Fréttir - Eyjafréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 14
14
Fréttir
Fimmtudagur 20. febrúar 2003
Landa-
KIRKJA
Fimmtudagur 20. febrúar
Kl. 10.00 Mömmumorgunn í
Safnaðarheimilinu. Sr. Þorvaldur
Víðis- son.
Kl. 16.30 Litlir lærisveinar, yngri
hópur. Kórstjóri Guðrún Helga
Bjamadótúr.
Föstudagur 21. febrúar
Kl. 13.00 Litlir lærisveinar, eldri
hópur. Kórstjóri Guðrún Helga
Bjamadóttir.
Sunnudagur 23. febrúar, Konu-
dagur
Kl. 11.00 Barnaguðsþjónusta í
Landakirkju. Feður hvattir til að
mæta með bömin í kirkju. Mikill
söngur, guðspjall, brúður, bænir og
létt stemmning. Sr. Þorvaldur
Víðisson og bamafræðaramir.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta á konu-
degi. Konur lesa ritningarlesu-a og
em sérstaklega boðnar velkomnar.
Organisti Gíslína Jónatansdóttir.
Kór Landakirkju syngur.
Sr. Þorvaldur Víðisson.
Kl. 20.00 Æskulýðsfélag Landa-
kirkju og KFUM&K. Fundur í
Landakirkju. Hulda Líney Magn-
úsdóttir og leiðtogamir.
Mánudagur 24. febrúar
KI. 17.30 Æskulýðsfélag fatlaðra
eldri hópur. Hulda Líney Magnús-
dóttir, Ingveldur Theódórsdóttir og
sr. Kristján Bjömsson.
Þriðjudagur 25. febrúar
Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára
krakkar í kirkjunni.
Undirbúningur fyrir æskulýðsdag.
Sr. Þorvaldur Víðisson og
leiðtogamir.
Miðvikudagur 26. febrúar
Kl. 16.20 TTT yngri, 9-10 ára
krakkar í kirkjunni. Undirbúa
æskulýðsdag. Sr. Þorvaldur Víðis-
son og leiðtogamir.
Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára
krakkar í kirkjunni. Undirbúa
æskulýðsdag. Sr. Þorvaldur Víðis-
son og leiðtogamir.
Kl. 20.00 Opið hús í KFUM&K
fyrir æskulýðsfélagið. Hulda
Líney Magnúsdóttir.
Hvítasunnu
-KIRKJAN
Fimmtudagur 20. febrúar
Kl. 20.30 Biblíufræðsla, komið og
kynnist Biblíunni, bók bókanna.
Allir hafa gott af því og em
velkomnir.
Föstudagur 21. febrúar
Kl.20.30 Unglingakvöld, ungt fólk
hittist til að gleðjast í Guði.
Laugardagur 22. febrúar
Kl. 20.30 Bænasamvera. Guð er
megnugur að blessa og styrkja.
Sunnudagur 23. febrúar
Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn, nú
er kátt í kirkjunni fyrir alla krakka.
Kl. 15.00 SAMKOMA
Gerir Guð kraftaverk? Komdu og
athugaðu hvað er í gangi.
Lofsöngur og lifandi orð Guðs.
Allir hjartanlega velkomnir.
Þriðjudagur 25. febrúar
Kl. 17.00 Bamastarf fyrir 9-12 ára,
margt skemmtilegt gert.
Bænastundir hvem virkan dag kl.
7.30.
Aðventkirkjan
Laugardagur 22. febrúar
Kl. 10.30 Biblíurannsókn.
Knattspyrna: Fjórði flokkur kvenna
ÍBV íslandsmeistari
Fjórði flokkur kvenna lék um helgina
í úrslitum í Islandsmótinu í innan-
hússknattspymu sem fór fram í
Austurbergi. A laugardeginum fóm
fram undanriðlar en þar var leikið í
tveimur þriggja liða riðlum og tvö
efstu liðin komust í undanúrslit. IBV
var í riðli með Einherja og Víkingi
Reykjavík og unnu stelpumar báða
leikina nokkuð ömgglega.
í undanúrslitum mætti ÍBV Hauk-
um og urðu lokatölur þar 2-1 fyrir
ÍBV en mörk ÍBV skomðu þær Svava
Kristín Grétarsdóttir og Kolbrún Inga
Stefánsdóttir.
í úrslitaleiknum sjálfum mætti ÍBV
Grindavík. Leikurinn var æsispenn-
andi og komst ÍBV yfir 1 - 0.
Grindvíkingar svömðu með tveimur
mörkum en Eyjastúlkur börðust vel
og skomðu síðustu tvö mörk leiksins,
sigmðu því 3-2 og em íslands-
meistarar í innanhússknattspymu
2003.
Mörk IBV í úrslitaleiknum skomðu
þær Þórhildur Ólafsdóttir, Fanndís
Friðriksdóttir og Kolbrún Inga Stef-
ánsdóttir.
ISLANDSMEISTARARNIR komu heim með bikarinn á mánudaginn og var tekið á móti
þeim með blómum.
Hressó og Fréttir:
Aldís, Heiða og Pálína tóku áskoruninni
Þrjár konur tóku áskorun Hressó
og Frétta um að taka upp breyttan
lífsstíl með aukinni hreyfingu og
breyttu mataræði. Þær hafa sett sér
það takmark að ná af sér samtals
um 30 kílóum á næstu tólf vikum.
Þær verða vigtaðar vikulega og
verða tölurnar birtar í Fréttum í
hverri viku.
Jóhanna Jóhannsdóttir, íþróttafræð-
ingur, hefur tekið konurnar að sér og
fylgir þeim úr hlaði með ýmsum ráð-
leggingum, bæði í mataræði og
hreyfmgu. Fyrir það fyrsta eiga þær að
setja sér raunhæf markmið. Mikil
áhersla er lögð á leikfimi sem miðast
bæði við að konurnar brenni fitu og
byggi sig upp. Þær eiga að mæta í
Hressó sex sinnum í viku, mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga er lögð
áhersla á styrktaræfmgar og brennsla
er á þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum.
Þær fengu í hendur möppu með
ýmsum ráðleggingum, m.a. inniheldur
hún nákvæman matseðil sem er þó
ekkert slor og býður upp á einn
frjálsan dag í viku.
Fréttum og Hressó finnst ánægju-
legt að fá konumar þrjár til að taka
áskoruninni um leið til betra lífs og
við óskum þeim Aldísi, Heiðu og
Pálínu alls hins besta og megi þær
allar ná settu marki.
Vanlíðan að bera þetta allt
saman
Aldís Atladóttir er elst kvennanna, 43
ára og á ijögur böm. Hún er í dag 98,5
kíló og stefnir að því að missa tíu kíló
á næstu tólf vikum.
„Það er fyrst fremst vanlíðanin af
því að bera þetta allt saman,“ sagði
Aldís þegar hún var spurð um ástæðu
þess að hún ákvað að taka áskor-
uninni. „Mér fannst kominn tími til að
gera eitthvað í málunum. Litla dóttirin
er líka byrjuð í Hressó og það er því
kjörið að mæta með henni.“
Aldís hefur reyndar tekið aðeins
forskot á sæluna því hún byrjaði í
TILBÚNAR. Heiða, Aldís og Pálína tóku áskoruninni og ætla næstu tólf vikurnar að segja lesendum
Frétta frá því hvernig gengur. Verða tölur um árangurinn birtar í hverri viku.
Hressó um miðan janúar og hún
finnur strax mikinn mun. „Eg hef
fundið mikla breytingu, þolið hefur
aukist, ég finn fyrir vellíðan sem ég
hef ekki fundið fyrir lengi og þetta er
allt annað og betra líf.“
Hvað fannst þér erfiðast? „Að breyta
mataræðinu," svaraði Aldís. „Mér
finnst ég þurfa að borða alltof mikið
því nú veit ég hvað ég borðaði vitlaust
áður. Mig langar að snúa mér enn
meira yfir í grænmeti og ávexti án
þess að taka allt kjöt út,“ sagði Aldís
sem horfir björtum augum til næstu
tólf vikna.
Vil losna við slenið
Heiða Marinós er 29 ára og á tvö böm.
Hún hefur sett sér það takmark að ná
af sér 15 kílóum.
„Eg var í leikfimi fyrir mörgum
árum,“ segir Heiða þegar hún er spurð
að því hvort þetta séu hennar fyrstu
kynni af leikfimi en af hveiju tók hún
áskoruninni?
„Það er nú aðallega til að ná af sér
þessu sleni. Það fylgir því ákveðið
slen að vera með aukakíló og mér
finnst að ef við náum árangri sé gott
að geta miðlað því til annarra eins og
við ætlum að gera í gegnum Fréttir."
Heiða er núna í raun og vem að fara
í sitt annað átak því á síðasta sumri
náði hún af sér 20 kílóum og hefur
henni tekist að halda því marki. „Ég
veit því hvað ég er að fara út í en núna
byrja ég á að taka mataræðið til endur-
skoðunar og svo er það að sjálfsögðu
þjálfunin á Hressó sem er stóra atriðið.
Ég hlakka rosalega til að byija og er til
í hvað sem er,“ sagði Heiða að lokum.
Orðin þreytt á útlitinu
Pálína Buch er 34 ára og á tvö böm.
Hennar markmið er að ná af sér 16,2
kg. „Ég kvíði fyrir því að láta upp
hvað ég er þung,“ sagði Pálína sem er
116,5 kg.
,,Ég var orðin þreytt á að líta svona
út, það er erfitt fyrir sálina að vera
svona," segir Pálína og vísar þar til
aukakílóanna. „Ég hætti að reykja
fyrir ári og þá byrjaði maður að
þyngjast fýrir alvöru."
Hvað um mataræði? „Jóhanna gefur
okkur upp matseðil og mælir með
fæðubótarefnum sem hún ætlast til að
við tökum með. Ég er spennt að takast
á við þetta, það verður erfitt að láta
fylgjast með sér en um leið er það
hvetjandi fyrir okkur að standa
okkur,“ sagði Pálína að lokum.