Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 16. april 2003 Fréttir 17 ADSEND GREIN Jóhann Guðmundsson skrifar: Jafnrétti á að gilda fyrir alla Stefnuskrár stjómmála- flokkana liggja nú fyrir og ljóst er að langt er á milli í mörgum málum. Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur ályktað ítrekað að skólagjöld í skólum landsins þyrftu að hækka verulega og að afskipti ríkisins ættu að minnka verulega af menntakerf-inu. Ljóst er að með þeirri stefnu mun tala þeirra sem klára framhaldsnám minnka enn frekar. Það er því brýnna að afnema skólagjöid þegar haft er í huga að hér á landi ljúka einungis 40% hvers árgangs ekki framhaldsnámi, samkvæmt rannsóknum við HÍ. Færri Islendingar stunda nám á framhaldsskólastigi en á Norður- löndunum, 81% af hverjum árgangi hér en um 89% þar. Einungis 56% Islendinga á aldrinum 25 til 65 ára hafa lokið framhaldsskólaprófi meðan þetta hlutfall er 78% á öðrum Norðurlöndum. Islendingar hafa lengi varið mun minna fé til mennta- mála sem hlutfalli af landsfram- leiðslu en aðrar OECD þjóðir. Aukin tækifæri fyrir alla Sérstaka áherslu þarf að leggja á Skólagjöld mega aldrei verða að veruleika hér á landi, niður- lagning LÍN og önnur slík umræða er fásinna hjá ungum Sjálfstæðismönnum. Það er einkenni jafnaðarhugsunarinnar að jafnrétti eigi að gilda fyrir alla, þannig á aðgangur að menntakerfinu sem og velferðar- kerfinu á að vera fyrir alla og ekki undir neinum kringum- stæðum takmarkaður af efnahag eða öðrum aðstæðum. fjamám, endurmenntun og ný tæki- færi íyrir þá sem hafa horfið frá námi á iífsleiðinni. Samfélagið skuldar þeim sem hafa horfið frá námi eða vilja bæta við menntun sína að dymar séu opnaðar fyrir þá til að bæta við menntun sína eða nema eitthvað nýtt til að öðlast fleiri tækifæri á vinnu- markaði. Það er í stefnu Samfylkingarinar að framhaldsskólum í landinu verði gert kleift að útskrifa nemendur ári fyrr en nú er gert. Nýtt tækifæri í menntun á að byggjast á aðgengilegu grunnnámi, framhaldsnámi, starfs- námi eða námstilboðum fýrir þá sem vilja bæta við sína fyrri menntun eða hasla sér völl á nýjum sviðum. Þannig jöfnum við tækifærin og búum til öfluga veitu inn í atvinnu- lífið. Samræmd stúdentspróf koma í veg fyrir þessi tækifæri og þess vegna segir Samfylkingin, nei við samræmdum stúdentsprófum. Menntamál í öndvegi Menntamál eiga að vera eitt megin- kosningamálið 10. maí. Það vantar meiri umræðu um menntun og leiðir til að bæta menntakerfið. Skólagjöld em staðreynd sem virðist vera að festa sig í sessi á Islandi, síaukin umræða hefur verið að færast nær ameríska kerfinu með hinum miklu skólagjöldum sem sliga fjölskyldur sem hafa bam á skólaaldri og vilja veita þeim sem besta menntun. Skólagjöld mega aldrei verða að vemleika hér á landi, niðurlagning LÍN og önnur slík umræða er fásinna hjá ungum Sjálfstæðismönnum. Það er einkenni jafnaðarhugsunarinnar að jafnrétti eigi að gilda fyrir alla, þannig á aðgangur að menntakerfinu sem og velferðarkerfinu á að vera fyrir alla og ekki undir neinum kringumstæðum takmarkaður af efnahag eða öðmm aðstæðum. Kjósum rétt Til að menntakerfið fái öflugan mál- svara á Alþingi verðum við að kjósa rétt í maí, velferð menntakerfisins er í húfi og tími er kominn tii að tekið verði á málum þar af festu. Til þess þarf stuðning almennings, kjósum rétt. Merkjum x við Samfylkinguna. Höf. erformaður Ungra jqfhaðamutnna í Vestnumnaeyjum ADSEND GREIN Jóhanna Njálsdóttir skrifar: Hvers vegna vel ég Vinstri græna? Ég hef lengi haft brenn- andiáhuga á pólitík. Frá því að Alþýðu- bandalagið hætti að starfa sem formlegur stjómmála- flokkur hef ég verið nokkuð hikandi og ekki fundið farveg fyrir mínar skoðanir fyrr en nú. Eftir að hafa grandskoðað málið af mestu kostgæfni sá ég að eina stjómmálaaflið sem ég get stutt er Vinstrihreyfingin- grænt framboð. Astæður þess em fyrst og fremst þessar: Öflug samfélagsþjónusta Vinstri hreyfingin- grænt framboð er eini stjómmálaflokkurinn sem efla vill samfélagsþjónustu og velferð með því að tryggja að ijárhagsleg staða fólks skerði aldrei möguleika til að njóta opinberrar þjónustu og fé- lagslegs öryggis. Það er í raun dapurlegt til þess að hugsa að nú- verandi ríkisstjóm hefur, frá því hún komst til valda, stöðugt verið að skerða hina samfélagslegu þjónustu og nú er staðan sú að sumir þjóð- félagshópar eiga mun minni mögu- leika en aðrir að njóta þeirra gmnn- réttinda sem t.d. heilbrigðiskerfið ætti að bjóða öllum þegnum landsins án tillits til efnahags eða þjóðfélags- Vinstrihreyfingin- grænt fram- boð er eini stjómmálaflokkurinn sem leggur höfuðáherslu að möguleikarnir í atvinnuupp- byggingu landsbyggðarinnar og reyndar landsins alls byggist á því að efla lítil og meðalstór fyrirtæki. Þar er vaxtarsprotinn. Ef áframhaldandi stefna stjómvalda fær áfram fram að ganga er ekki von á að úr rætist. stöðu. Ofan á þetta bætist svo það að ríkisstjómarflokkamir reyna hvor um annan þveran að koma hinni sam- félagslegu þjónustu í hendur einka- aðila. Ef svo fer batnar síst staða þeirra sem minnst mega sín þegar hagnaðarsjónarmiðin ein fá að ráða ferðinni. Friðarstefna Vinstrihreyfingin- grænt framboð er eini stjómmálaflokkurinn sem leggur áherslu á að móta sjálfstæða, íslenska utanríkis- og friðarstefnu. Hreyfingin hafnar með öllu allri aðild að hem- aðarbandalögum og öðm hemaðar- brölti. Eða hefur sagan ekki sýnt okkur að stríð bitna fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín og ekki síst bömum. Þegar íslenska ríkis- stjómin fylgdi Bandaríkjamönnum eins og rakkar til þess að taka þátt í íraksstríðinu sást best hve veruleika- firrtir íslensku stjómarherramir em. Ekki Evrópusambandið Vinstrihreyfingin- grænt framboð hafnar aðild Islends að Evrópu- sambandinu þar eð slík aðild myndi skerða fullveldi Islands og forræði þjóðarinnar yfir auðlindum lands og sjávar. I stað hægfara innlimunar í Evrópusambandið eiga Islendingar að þróa samskiptin í átt til einfaldari, tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu við aðrar þjóðir. Abyrg atvinnustefna Vinstrihreyfingin- grænt framboð er eini stjómmálaflokkurinn sem leggur höfuðáherslu að möguleikamir í atvinnuuppbyggingu landsbyggð- arinnar og reyndar landsins alls byggist á því að efla lítil og meðalstór fyrirtæki. Þar er vaxtarsprotinn. Ef áframhaldandi stefna stjómvalda fær áfram fram að ganga er ekki von á að úr rætist. Það þekkjum við hér í Vestmannaeyjum. Vinstrihreyfingin- grænt framboð hefur einn stjóm- málaflokka lagt fram sjávarútvegs- stefnu sem færa leið til þess að komast út úr þeim óskapnaði sem núverandi sjávarútvegsstefna er. Næst á dagskrá Þessi mál eru mér nægjanleg til að styðja Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Þau em réttlætismál og þeim þarf að hrinda í framkvæmd. Það gemm við með því að kjósa X- U hinn 10. maí því næst á dagskrá er réttlæti. Höf skipar 4. sœti á framboðslista VG í Suðitrkjödtemi Haukur Hauksson skrifar: Sparnaður að halda Inga sem bæjarstjóra Ágætu Vestmanna- eyingar, ég geri nú ekki mikið af því að notfæra mér þá þjónustu sem Iþróttamið- stöðin hefur upp á að bjóða en lét þó undan þrábeiðni dóttur minnar að fara með hana í sund eins og ég geri stundum um helgar. Hugsaði ég mér þá gott til glóðar- innar og fór smástund inn í sána- klefann, því aldrei er betra að raka sig en eftir gott sánabað. Ástandið þar er ástæða þess að ég velti upp eftir- farandi spumingum og hugleiðingum og beini þeim til forráðamanna bæjarins. Hafið þið einhver af ykkur farið í sána nýlega og finnst ykkur ástandið þar viðunandi? Það datt einnig upp í huga minn í þessu sam- bandi að það virðist ekki vera neitt vandamál á ferðinni þegar skipta á um bæjarstjóra þó að það kosti tugi milljóna en ef að þarf að gera eitthvað fyrir opinberar stofnanir bæjarins, að upphæðum sem skipta ekki nema tugum þúsunda þá er allt í hers höndum. Ég ætla því að koma með þá uppá- stungu að nýi meirihlutinn í bæjar- stjóminni, sem hefur undanfarin ár deilt hart á fyrrverandi meirihluta, fyrir bmðl og óráðseyðslu sjái nú sóma sinn í því að leyfa núverandi bæjarstjóra að sanna eða afsanna hvort hann sé fær um að gegna því embætti sem hann hefur verið ráðinn í til næstu fjögurra ára, það liggur varla svo mikið á að reka hann. Ég veit reyndar ekkert um hvort hann hafi gert einhver afglöp á þeim stutta tíma sem hann hefur starfað en ef svo er þá ætti að gera það opinbert. Hugsanlegur nýr bæjarstjóri sam- kvæmt Suðurfréttum, er Páll Scheving. Ekki ætla ég að leggja dóm á það hvort hann er betri eða verri kostur fyrir bæinn en eitt veit ég að hann þyrfti að spara mikið upp í þá upphæð sem kostar að hafa tvo bæjarstjóra á launum. Þá kemur upp sú spuming hvemig á að spara, það virðist ekki vera búið að finna upp nema eina aðferð, skera niður útgjöld í formi lækkaðs þjónustustigs. Ef sú verður raunin þvert á öll kosningaloforð, þá mun nýi meiri- hlutinn taka sér pólitíska fjöldagröf, sem er nú kannski ágætis sparnaðar- leið. Ég get ekki séð að þjónustustigið megi verða á lægra plani en þegar er orðið. Því geri ég það að uppástungu að núverandi bæjarstjóri verði látinn sinna sínu starfi og það fé sem bæjar- stjómin telur að eyða megi aukalega í að hafa tvo bæjarstjóra, verði lagt í leikskóla, iþróttamannvirki og sjúkra- hús og með það ætla ég að fara að taka sánabaðsflísamar úr rasskinn- unum því að ég nenni ekki að bíða með að láta læknana á fjársveltandi sjúkrahúsinu taka þær. Haukur Hauksson. Frjálslyndir funda Frjálslyndir héidu opinn fund á sunnudaginn á Lundanum þar sem voru mættir um 30 manns. Magnús Þór Hafsteinsson, efsti maður á lista flokksins, hélt aðalræðuna og fór yfir helstu áherslur Frjálslyndra. Megin- þunginn var á sjávarútvegsmál sem eru fyrirferðarmikil á stefnuskrá tlokksins. Magnús Þór var nokkuð ánægður með fundinn en sagði að fudarmenn hefðu mátt vera fleiri. „Fermingar stóðu sem hæst þennan dag og veislur um allan bæ. En við eigum eftir að koma aftur fyrir kosningar því stefna okkar á erindi við Eyjamenn, sagði Magnús Þór. MAGNUS Þór. HANNA Birna Jóhannsdóttir skipar 4. sæti listans.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.