Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16.. aprfl 2003 Fréttir 9 Sparisjóður Vestmannaeyja 60 ára - Viðtal við Þór Vilhjálmsson formann stjórnar: Styrkur okkar liggur í starfsfólkinu -sem nær góðu sambandi við viðskiptavinina og veit hverjar þarfirnar eru. Þetta er ómetanlegt fyrir stofnun eins og okkar sem vill byggja á persónulegri þjónustu. Þór Vilhjálmsson hefur setið í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja frá árinu 1994 og sem formaður stjórnar frá árinu 2000. Spari- sjóðurinn á 60 ára afmæli um þessar mundir. Það hefur margt gerst frá því Þór tók fyrst sæti í stjórninni og enn fleiri hafa stökkin orðið sé litið tii sögu Sparisjóðsins í 60 ár. Þessara tímamóta var minnst með hátíðarfundi en upphaftð má rekja til 3. desember árið 1942 þegar stjóm- arráð Islands staðfesti samþykktir fyrir Sparisjóð Vestmannaeyja sem eru dagsettar hinn 30. október 1942. Þær sömdu Helgi Benediktsson kaup- maður, Jóhann Sigfússon útgerðar maður, Hermann Guðjónsson toll- gæslumaður, Sigurjón Sigurbjömsson forstjóri og Þorsteinn Þ. Víglundsson sem var ráðinn sparisjóðsstjóri. I fyrstu stjóm vom Þorsteinn Þ. Víglundsson, Kjartan Olafsson og Helgi Benediktsson. Sparisjóðurinn var starfræktur í litlu herbergi í húsinu Reyni við Bárustíg og í apríl 1943 byrjaði fólk að leggja peninga inn í Sparisjóðinn. Síðan hefur hann vaxið og dafnað og stórt skref fram á við var stigið þegar árið 1962 var flutt í núverandi húsnæði að Bámstíg 15. Þór segir að fímm sitji stjóm, þrír stjómarmenn eru kjörnir á aðalfundi en tveir eru kjömir af bæjarstjóm Vestmannaeyja. „Það hefurekki verið mikið um mannaskipti í stjóminni því frá stofnun Sparisjóðsins hafa ekki nema 21 setið í stjóm hans,“ segir Þór. Þá hafa aðeins fimm gegnt stjómar- formennsku, Þorsteinn Þ. Víglundsson frá 1942 til 1965, Sveinn Guð- mundsson 1965 til 1974, Sigurgeir Kristjánsson 1974 til 1992, Amar Sigurmundsson 1992 til 2000 og svo Þór frá árinu 2000. Sjómarmenn, sem setið hafa 20 ár eða lengur í stjóm sjóðsins, em Sigur- geir Kristjánsson í 34 ár, Þorsteinn Þ. Víglundsson í 32 ár, Amar Sigur- mundsson í 28 ár, Ragnar Óskarsson í 24 ár, Guðlaugur Gíslason í 20 ár og Magnús H. Magnússon í 20 ár. „I 60 ára sögu Sparisjóðsins hafa þrír menn gegnt starfi sparisjóðstjóra og sinnt því starfi með miklum ágætum. Þorsteinn Þ.Víglundsson var sparisjóðsstjóri frá stofnun sjóðsins til ársins 1974 en þá tók Benedikt Ragnarsson við. Hann lést langt um aldur fram í júní 1999.1 október sama ár tók Ólafur Elísson núverandi sparisjóðsstjóri við störfúm. Aðstoðar- sparisjóðsstjórar hafa verið þrír, þau Benedikt Ragnarsson. Guðjón Hjör- leifsson og Olöf Jóna Þórarinsdóttir. Forstöðumaður Sparisjóðsins á Suðurlandi er Pétur Hjaltason. Frá upphafi hafa 122 starfsmenn starfað hjá Sparisjóðnum við almenn og sérhæíð bankastörf. Auk þeirra hefur annað starfsfólk unnið ýmis önnur störf í lengri eða skemmri tíma svo sem ræstingarstörf." Lengstan starfstíma eiga: Benedikt Ragnarsson 29 ár, Þorsteinn Þ. Víg- lundsson 32 ár, Kristfn Haraldsdóttir 25 ár og Sigríður Guðmundsdóttir 24 ár. „Starfsfólk Sparisjóðsins hefur jafnan haft á sér gott orð, lipurð og góðvild hefur jafnan verið einkenn- andi. Þessir góðu kostir starfsfólksins hafa átt ríkan þátt í vexti og viðgangi Sparisjóðs Vestmannaeyja.“ I nýlegri könnun fengu Spari- sjóðimir hæstu einkunn viðskiptavina og segir Þór að það haft ekki komið ÞÓR stjórnarformaður í ræðustól sér á óvart. „Ég er sannfærður um að okkar fólk á sinn þátt í þessu því eins og kemur fram hér að framan tjaldar fólk ekki til einnar nætur sem ræður sig í vinnu í Sparisjóðnum. Starfsfólk okkar nær því góðu sambandi við viðskiptavinina og veit hverjar þarf- imar em. Þetta er ómetanlegt fyrir stofnun eins og okkar sem vill byggja á persónulegri þjónustu. Um leið hafa sparisjóðirnir fylgst með öllum nýjungum í bankaheiminum. Samstarf þeirra gerir okkur mögulegt að takast á við sífellt stærri verkefni og fyrir tilstilli Sparisjóðabankans getum við tekið stærri fyrirtæki í viðskipti en áður,“ sagði Þór. Hann sagði að upphaflegt markmið með stofnun Sparisjóðsins hafl verið að styrkja stöðu Vestmannaeyja og það sé enn í hávegum haft. „Eg get alveg gert orð Þorsteinns Þ. Víg- lundssonar, fyrrverandi sparisjóðs- stjóra að mínum. „Efling Sparisjóðsins er efling einstaklingsins í Vest- mannaeyjum til mannsæmandi lífs. Barátta Sparisjóðsins fyrir bættum kjömm Eyjabúa er unt leið eins konar sjálfstæðisbarátta þeirra, losar þá undan fjárhagslegu áhrifavaldi annars staðar frá. Þar er þeirra eigið fé, þeirra eigið afl, til þeirra hluta sem gera skal INGIBJÖRG í Þorlaugargerði og Þórunn Gísla virtust skemmta sér vel í veislunni. JÓHANN, Jón í Ási og Ásta voru mætt í veisluna. ÓLAFUR sparisjóðsstjóri ávarpar aðalfundinn. og nauðsyn krefst, að framkvæmdir verði, ef Eyjabúum skal famast vel,“ sagði Þór. Fengjum fljótt bágt fyrir Á aðalfundinum kom fram tillaga frá Kristjáni Eggertssyni, sem er einn stofnfjárfesta, um að gerð yrði könnun á viðskiptum Sparisjóðsins sjö ár aftur í tímann til að kanna hvort þar hafi allir viðskiptavinir setið við sama borð. „Tillaga Kristjáns kom okkur á óvart en hún var felld. Við verðum að sjálfsögðu að virða bankaleynd og getum því ekki rætt mál einstakra viðskiptavina. En við verðum að hlíta ákveðnum lögum og reglum í starfi Sparisjóðsins og nokkrum sinnum á ári koma fulltrúar frá Fjármála- eftirlitinu og fara yfir öll viðskipti sjóðsins. Við fengjum því strax bágt fyriref værum að mismuna viðskipta- vinum. Meira get ég ekki sagt,“ sagði Þór að lokum. Um kvöldið var afmælisveisla í Höllinni þar sem saman voru komnir um 200 manns. Þar var m.a. boðið upp á söng með þeim hjónum Helgu Jónsdóttur og Amóri Hermannssyni. FRÁ fundinum, fremst eru Jóhann Kjiirnsson, Grétar Þórarinsson, Stefán Jónasson. STEFÁN skóari og Svanbjörg kona hans voru meðal gesta á fundinum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.