Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Page 2
2 Frcttir / Fimmtudagur 19. júní 2003 Veitingar og leiklist á Skansinum Selma Ragnarsdóttir (D) lagði fram tillögu á fundi menningarmála- nefndar þann 11. júní sl. Sömu tillögu hafði hún borið upp á fundi bæjarráðs nokkmm dögum áður en þar var hennið vísað frá þar sem Selma á ekki sæti í bæjarráði. Hún er aftur á móti í menn- ingarmálanefnd og gekk betur að leggja tillöguna fram þar. „Menn- ingarmálanefnd samþykkir að leita nú þegar leiða til þess að koma upp veitinga- og leiklistaraðstöðu á Skanssvæðinu. Verkefnið sem áformað er að standi yfir í a.m.k. mánaðartíma á þessu sumri er hugsað sem tilraunaverkefni í tilefni að þrjátíu ára goslokaafmæli. Ef verkefnið heppnast vel gæti þetta orðið til þess að efla menn- ingartengda ferðaþjónustu í Eyjum. Bæjarsjóður taki að sér að koma upp tjaldaðstöðu og fleira. Að öðm leyti verði veitingarekstur á svæð- inu boðinn út.“ Menningarmálanefnd samþykkti að kanna með auglýsingu hvort einhverjir eru tilbúnir til þess að taka að sér að reka aðstöðuna til reynslu. Segja upp samningi við Gámaþjón- ustuna ehf. Á fundi bæjarráðs á mánudag var samþykkt af meirihluta ráðsins að segja upp núgildandi samningi við Gámaþjónustuna um rekstur Sorpu og sorphirðu, þar sem frestur til að segja upp samningnum ertil 1. júlí nk. Jafnframt er bæjarstjóra og eftir- litsmanni Sorpu falið að leggja fram tillögur um framtíðarskipan sorp- mála fyrir 1. september nk. Selma Ragnarsdóttir (D) lagði fram aðra tillögu. „Bæjarráð sam- þykkir að freista þess að ljúka gerð nýs samnings við núverandi rekstraraðila Sorpeyðingarstöðvar og sorphirðu í Vestmannaeyjum fyrir næstu mánaðamót þannig að nýr samningur taki gildi þegar nú- verandi rekstrarsamningur rennur út.“ Meirihlutinn vísaði tillögunni frá þar sem fyrir liggur að framkvæma þarf endurskoðun á fyrirkomulagi sorphirðu og sorpeyðingar í Vest- mannaeyjum og því nauðsynlegt að allir samningar séu lausir. Stórhýsi í miðbæinn? Á fundi skipulags- og bygginga- nefndar þann 10. júní sl. lá fyrir umsókn frá Teiknistofu Páls Zóphóníassonar um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús með blandaða notkun á Baldurshagareitnum. Nefndin frestaði erindinu og fól byggingafulltrúa að koma á fundi með umsækjanda. FRÉTTIR Eyjamark - markaðs- og kynningarfyrirtæki: Kynna Eyjarnar sem heíld í síðasta mánuði var formlega stofnað fyrirtækið Eyjamark sf. en það er markaðs- og kynningarfyrirtæki fyrir Vestmannaeyjar. Þeir sem standa að fyrirtækinu eru Viking Tours, Flug- félag Vestmannaeyja, Hótel Þórs- hamar, Prófasturinn og Lundinn og loks Höllin. Sigurmundur Einarsson er formaður stjómar fyrirtækisins en Sigríður Lísa Geirsdóttir er þar gjaldkeri og raunar sú sem starfar að mestu fyrir hið nýstofnaða markaðs- fyrirtæki. „Við höfum unnið saman síðan á síðasta ári en það var ekki fyrr en í síðasta mánuði sem við stofnuðum formlega fyrirtækið," sagði Lísa og Sigurmundur bætti við að tilgangur með stofnuninni sé fyrst og fremst að hafa sameiginlegan vettvang til að markaðssetja Vestmannaeyjar. „Við höfum auglýst mikið saman og teljum vænlegra til árangurs að hafa stórar heilsíðuauglýsingar í stað þess að hver og einn sé að auglýsa kvart úr síðu og þess háttar.“ Eyjamark er nú þegar farið að láta að sér kveða og hefur bæklingi um Vestmannaeyjar verið dreift um allt land og raunar einnig út fyrir land- steinana á allar upplýsingamið- stöðvar sem Norræna hefur aðgang að víða um heim. „Svo erum við að fara af stað með markaðsmál á Netinu í gegnum Wats'on in lceland en það fyrirtæki verður með alhliða upplýs- ingar um ísland sem ferðamannaland og um alla staði sem hægt er að heimsækja hér á landi. Þetta gerir ferðamönnum auðveldara fyrir að ná í þær upplýsingar sem þeir sækjast eftir. Eins mun fyrirtækið vera með veltiskilti á stærstu upplýsingamið- stöðvum landsins og á Reykja- víkurflugvelli,“ sagði Lísa. Sigurmundur sagði að það væri fullt af fólki að gera góða hluti í Eyjum þegar kemur að ferðamálum. „Nú erum við t.d. að bjóða aðilum frá Upplýsingamiðstöð Suðurlands og Reykjavík til okkar í kynningarferð, fyrri hópurinn verður héma á fimmtu- dag og sá seinni í næstu viku. Þetta fólk sendir mikið af fólki til Eyja og þau verða að vita hvað þau em að bjóða.“ Það vekur athygli að þama er aðeins um að ræða nokkra aðila sem starfandi em í ferðaþjónustu en aðrir njóta þó góðs af þeirra starfi að sögn Lísu og Sigurmunds. „Við emm að setja peninga í þetta og kynnum Vest- mannaeyjar, við erum ekki að segja, komið til Eyja, gistið hjá okkur og borðið héma eða þar. Við emm að kynna allt sem viðkemur Vestmanna- eyjum með því að kynna heildar- pakkann." Sigurmundur sagði vissan misskiln- ing vera í gangi hjá sumum sem starfandi em í bransanum. „Þetta snýst bara um markaðsmál og við vitum öll að afþreying í Eyjum er miklu meiri en bara rúta og bátsferð. Það er hér t.d. hestaleiga og margt fleira sem aðrir en þeir sem em aðilar að Eyjamarki koma að. Þau njóta líka góðs af okkar starfi.“ Þau sögðu fullt að gerast nú þegar hjá fyrirtækinu. „Við útbjuggum t.d. veggspjald sem keyrð vom hringinn í kringum landið og sett á alla mögu- lega staði á leiðinni. Þetta leggjum við á okkur, enda er þetta okkar áhugamál og okkar lífsviðurværi,“ sagði Lísa og Sigurmundur bætti við að sem betur fer hefðu þeir sem em í fullri atvinnu í ferðaþjónustu borið gæfu til þess að standa saman og þannig mætti ná fram markvissari markaðssetningu en verið hefur. Sigurmundur, sem starfrækir Vik- ing Tours, segir að það þurfi að setja sér markmið __ um aukinn fjölda ferðamanna. „Eg tek sem dæmi að hvalaskoðun á íslandi hófst árið 1995 með um tvö þúsund manns en núna em sextíu og fimm þúsund manns sem fara í hvalaskoðun á íslandi ár hvert. Það er margt athyglisvert í bígerð hjá þeim og má þar nefna kaffihús og upplýsingamiðstöð sem Sigurmundur ætlar að opna innan skarnms niðri við höfn. Hótel Mamma er annað dæmi, en það er í eigu Hótels Þórshamar, þar er um að ræða nýjung, gistiheimili sem hefur ákveðið þema. Utisvæðið bakvið Prófastinn hefur tekið stakka- skiptum og Flugfélag Vestmannaeyja hefur unnið markvisst að því að endurnýja flugflotann. Ekki má gleyma Hallarmönnum sem hafa unnið markvisst að sínum markaðs- málum undanfarið og ljóst að tilkoma Hallarinnar hefur breytt til batnaðar þeim möguleikum sem hægt var að bjóða upp á í Eyjum. Sigurmundur taldi þó að brotthvarf Flugleiða af flugleiðinni Reykjavík - Vestmannaeyjar hafi haft slæm áhrif á ferðaþjónustuna í Eyjum. „Þar þarf að taka til hendinni, hér eru menn að tala um göng eftir tíu til fimmtán ár, nýjan Herjólf eftir sjö til átta ár eða ferjulægi við Bakkafjöru eftir tíu ár. Ef ríkið myndi leggja 100 milljónir í pott til þess að niðurgreiða flugið væri komin hér fimmtíu sæta vél á morgun. Það ætti að vera þannig að hvert sæti sem er nýtt verði niðurgreitt um ákveðna upphæð þannig að það yrði akkur fyrirtækisins að hafa sem flesta farþega. Ólíkt því sem er t.d. á Höfn þar sem íslandsflug fær vissa upphæð fyrir að halda uppi farþegaflugi, algjörlega óháð farþegafjölda. Við höfum pólitíkusa sem gætu unnið í þessum málum fyrir okkur, þetta er ekki há upphæð fyrir ríkið og annað eins hefur nú verið gert fyrir önnur sveitarfélög," sagði Sigurmundur ákveðinn en bætti við að þrátt fyrir að Flugleiðir séu ekki lengur með áætlunarflug til Eyja séu þeir ekki búnir að taka Vestmannaeyjar út af sínu korti. Oll dýrin vinir á fjölbreyttri goslokahátíð Undirbúningur goslokahátíðar er nú í fullum gangi og Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, hefur í nógu að snúast þessa daganna. Allsherjar Kamivalstemmning á að ríkja í lofti, á sjó og í landi þessa daga. Ætlunin er að fá listamenn bæjarins til að koma með hugmyndir að skreyt- ingum í bænum og skapa um- hverfislistaverk þar sem náttúran er í aðalhlutverki. „Hugmyndin er að gera bæinn lit- ríkan og skemmtilegan, mála bæinn rauðan! Ég hef heyrt að fólk ætli að setja upp myndir af húsum sínum eins og þau litu út við goslok, skreyta götur ofl. Allt á að iða af lífi og ljöri og t.d. væri gaman að fólk mætti í litríkum furðufötum í skrúðgönguna á setn- ingarhátíðina og Skvísusundið. Menn hafa talað um að framleiða lunda- gogga sem bæjarbúar gætu sett upp og ég auglýsi hér með eftir hugmyndum frá bæjarbúum. Ef einhver er með atriði og vill troða upp þá endilega hafa samband. Við endurtökum 25 ára afmælið þar sem allir lögðust á eitt við að ná fram hinni einu og sönnu Eyjastemmingu. Við Ieitum til bama og unglinga og uppákomur verða um allan bæ, á söfnunum, á Stakkó, Baldurshagalóðinni, við höfnina, Undir Löngu, á hafnargörðunum, í Skvísusundi, umhverfis það og á fleiri stöðurn," segir Andrés. Hátíðin hefst með upphitun fimmtudaginn 3. júlí sem er gosloka- dagurinn. Þrjár listsýningar verða opnaðar, tónleikar verða í Höllinni fyrir ungmenni um kvöldið og hugsanlega verður gestur frá vinabæ okkar í Færeyjum með uppákomu. Föstudaginn 4. júlí verður hátíðin sett formlega með skrúðgöngu og götuleikhús og óvæntar uppákomur setja svip á miðbæinn og Stakkó. „Um kvöldið verður opnuð ljós- myndasýning í Alþýðuhúsinu og í framhaldinu verða sagnaþulir með sögur frá gostímanum. Málverka- sýning verður í opnuð í Samkomuhúsi Hvítasunnumanna. Papar eru aug- lýstir í Höllinni og Skvísusundið og bærinn mun iða af lífi og fjöri um kvöldið.“ Víkingaskipið fslendingur verður á svæðinu og vonandi eiga trillur og smærri bátar eftir að setja svip á höTnina ásamt dýpkunarprömmunum. Á laugardeginum verður áframhald- andi fjölskyldugleði um allan bæ. Leikur ÍBV og KR verður á Há- steinsvelli, útivistardagur Spari- sjóðsins á Baldurshagalóðinni og Samskip bjóða bæjarbúum í skemmtisiglingu umhverfis Eyjar. „Um kvöldið verður tónlistardag- skrá í Höllinni, „Ó fylgdu mér í Eyjar út“ í umsjá Hafsteins Guðfinnssonar. Á sama tíma verða ýmis tónlistaratriði og uppákomur í bænum. Áfram- haldandi fjör frá kvöldinu áður verður í Skvísusundi, hefst milli níu og tíu og stendur fram á morgun." Þar verður hið rómaða kaffihús „dulalndaSjöfn" með óvæntum skemmtiatriðum, bjórkrár, harmónikkukrá, söngur og spil. Logamir, Obbosí, Hippabandið, Tríkot og spumingin er? Leikfélagið verður í stóm hlutverki alla dagana, með spákonur, gamla kunningja, furðuvemr og götuleikhús. Dagskrá sunnudagsins hefst með helgistund við krossinn á hrauninu en gengið verður þangað frá Landakirkju og þaðan að Stafkirkju á Skansinum. Hugsanlega verður þar einhver uppákoma í stíl Tyrkjaránsins. Bama- skemmtun verður um daginn og um kvöldið verða tónleikar Hafsteins Guðfinnssonar endurteknir." Þegar Andrés er spurður hvaða hlutverki höfnin gegni í hátíðahöld- unum stendur ekki á svari. „Við ætlum að gera höfnina að einu alls- herjar götuleikhúsi. Víkingaskipið verður á staðnum og það er aldrei að vita nema flóttaferðir með bátum verði sviðsettar og ameríski herinn komi og hjálpi okkur. Mottóið er, allir hjálpast að, og öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.“ Hátíðin er hugsuð fyrst og fremst hugsuð fyrir Eyjamenn og brottflutta og það verður ósvikin fjölskyldu- stemming alla dagana. „Fólk hefur talað um að allt gistirými sé upppantað en IBV mun hugsanlega setja upp veitingasölu í veitingatjaldinu fyrir gesti inni í Dal kjósi menn að koma í hópum með flugi, enda nóg pláss þar á tjaldstæðinu en þar getum við komið eins mörgum fyrir og við viljum. Volcano Open golfmótið fer fram þessa helgi þannig að það verður alls staðar eitthvað að gerast. Ég vil taka fram að flugfélögin eru til staðar og hægt að fá far með Herjólfi. Nánari dagskrá verður kynnt síðar og borin í hús. Síðan er málið að byggja sig upp, vaka þessa fjóra sólarhringa og safna svo kröftum fyrir þjóðhátíðina," segir Andrés hress að vanda. Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri:_ Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.