Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir Miðvikudagur 16.. apríl 2003 Fréttir kynna frambjóðendur - Ingibjörg Jónsdóttir skipar 11. sæti á D-lista: Hef mikinn áhuga á mennta- og tómstundamálum INGIBJÖRG fagnar sigri mcð Unni Sigmarsdóttur þjálfara ÍBV. Ingibjörg Jónsdóttir fyrirliði deildarmeistara IBV í handknatt- leik hefur í nógu að snúast þessa dagana. Nýlokið er undanúrslita- rimmu við Val og framundan einvígi milli erkifjendanna IBV og Hauka. Og eins og þetta sé ekki nóg þá er hún einnig komin á kaf í stjórnmálabaráttuna en hún skipar 11. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Ingibjörg er kennari að mennt og starfar í Barnaskólanum. Hún er í sambúð með Elíasi Arna Jónssyni, stýrimanni og eiga þau cinn son, Jón Kristin. Framundan er stutt hlé á deildar- keppninni í handknattleik vegna leikja unglingalandsliðs Islands. Ingibjörg segir þó að ekkert frí verði hjá þeim þrátt fyrir það. „Þetta verða bara æf- ingabúðir yfír páskana. Það er ágætt að fá tækifæri til að styrkja okkur enn frekar fyrir baráttuna og búa líkamann undir frekari átök.“ Ingibjörg er á sínu nítjánda ári með meistaraflokki ÍBV en hefur æft hand- bolta frá því hún var 10 ára. „Ég byrjaði að æfa með Þór, það er svo langt síðan,“ sagði Ingibjörg sem líst vel á rimmuna við Hauka. „Það er alltaf gaman að spila við Hauka og í báðum liðunum er fullt af stelpum sem gefa aldrei tommu el'tir þannig að þetta verður mikil barátta." Hún sagði ÍBV liðið í dag líldega það best mannaða sem hún hefur leikið með. „ÍBV-liðið, ?em varð Islandsmeistari 2000, var alveg frá- bært en þá var ekki eins mikil breidd og er núna,“ sagði Ingibjörg og bætti við að nú væri líka komið að lokum hjá sér með IBV, þetta verða síðustu leikir hennar fyrir liðið því hún hyggst leggja skóna á hilluna í vor. „Það er komið nóg, maður er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna með ÍBV og vonandi nær maður bara að klára þetta með Islandsmeistaratitli. Ég held lika að það sé kominn tími til að sinna Ijölskyldunni meira.“ Það kemur þá ekkerl til greina að snúa sér að þjálfun ? „Nei, ég held ekki. Ég væri meira til í að fara úl í íþróttaskóla en ef ég myndi snúa mér að þjálfun vildi ég frekar þjálfa stráka en stelpur, það er alltaf meira vesen í kringum kven- fólk.“ Alltaf liðið vel í skóla Bamaskóli Vestmannaeyja er hennar vinnustaður, sami skóli og hún var í sín bamaskólaár, hvers vegna ákvað In'm að fara að lcera til kennara? „Ég eiginlega veit það ekki. Ég tók mér ársfrí eftir að hafa klárað stú- dentinn og sótti svo um í Kennara- háskólanum. Mér hefur alltaf liðið vel í skóla og ég hef rosalega gaman af því að vinna með bömum." Ingibjörg kennir sex ára bömum sem em að stíga sín fyrstu skref í bamaskóla og einnig hefur hún aðeins komið að kennslu í unglingadeildinni. „Þetta er mjög krefjandi og skemmti- leg vinna og svakalega fjölbreytt, maður veit aldrei hvað bíður manns þegar maður leggur af stað til vinnu á morgnana.11 Er forvitin að eðlisfari Hvers vegna ákvaðstu að fara í framboð? „Ég viðurkenni að ég hváði fyrst við þegar það var hringt í mig og tók mér góðan tíma til að ákveða mig. Ég talaði við mína nánustu og eftir það ákvað ég að láta slag standa. Það er fínt að byrja svona aftarlega og sjá þetta í vissri fjarlægð. Þetta er nýr vettvangur og ég er forvitin að eðlis- fari og þar sem fyrir liggur að ég ætla að hætta í handboltanum í vor verður maður að finna sér eitthvað að gera til að fylla upp í þann tíma sem losnar," sagði hún og brosti. Hefur þú alltaf verið pólitísk? „Nei, einmitt öfugt. Ég hef verið frekar ópólitísk en verið þessi týpa sem ræði mikilvæg málefni yfir kaffibollanum eins og aðrir. Hvers vegna þá framboð fyrir Sjálf- stœðisflokkinn? „Það lá reyndar alltaf beinast við að ef ég færi að skipta mér af málunum þá færi ég fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn. mínar skoðanir eiga góða samleið með því fólki." Samgöngur betri fyrir20 árum Hvaða mál brenna heitast á þér? „Eðlilega hef ég mikinn áhuga á mennta- og tómstundamálum en eins hef ég miklar áhyggjur af atvinnu- og sjávarútvegsmálum. Mál málanna í Eyjum í dag eru samgöngumál og þar viðurkenni ég að hafa verið eins og vindurinn undanfarið. Ég hef llakkað á milli þeirra lausna sem virðist vera fyrir hendi. Samt held ég að flestir séu sammála því að ef göng eru möguleg þá á að stefna á þau.“ Hún talar af reynslu enda fylgja íþróttaiðkun mikil og tíð ferðalög. „Samgöngur voru í betra ásigkomu- lagi íyrir 20 árum og ég get alveg sagt það að lélegar samgöngur og langur tími sem fer í leiki er ein af meginástæðum þess að ég er að hætta núna í boltanum. Við fórum í einn leik með Fokker vél Flugfélags Islands og manni leið og eins maður væri á leið til útlanda, þetta er svo sjaldgæft. Sambýlismaðurinn er á sjó og ég því ein með bamið og þegar það fer svona langur tími í hvem leik verður þetta lýjandi. Ég hef verið svo heppin að eiga foreldra hér sem hafa hjálpað okkur mikið.“ Hún sagði að lokum að henni litist vel á baráttuna framundan í stjómmál- unum. „Ég hugsa að þetta verði skemmtilegt, ég lít svolítið á þetta sem keppni og ég er mikil keppnis- manneskja þannig að þetta leggst vel í mig.“ svenni @ eyjafrettir. is Samfylkingin komin í startholumar LÚÐVÍK, stcndur hér á milli heiðursmannanna Tryggva Jónassonar og Ella Bergs og allir eru þeir með rætur í gamla Alþýðuflokknum. Samfylkingarfólk opnaði kosningaskrifstofu sína á laugardaginn. Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson frambjóðendur vom á svæðinu og var farið yfir málin og baráttuna sem framundan er. Boðið var upp á léttar veitingar fyrir gesti og gangandi og ekki annað að sjá en að hugur væri í fólki. ADSEND GREIN Þorsteinn Ólafsson skrifar: Jarðgöng efla byggð á Suðurlandi Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur mikla áherslu á að byggð fái að þróast og dafna um allt land. Við viljum að létt verði undir með smáum og meðalstórum fyrirtækjum með atvinnuþróunarstyrkjum, hag- stæðum lánum og skattaívilnunum fyrstu árin. Við viljum einnig styrkja sjávarbyggðimar með því að byggða- tengja stöðugt stærri hluta af aflaheimildunum. Það er gmndvallaratriði í nútíma- legri byggðastefnu að öll gmnn- þjónusta sé tryggð, heilsugæsla, skólakerfi og samgöngur. I Suðurkjördæmi skera Vest- mannaeyjar sig úr með erfiðar samgöngur og þær þarf að bæta. Undir það tóku þeir Kolbeinn Ottarsson Proppé, efsti maður á lista VG í Suðurkjördæmi og Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins á opnum fundi VG í Eyjum fyrir stuttu. Það er umhugsunarefni að nú er svo Ég tek því heils hugar undir það að það sé mjög brýnt að leggja strax fé í rannsóknir á því hvort þessi kostur er mögulegur. Verði niðurstaðan sú að hægt sé að gera göng með nægilegu öryggi þarf að setja þau á áætlun sem fyrst, en séu aðstæður þannig að það sé ekki hægt verða menn að einhenda sér í aðra og síðri kosti eins og mögulega Bakkafeiju. komið að það er aðeins á færi fárra einstaklinga og stöndugra fyrirtækja að nota sér flug milli Eyja og Reykja- víkur. Flugfélag Vestmannaeyja hefur unnið mikið og gott starf um langt árabil og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samgöngum Eyjanna. Það er brýnt að ljúka við að leggja bundið slitlag á vegarspottann milli Gunn- arshólma og Búðarhóls og Ijúka við suður-norður flugbrautina á Bakka. Það er ljóst að Bakkaflugið mun halda áfram að aukast næstu árin hvað sem annars gerist í bættum samgöngum upp á Suðurströndina. Veita verður fé til rannsókna vegna jarðganga Jarðgöng milli lands og Eyja væri besti kosturinn í samgöngum. Ég sé fyrir mér að slík göng yrðu gríðarleg lyftistöng fyrir byggðarlögin báðum megin við sundið. Það sem skiptir mestu máli, fyrir utan það að hægt væri að komast milli lands og Eyja hvenær sem er, er að Vestmannaeyjar og Miðsuðurland yrðu eitt stórt at- vinnusvæði sem skiptir miklu máli í atvinnuuppbyggingu. Jarðgöng eru ekki bara hagsmunamál Eyjamanna. Ég tek því heils hugar undir það að það sé mjög brýnt að leggja strax fé í rannsóknir á því hvort þessi kostur er mögulegur. Verði niðurstaðan sú að hægt sé að gera göng með nægilegu öryggi þarf að setja þau á áætlun sem fyrst, en séu aðstæður þannig að það sé ekki hægt verða menn að einhenda sér í aðra og síðri kosti eins og mögulega Bakkafeiju. Ég mun svo sannarlega leggja mitt af mörkum til þess að þingmenn VG styðji íjárveitingar til rannsókna á jarðgangagerð til Vestmannaeyja og kjósendur geta treyst því að flokk- urinn og þingmenn hans gera sér fulla grein fyrir mikilvægi góðra samgangna fyrir byggðarlögin alls staðar á landinu. Höf. skipar4. sceti á framboðslista VG í Suðurkjödœmi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.