Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 1
Hitaveita Suðurnesja skiiaði 810 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Á síðasta aðalfundi var ákveðið að greiða hluthöf- um út arð sem nemur 270 milljónum króna. Hlutur Vestmannaeyja er sjö prósent og þar af leiðandi 18,9 milljónir króna. Þegar arður hefur verið greiddur eykst eignarhlutur Vestmannaeyjabæjar um 39 milljónir. Á aðalfundinum var kosin ný stjórn en stjórnarmönnum var fækkað úr tólf í sjö. Hiutfall eignarhluta ræður fjölda stjómar- manna en Reykjanesbær á þrjá fulltrúa, Hafnarfjörður einn, Grindavík einn, Vestmannaeyja- bær einn og einn fulltrúi kemur frá ríkinu. Garður, Vogar og Sandgerði komu ekki inn manni þar sem eignarhlutur þeirra er ekki nógu stór. Lúðvík Berg- vinsson, aiþingismaður og bæjar- fulltrúi V-listans fór inn í stjórn- ina sem fulltrúi Vestmanna- eyjabæjar. Framsóknarmenn opnuðu kosningaskrifstofu síðasta föstudag. Athygli vakti þegar Guðni Ágústson, landbúnaðar- ráðherra og ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismaður komu ríðandi á skrifstofuna þar sem Hjálmar Árnason, alþingis- maður og Eygló Harðardóttir, frambjóðandi tóku á móti þeim ásamt fleira framsóknarfólki. Alvarlegt fíkniefnamál kom upp um helgina: Verðmætið nær hálf milljón Hluti efnanna til eigin neyslu en líklega stærsti hlutinn í sölu Sex manns á aldrinum sextán til þrjátíu og eins árs voru hand- teknir í tengsium við fíkniefna- málið sem kom upp um helgina. Við húsleit á föstudagskvöld fundust 140 grömm af hassi og í pakka sem kom með Herjólfi fundust 30-E töflur. Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglu- fulltrúi, segist telja að söluverðmæti efnanna sé u.jr.b. 440 þúsund krónur. „Grammið af hassi selst á 2500 til 3000 krónur og E-pilla selst á sama verði. E-pillurnar seljast á um 90 þúsund og hassið á 350 þúsund." Tryggvi segir að einhver hluti efn- anna hafi verið ætlaður til eigin neyslu en líklegt að stærsti hlutinn hafi átt að fara í sölu. „Það er alveg á hreinu að þeir sem eru að selja efni eru að því til að hafa út úr því pening og eins til að fjármagna eigin neyslu. Frá því í september til dagsins í dag höfum við tekið 530 grömm af hassi. Innkaupsverð er í kringum 1000 - 1500 krónur grammið og þá kosta þessi 530 grömm um 500 - 800 þúsund í innkaupum. Söluverðmæti efnanna á götunni er því um 1600 þúsund þannig að hagnaðurinn er frá 800 þúsund til einnar milljónar. 1^1 'í liMI a öllum svidum! Handboltafyrir- liðinn í pólitíkina Ingibjörg Jónsdóttir skipar 11. sætið ó lista Sjólfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. | BLS. 6 Guðjón kominn í alvöru slag Guðjón Hjörleifsson skipar 3. sæti ó lista sjólfstæðismanna og í opnu gerir hann grein fyrir sínum helstu baróttumólum. I BLS. 10 og 11 Vatnsleiðslan aftur í sundur Á laugardag þegar hleypt var á vatnsleiðsluna eftir viðgerð og þrýstingur jókst á ný kom á hana sams konar gat og áður en nú um tíu metrum nær Eyjum. Leiðslan hefur sargast í hörðum botninum þannig að hún þolir ekki fullan þrýsting sem verður við dælingu, að því er Friðrik Friðriksson veitustjóri tjáði blað- inu. Kaflinn sem lítur verst út er um 30 til 40 metrar. Ljóst er að í sumar verður að ráðast í miklar endurbætur sem felast í því að setja samfellda hólka utan um leiðsluna á þessu svæði. Undir- búningur að viðgerðinni er þegar hafinn. Innbrot í Lundann Brotist var inn í Lundann að- faranótt miðvikudags milli klukkan fjögur og hálf flmm. Farið var í spilakassa og pen- ingum stolið. Rúða var brotin í útihurð og skemmdir unnar á kössum. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á þes- sum tíma eru vinsamlegast beðnir að láta lögreglu vita. TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Rettingar og sprautun Sími 481 1535 Sk íp °9 bíll EIMSKIP Œ&mtéB FRETTALJOS Alla föstudaga kl. 20.00 og mánudaga kl. 18.00 (e) FJÖLSÝN 30. árg.» 16. tbl. * Vestmannaeyjum 16. apríl 2003 » Verð kr. 180 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is Nítján milljónir króna í arð sími: 481 3500 sími: 481 3500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.