Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Qupperneq 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 19.júní2003
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
Fanndís Friðriksdóttir
er Eyjamaður vikunnar.
Fallegasti staður sem
þú hefur komið á?
Landmannalaugar og
Mývatnsveit.
Uppáhalds-
íþróttamaður eða
íþróttafélag? Henry,
IBV og Arsenal.
Stundar þú einhverja
íþrótt?
Já, fótbolta.
Ertu hjátrúarfull? Já,
það er bara þegar ég er
búin að vinna einhvern
leik þá verð ég að hafa
allt alveg eins og það var
í síðasta leik.
Uppáhalds sjónvarps-
efni? Bara MTV.
Besta bíómynd sem þú
hefur séð? How to loose a guy in
ten days.
Hvað finnst þér gera fólk
aðlaðandi? Fallegt bros.
Hvað finnst þér gera fólk frá-
hrindandi? Fýlupokaháttur.
Kom það þér á óvart að vera valin
efnilegasti leikmaðurinn? Nei,
engan veginn.
Hvernig fannstþér mótið takast?
Mjög vel.
Fer 4. flokkur á fleiri mót í sumar?
Já, hann fer á Gull og silfurmótið og
svo er náttúrulega bara íslandsmótið.
Eitthvað að lokum? Bróðir minn er
bestur! Þakka Stefí sérstaklega og
einnig Ernu fyrir að vera góðir
þjálfarar, og fyrir að fá að vera með
svona skemmtilegum stelpum í
flokki.
Skötuselur í BBQ sósu
Eg vil þakka karli föður nu'nwn fyrir dskorunina og
reyni mitt besta til að ski honum við. Það verður ekki
auðvelt encla vita þeir sem þekkja hann vel að hann er
listakokkur en - likefather like son.
Skötuselur í BBQ sósu
400 gr skötuselur (utankvóta)
liúlf flaska BBQ sósa
/ nmtskeið sojasósa
svartur pipar
15 til 20 grœn piparkom
hvítlauks kryddblanda frú Poltagöldrum
Skerið skössann niður ífrekar smúa bita og setjið hann í
glæran plastpoka. Hellið BBQ sósunni og sojasósunni
ofan í pokann og veltið þessu saman. Takiðið kryddið og
bætið við og veltið þvísaman við. Geymist íkœli ísvona
sólarhring. Gott er að snúa pokanum öðru hverju og
hrista aðeins upp íþessu. Grillist ú úlbakka þangað til
fiskurinn er orðinn stinnur. Með þessu er gott að hafa
bökuð jarðepti ogferskt salat meðfetaosti.
Borðist í góðumfélagsskap.
Pulsuréttur bestabarnsins
10 pulsur
llaukur
I epli
1 dós bakaðar baunir
1 peli rjómi
soðnar kartöflur
Skerið pulsurnar i tommu bita og setjið ú pönnu. Skerið
niður laukinn, kartöflumar og eplið og bœtið við. Steikist
í smú stund. Bœtið baununm og rjómanum við og lútið
malla.
Með þessu er gott að hafa grjón og nueli ég með
sérsíuðu rigningarvatni úr Suðurey með þessu.
Bróðir minn er bestur
Vöruvalsmótið íknattspyrnu var um
síðustu helgi og var árangur
Eyjastúlkna nokkuð góður. Engin
skilaði þó betri árangri en Fanndís
Friðriksdóttir leikmaður 4. flokks ÍBV
sem var valin efniiegasti leikmaður
mótsins. Fanndís er Eyjamaður
vikunnar að þessu sinni.
A/afn?Fanndís Friðriksdóttir.
Fæðingardagur og ár?
9. maí 1990
Fæðingarstaður? Akureyri.
Fjölskylda? Foreldrar: Nanna Leifs-
dóttir, Friðrik Friðriksson, systkini:
Frans Friðriksson og Nína Friðriks-
dóttir.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Ég er ekki búin að
ákveða það.
Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Ég
er ekki mikil bílamanneskja en það
verður örugglega bara einhver flottur
bíll.
Uppáhaldsmatur? Kjöt sem er
grillað.
Versti matur? Fiskur.
Uppáhaldsvefsíða? Ég bara veit
það ekki.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap? Bara tónlistin á FM 957
Með hvaða aðila vildir þú helst
eyða helgi? Rakel Ýr á Spáni.
Aðaláhugamál?
Fótbolti.
Ég ætla að skora á olíubaróninn Svein Magnússon á Kletti sem ég held að leyni á sér í
eldamennskunni. Sjáumst á þjóðhátíð.
Nýfœddirífc/ 4
Vestmannaeyingar
Þann 13. febrúarsl.
eignuðust Björg
Ólöf Bragadóttir
og Valgeir Sigur-
jónsson dóttur sem
hefur verið skírð
Sandra Dögg. Hún
vó 3620 grömm og
var 50 cm að lengd
við fæðingu. Með
henni á myndinni
er stóri bróðir
hennar Sigþór Öm.
Fjölskyldan býr í
Grindavík
Þann 29. apríl sl.
eignuðust Hrefna
Díana Viðarsdóttir
og Hörður Pálsson
dóttur sem skírð
hefur verið Nadía.
Nadía fæddist á
Landsspítalanum
og var 51 sm og
3836 grömm við
fæðingu.
Fjölskyldan býr í
Reykjavík.
Tillaga Arnars fékk ekki afgreiðslu
-þarsem hanrt varekki viðstaddur fundinn
Á fundi bæjarráðs á mánudag lá fyrir
tillaga frá Amari Sigurmundssyni (D)
um það að fela tækni- og
umhverfissviði Vestmannaeyjabæjar
að gera áætlun um kostnað við að
koma upp göngustíg og göngubrú í
Neðri Kleifum er taki land í
sandtjörunni undir Löngu sunnan
Heimakletts. Vildi hann að bæjarráð
óskaði eftir að kostnaðaráætlun liggi
fyrir eigi síðar en 30. september nk.
Komi til framkvæmda verði verkið
unnið í nánu samstarfi við hafnastjóm
Vestmannaeyja, enda staðsetning
mannvirkja á athafnasvæði hafnar-
innar. „Það hefur lengi verið draumur
margra Eyjamanna að koma á
tengingu milli uppfyllingar norðan
Friðarhafnar og svæðisins undir
Löngu. Á fyrri hluta síðustu aldar var
göngubrú í berginu í Neðri-Kleifum er
tók land í fjörunni Undir Löngu. Þá
eiga margir Eyjamenn góðar
minningar um ferðir Undir Löngu á
smábátum yfír sumartímann. Þetta
svæði var dæmigert útivistarsvæði,
einkunt barna og unglinga á góð-
viðrisdögum. Menningartengd ferða-
þjónusta verður sífellt umfangsmeiri
og falla nýjar hugmyndir menningar-
málanefndar um staðsetningu v/b
Blátinds VE á bóli á svæðinu mjög
vel að þessari tillögu.
Gangi þessi tillaga eftir er nauðsyn-
legt að góð samvinna takist á milli
allra þeirra aðila sem koma að málinu
með einum eða öðrum hætti."
Tillagan var ekki tekin til afgreiðslu
þar sem hún var ekki tæk að mati
meirihlutans þar sem Amar sat ekki
fundinn. Selma Ragnarsdóttir (D)
bókaði þá, þar sem hún sagði að
tillagan hafi komið frá Amari Sigur-
mundssyni sem er aðalmaður í
bæjarráði, og var komin inn fyrir
tiltekinn tíma, en hann forfallaðist á
síðustu stundu vegna veðurs. „I ljósi
þessa tel ég að tími sé kominn til að fá
botn í tillögurétt aðal- og varamanna í
bæjarráði og bæjarstjórn." Guðrún
Erlingsdóttir og Stefán Jónasson (V)
bókuðu þá að þau hörmuðu enda-
lausan klaufaskap sjálfstæðismanna
við tillöguflutning í bæjarráði og
vonuðust þau eftir þvf að þeir vandi
betur vinnubrögð sín.
Amar Sigurmundsson var afar ósátt-
ur við meðferð málsins. „Þetta er f
annað skiptið sem núverandi for-
maður útilokar tillögu frá okkur með
þessum hætti og eru þetta alveg ný
vinnubrögð sem þarf að skoða sér-
staklega." Hann sagði tillöguna verða
tekna fyrir á næsta túndi bæjarstjómar
og meginatriðið sé að þetta fái
eðlilega afgreiðslu þar.
Guðrún Erlingsdóttir, formaður
bæjarráðs, sagði að á síðasta
kjörtímabili hafi fulltrúum minni-
hlutans verið bannað að flytja tillögur,
nema að sitja fundi. „Við virtum það
og teljum að nú gildi hreinlega söntu
lögmál. Þetta er nú að verða svolítið
kómískt, að Amar komi með tillögur
frá Selmu og Selma með tillögu frá
Arnari. Vonandi fer þessi vitleysa að
hætta svo við getum nýtt tímann í
þarfari mál.“
á döfinni
JÚIÍÍ
19. ÍBV - Frorn Landsbankadeild karla ki 19.15.
19. -22. Myndlistarsýning Bjarna Olafs Magnússonar í Vélasalnum.
20. Jónsmessugleði í Fiskiðjusundi, hljómsveitin A móti Sól.
20. ÍBV ■ FH Landsbonkadeild kvenna kl. 20.00.
20. KFS ■ Fjölnir. 2. deild karla. kl. 20.00 ó Helgafellsvelli.
22. ÍBV ■ FH Landsbankadeild korla kl. 16.00.
25. Shellmót ÍBV hefsl.