ótal aðrar leiðir tíl að eyða fé borgaranna. Bæjarbúar em hvattir til þess að mótmæla og kveða niður „OLNBOGADRAUGINN“ í eitt skipti fyrir öll. Sigurður Ingi Olafsson Höfðavegi 36. Elías Björnsson formaður Jötuns skrifar: Nokkrar staðreyndir um fiskverð í mánudags- blaði Morg- unblaðsins frá 17. febr- úar sl. birtist greinarkom með af- komutölum Vinnslu- stöðvarinnar innanborðs ásamt hótun um að leggja landvinnsluna af ef sjómannafomstan sýndi ekki sanngimi í samningum um fiskverð í beinum viðskiptum. Nú er það svo að ég undirritaður er í sjómannaforustunni og tek þessar hótanir forsvarsmanna Vinnslustöðv- arinnar óstinnt upp og mun ekki líða þær óátaldar. Eg held að fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar væri nær að óska eftir þvf við flokksbræður sína í ríkisstjóminni að skapa þann gmndvöll sem þarf til að landvinnslan getí borið sig, heldur en að vera sífellt að troða skóinn af sjó- mönnunum sem hjá Vinnslustöðinni Það má geta þess hér að sjómenn taka þátt í útgerðarkostnaði í gegnum kostnaðarhlutdeildina svokölluðu, núna er hún 29%, til að glöggva okkur betur á því hvað þetta þýðir þá er þetta svona: Ef þú fiskar fyrir 100.000, þá kemur til skipta 71.000. 29% á útgerðin til að greiða upp í olíukostnað, fæðiskostnað, mótframlag í lífeyrissjóð og tryggingarsjóð fiskiskipa. Þar fyrir utan á útgerð í beinum viðskiptum helminginn af 71.000 kr. starfa. I maí 2001 vom sett lög á kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna þar sem kveðið var á um að Hæstiréttur skuli skipa gerðardóm til að skera úr um deilumál sjómanna og útvegsmanna, úrskurður skuli liggja fyrir eigi síðar en 1. júlí 2001, sem og hann gerði. Gerðardómurinn tók á ýmsum málum í kjarasamningi sjómanna svo sem hækkun kauptryggingar og launaliða, fækkun í áhöfn, en þar lækka sjómenn í launum, slysatryggingu sjómanna, gildistíma samninga og síðast en ekki síst hvemig ákvarða skuli fiskverð í beinum viðskiptum. Gerðardómurinn gerði ekki annað en að staðfesta þá aðferðafræði við ákvörðunartöku á fiskverði til sjó- manna sem Landsamband Islenskra Utvegsmanna og Samtök atvinnu- lífsins voru búin að semja um við Vélstjórafélag Islands. Það er mér í hug að framkvæmdastjórinn hafi gleymt að lesa gerðardóminn sem honum bar skylda til sem löghlýðnum manni í ábyrðarstöðu. Það má geta þess hér að sjómenn taka þátt í útgerðarkostnaði í gegnum kostnaðarhlutdeildina svokölluðu, núna er hún 29%, til að glöggva okkur betur á því hvað þetta þýðir þá er þetta svona: Ef þú fiskar fyrir 100.000, þá kemur til skipta 71.000. 29% á útgerðin til að greiða upp í olíukostnað, fæðiskostnað, mótfram- lag í lífeyrissjóð og tryggingarsjóð fiskiskipa. Þar fyrir utan á útgerð í beinum viðskiptum helminginn af 71.000 kr. Ef fiskvinnslan sem á skipið leggur upp hjá sjálfri sér. Fiskvinnsla í beinum viðskiptum getur því ákveðið að greiða eins lágt verð og henni þóknast fyrir þann hlut aflans sem hún á, sem er 2/3 hlutir. Höfundur er ritari í framkvœmdastjóm Sjómannasambands Islands og fonnaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum. Bæjarráð: Styrkir fyrir námsmenn til nýsköpun- arverkefna Á fundi bæjarráðs á mánudag var tekið fyrir bréf frá Frosta Gíslasyni varðandi styrk til að vinna nýsköpunarverkefni fyrir fyrirtæki í Eyjum. Leggur Frosti til að bæjarsjóður styrki fjóra námsmenn á ári til að vinna nýsköpunarverkefni. Styrkur frá bæjarsjóði gæti verið háður því skilyrði að mótframlag kæmi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Kostnaður fyrir bæinn miðað við 135 þúsund krónur á mánuði í átta mánuði er rétt rúmlega milljón. Frá Nýsköpunarsjóði námsmanna kæmu til verkefnanna 960 þúsund krónur. Segir ennfremur í bréfinu að hagur fyrirtækja í bænum yrði sá að í staðinn fyrir að láta vöru- þróunarverkefni og ýmis önnur umbótaverkefni sitja á hakanum sé hægt að sinna þeim og auka hagnað fyrirtækjanna til frambúðar. Með þessum aðgerðum aukast einnig Iíkurnar á því að námsmenn flytji aftur til Eyja að loknu námi. Bæjarráð fagnaði erindinu og fól Þróunarfélagi Vestmannaeyja að ræða við bréfritara. Samstarf við Ferða- málaráð Fulltrúar meirihlutans í bæjar- ráði lögðu fram tillögu á fundi ráðsins á mánudag að leita eftir samstarfi við Ferðamálaráð Islands í markaðs- og kynn- ingarmálum, innanlands og erlendis samkvæmt auglýsingu þar um frá 6. febrúar sl. Bæjarstjóra var falið að ganga frá umsókn fyrir 21. febrúar í sam- vinnu við hagsmunaaðila í ferða- þjónustu í Vestmannaeyjum. Leitast verður við að í umsókn bæjarins verði lögð áhersla á að 30 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu, 40 ár frá Surtseyjargosinu, Skans- svæðið, stóra viðburði sem hér eru árlega og annað sem styrkt gæti umsóknina. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fagna framlagi ríkisstjórnar Bæjarráð fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja 6,3 milljörðum króna til ýmissa verkefna vegna meira atvinnu- leysis en búist var við. Sérstaklega er fagnað ákvörðun um fjármagn til byggingar menn- ingarhúss í Vestmannaeyjum og 700 milljón króna framlags í atvinnuátak á vegum Byggða- stofnunar víða um land, svo og vegaframkvæmdum á Suðurlandi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.