Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 18
18 Fréttir Miðvikudagur 16. apríl 2003 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 17. apríl Kl. 20.00. Messa á skírdagskvöld. í lok messunnar verður afskrýðing altarisins. Kaffisopi á eftir í Safn- aðarheimilinu. Föstudagurinn langi, 18. apríl Kl. 14.00. Guðsþjónusta með kór- söng og mikilli tónlist. Félagar í Leikfélagi Vestmannaeyja lesa písl- arsögu Jesú Krists úr guðspjöll- unum og völdum passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar. Guðsþjón- ustunni lýkur með lestri síðustu orða Krists á krossinum. Páskadagur, 20. apríl Kl. 8.00 árdegis. Hátíðarguðs- þjónusta á páskadagsmorgni. Morgunverður á eftir í Safnaðar- heimilinu. Kl. 10.45. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Allir hjartanlega velkomnir. Annar dagur páska, 21. apríl Kl. 14.00. Bama- og skímarguðs- þjónusta. Kl. 16.00. Tónleikar í Landakirkju. Anna Alexandra Cwalinska og móðir hennar, Védís Guðmunds- dóttir og faðir hennar. Fjölbreytt dagskrá. Þríðjudagur 22. apríl Kl. 18.00 og 18.45. Æfingar fyrir fermingarböm sumardagsins fyrsta og sunnudagsins 27. apríl. Miðvikudagur 23. apríl Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K heimilinu við Vestmannabraut. Sumardagurínn fyrsti, 24. apríl Kl. 11.00. Fermingarmessa. Alt- arisganga. Nöfn fermingarbamanna em birt annars staðar í blaðinu. Prestar eru sr. Kristján Bjömsson og sr. Þorvaldur Víðisson. Hvítasunnukirkjan Skírdagur Kl. 20.30 Brauðsbrotning, við minnumst síðustu kvöldmáltíðar Jesú með lærisveinunum. Föstudagurinn langi Kl. 9.00 -14.00 Bænasamfélag. Kirkjan opin og við komum til að minnast atburða dagsins í bæn og tilbeiðslu. Kl. 15.00 SAMKOMA Allir hjartanlega velkomnir Páskadagur Kl. 15.00 Hátíðarsamkoma. „Minn Drottinn reis frá dauðum." Mikill söngur og lofgjörð. Allir hjartanlega velkomnir. Annar í páskum Kl. 15.00 SAMKOMA Við höld- um áfram að fagna sigri lífsins. Söngur, gleði og gott samfélag. Allir hjartanlega velkomnir. GLEÐILEGA PÁSKA Aðventkirkjan Laugardagur 19. apríl Kl. l0.30Biblíurannsókn. Biblían talar Sími 481-1585 Vestmannaeyjar koma við sögu á frímerkjum Islandspósts á þessu ári Frímerkjaútgáfur Islandspósts tengj- ast Vestmannaeyjum á jsessu ári. Þann 23. apríl nk. verða gefin út frímerki með myndum af ferjum, sem notaðar eru hér við Island. Þær eru Sævar til Hríseyjar, Sæfari til Grímseyjar og Hríseyjar, Baldur á Breiðafirði og síðan Herjólfur milli lands og Eyja. Merkin verða gefin út í tveimur heftum og eru tvö merki af Baldri og Herjólfi saman f hefti. Verðgildi merkjanna í Herjólfsheftinu verður 60 kr. Þetta merki nýtist sem burðargjald til Evrópu í forgangspósti. Á forsíðu heftisins með Herjólfs- merkjunum má sjá skipið á siglingu undir Heimakletti á leið til hafnar í Vestmannaeyjum. Hönnuður merkj- anna og kápunnar á heftinu er Eyja- maðurinn Hlynur Olafsson. Hlynur hefur hannað frímerki fyrir póstinn frá árinu 1993. ínóvembernk. verða gefin út merki í seríunni „Eyjar við Island,“ þar verður annað myndefnið HEIMAEY. Tengtfrímerkjumerustimplar. 23 janúar sl. var í notkun stimpill á pósthúsinu í Eyjum til að minnast upphafs jarðelda á Heimaey 1973. Þann 3. júlí nk verður notaður stimpill á pósthúsinu , til að minnast Gosloka. Það er sannfæring mín að Eyjamenn geti notað þessi tækifæri til að auglýsa bæinn okkar og auka þannig ferðamannastraum til Eyja. Guðni F. Gunnarsson Reykjavík HERJOLFUR prýðir heftið sem hefur að geyma myndir af ferjum við Island. Á mynd- unum til hliðar eru frímerkin en allt er þetta hannað af Hlyni Olafssyni. Sjálfstæðismenn blása til sóknar SJÁLFSTÆÐISMENN opnuðu sína kosningaskrifstofu í Ásgarði í vikunni. Þar voru mættir frambjóðendur og stuðningsmenn til að brýna kutana fyrír komandi átök. Það er Ijóst að framundan er stutt en snörp kosningabaraátta og verður mikill þeytingur á frambjóðendum í nýju Suðurkjördæmi sem nær frá Hornafirði í austri að Hafnarfirði í vestri. Hér er Guðjón Hjörleifsson, þríðji maður á D-Iista, með Erlu Vídó sem að sjálfsögðu var mætt til að styðja sitt fólk. Heilscráskoran rrecra 09 nrasso Pálína 10,5 106,0 Heiða 11,0 97,7 Aldís 5,3 93,2 SAMTALS 26,8 HressÓ ML KJARTAN og María tóku sig vel út í samanburðinum. María Péturssdóttir og Kjartan Ársælsson tóku í fyrsta skipti þátt í Galaxy-fittneskeppni fyrir skömmu og stóðu sig með ágætum. Kjartan varð í 8. sæti af 17 keppendum og var hann mjög sáttur við árangurinn. María náði þokkalegum árangri en hún sagðist vera reynslunni ríkari. „Eg er ákveðin að taka þátt í íslandsmótinu í haust og ég leit á þessa keppni fyrst og fremst sem æfingu fyrir það. Nú veit ég hvað ég þarf að laga og hvernig keppnin er þegar á hólminn er komið. Eg hef góðan tíma til að undirbúa mig fyrir Islandsmótið sem ætti að skila sér í betri árangri,“ sagði María að lokum. Keppnin verður á Sýn kl. 20.00 á morgun. Evrópuár fatlaðra -Samfélag fyrir alla Með þessari stuttu grein langar mig að koma því á framfæri að Evrópusambandið hefur tileinkað árið 2003 málefnum fatlaðra. Eru einkunnarorð ársins - Samfélag fyriralla. Eittaf meginmarkmiðum á Evrópuári fatlaðra er að upplýsa almenning um jafnan rétt þeirra sem búa við fötlun. Með því að leggja áherslu á málefni fatlaðra og opna umræðu um þau mál er vonast til að einstaklingar með fótlun fái betra tækifæri til að vera virkari þátttakendur í samfélaginu. Á það ekki síst við um tækifærið til að afia sér menntunar og þátttöku á vinnumarkaði. Til þess að jákvæðar breytingar megi verða er jákvæð umræða, skilningur og vilji almennings mikilvægur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.