Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Síða 18
18 Fréttif / Fimmtudagur 19. júní 2003 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 19. júní Kl. 10.00. Mömmumorgunn á kvennafrídegi. Hvað ætli pabbamir geri í því? Sunnudagur 22. júní Helgistund á Hraunbúðum kl. 14.00. Messufrí í Landakirkju vegna prestastefnu á Hólum í Hjaltadal. Allir velkomnir á Hraunbúðir í staðinn. Prestur sr. Baldur Gautur Baldursson. Miðvikudagur 25. júní Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K heimilinu. Síðasta opna húsið fyrir ferð Æskulýðsfélagsins á norrænt mót í Danmörku. Fimmtudagur 26. júní Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kaffi og spjall og góð samverustund með böm- unum. Bifreiðaíþróttir - Kvartmíla - Eyjamaðurinn Gísli Sveinsson í 1. sæti í fyrstu umferð Takmarkið að fara niður fyrir 11 sek. Eyjamaðurinn Gísli Sveinsson hafnaði í I. sæti í fyrstu umferð á Islands- mótinu í kvartmílu fyrir skömmu. Gísli keppir í SE flokki sem er flokkur fyrir breytta götubíla og ekur hann á Dodge Challenger R/T árgerð 1970. sem er rúmlega 700 hestöfl. Besti tími Gísla í keppninni var 11,14 sekúndur sem er talsvert betri tími en hann náði í fyrra. Gísli hefur átt bílinn síðan 1981 og er þetta þriðja árið í röð sem hann keppir í kvartmílu. Honum gekk mjög vel í fyrra og endaði í heildarkeppninni í öðm sæti. Gísli sagði að stefnan hjá sér væri að sprengja ellefu sekúndna múrinn. Alls eru fimm keppnir yfir sumarið sem gefa stig í Islandsmótinu og næsta keppni verður helgina 28. til 29. júní á kvartmflubrautinni í Kapelluhrauni rétt fyrir utan Hafnafjörð. Gísli er eini Eyjamaðurinn sem keppir í kvartmflu. Gísli sem starfar sem sjómaður á Drangavík segir tímann á milli móta fara í viðhald þegar hann er í landi og að reyna að ná því besta út úr bflnum. Margt þarf að spila saman til þess að ná sem bestum árangri. „Það sem skiptir mestu máli TRILLITÆKIÐ hans Gísla er af gerðinni Dodge Challenger R/T árgcrð 1970. nieð rúmlega 700 hestöfl. er pústkerfið og dekkin en annað getur einnig spilað stóran þátt. Til dæmis lctti ég bflinn fyrir fyrstu keppnina og fjöðmnin virkaði þá ekki sem skyldi og missti ég einhvern tíma í ræsingu vegna þess að bfllinn var svo léttur að aftan. Þetta mun ég laga fyrir næstu keppni og þá er vonandi að ég nái að fara niður fyrir ellefu sekúndur." Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur 19. júní Kl. 20:30 Biblíufræðsla. Jakobsbréf í umræðunni. Föstudagur 20. júní Kl. 20:30 Unglingakvöld, með hressum krökkum og góðum Guði. Laugardagur 21. júní Kl. 20:30 Bænasamvera. Sunnudagur 22. júní Kl. 11:00 SAMKOMA „.Varðveitið sjálfa yður í kærleika Guðs.“ Júd. 21. Komið og takið þátt í lofgjörð og heyrið lifandi orð Guðs. Allir hjartanlega velkomnir. Bœnastundir á hverjum morgni kl. 7:30. Aðventkirkjan Laugardagur 21. júní. Kl. 10.30 Biblíurannskókn. Biblían talar sími 481-1585 ÞAÐ var mikið um að vera hjá Tryggingamiðstöðinni á Gleðidegi TM þar sem Guðbjörg Karlsdóttir og stelpurnar hennar tóku á móti gestum. Þar var ýmislegt í boði fyrir blessuð börnin og þá fullorðnu líka. Ingi stefnir hraðbyri á 200 leikja múrinn Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, lék sinn fyrsta leik með ÍBV í sumar þegar hann kom inn á gegn KFS í síðari hálflcik. Ingi lék þar með leik númer 199 þannig að næst þegar hann spilar með ÍBV þá kemst hann upp í 200 leiki með liðinu. FYRIR skömmu var undirritaður samstarfssamningur milli Samskipa og Knattspyrnudeildar ÍBV. Samningurinner til tveggja ára. Þeir sem undirrituðu þennan samning voru Viðar Elíasson, formaður knattspyrnudeildar og framkvæmdastjóri Samskipa, Agnar Már Jónsson. Hjálpar þessi samningur mikið til þar sem samgöngumái knatt- spyrnudeildar ÍBV hafa verið kostnaðarsöm og tíðar ferðir ákaflcga tímafrckar. Þessi samningur liðkar töluvert til með kostnaði seni af hlýst af við ferðalög meistaraflokkanna og 2. flokks karla og kvenna. FréttfráÍBV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.