Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2003, Side 19
Fréttir / Fimmtudagur 19. júní 2003
19
Knattspyrna - Visabikarinn 32 liða úrslit: KFS 0 - IBV 4
Litli bróðir barðist vel
Leikur KFS og IBV varð aldrei sú
skemmtun sem flestir höfðu látið sig
dreyma um, bæði voru aðstæður hinar
verstu, strekkingsvindur á annað
markið og kalt. Auk þess varð
heimaliðið, KFS að spila einum
leikmanni færri í rúmar sjötíu mínútur
og það var einfaldlega of stór biti fyrir
2. deildarliðið. Leiknum lyktaði með
íjöguna marka sigri, sem í raun hefði
getað orðið mun stærri.
Fyrri hálfleikur var bragðdaufur í
meira lagi. Liðin voru að þreifa fyrir
sér fyrstu mínútumar, allt þar til á 18.
mínútu þegar Jóhanni Sveini Sveins-
syni var vikið af velli fyrir að fá sitt
annað gula spjald í leiknum.
Dómurinn var harður, sérstaklega
þegar litið er á dómgæsluna í heild
leiksins þar sem aðrir leikmenn sluppu
betur frá álíka brotum. En eftir þetta
má segja að KFS hafi átt erfitt upp-
dráttar. Liðið varðist reyndar mjög vel
í fyrri hálfleik og fyrir vikið var jafnt í
hálfleik 0-0.
Seinni hálfleikur var mun ijörugri
og leikmenn ÍBV nýttu sér það vel að
spila gegn sterkum vindinum. Boltan-
um var oftar en ekki stungið inn fyrir
vörn KFS þar sem Steingrímur
Jóhannesson og Bjami Rúnar Einars-
son sköpuðu ávallt mikla hættu.
Steingrímur skoraði svo fyrsta mark
leiksins með laglegum skalla en tæpri
mínútu síðar munaði minnstu að KFS
tækist að jafna.
Þá átti Hlynur Stefánsson langa
spyrnu fram völlinn, beint á kollinn á
Sindra Viðarssyni sem skallaði fyrir
markið en vindurinn greip boltann
sem var á góðri leið í markið.
Birkir Kristinsson sýndi hins vegar
meistaramarkvörslu þegar hann sló
boltann frá á síðustu stundu. Leik-
menn ÍBV tóku eftir þetta öll völd á
vellinum og bættu við þremur
mörkum fyrir leikslok.
Mörk ÍBV: Bjami R. Einarsson 2,
Steingrímur Jóhannesson 1, lan Jeffsl.
Landsleikur kvenna: Island 4 - 1 Ungverjaland
Frábær innkoma Marsrétar Láru
-skoraói með sinni fyrstu
snertingu í A-landsleik
-Er gjaldgeng í öllum
kvennalandsliðum
íslands
Margrét Lára Viðarsdóttir, sem verður
17 ára þann 25. júlí nk., lék sinn fyrsta
leik með íslenska kvennalandsliðinu á
laugardag þegar liðið tók á móti
Ungverjalandi. Olga Færseth var að
venju í byrjunarliðinu og hún skoraði
einmitt annað mark íslenska liðsins en
staðan í hálfleik var 2 - 1.
Margrét Lára kom inn á þegar 24
mínútur vom eftir af leiknum og fjór-
um mínútum síðar var hún búin að
skora þegar hún fylgdi eftir föstu skoti
MARGRÉT Lára er eit mesta efni í kvennaboltanum í dag.
Olgu sem fór í slána.
Margrét sagði í samtali við Fréttir
að hún hafi vissulega ætlað sér að
skora. „Auðvitað hugsar maður alltaf
þannig, að skora en það var gaman að
það gekk eftir. Ég átti alveg eins von
á þvf að fá tækifæri, kannski ekki að
spila svona mikið en það var bara
betra fyrir vikið.“
Margrét er enn gjaldgeng í U-17 ára
landslið íslands og fór beint eftir
leikinn í æftngabúðir unglingaliðsins á
Laugarvatni. En er stefnan sett á að
spila með öllum landsliðunum? „Það
er ekkert markmið í sjálfu sér. Ég geri
það ef tækifærið gefst en ég ætla bara
að einbeita mér að því að spila fótbolta
með ÍBV, hitt kemur af sjálfu sér,“
sagði Margrét en við þetta má svo
bæta að hún er fyrirliði U-17 ára
liðsins.
Knattspyrna:
Heldur slakt sengi yngri flokkanna
Stórleikir í
bikarnum
Á mánudaginn var dregið í 16 liða
úrslitum Visa-bikarkeppni karla og
8 liða úrsliutm kvennakeppninnar.
Kvennalið ÍBV fékk eríiðan leik,
reyndar á heimavelli en liðið tekur
á móti Islands- og bikarmeisturum
KR og verður eflaust um hörkuleik
að ræða. Leikurinn fer fram
fimmtudaginn 26. júní á Hásteins-
velli.
Karlaliðið var ögn heppnara með
sinn drátt en engu að síður má búast
við erfiðum leik. Grindavík verður
andstæðingur ÍBV og á leikurinn að
faraframþriðjudaginn l.júlí. IBV
sigraði einmitt Grindavík á heima-
velli þeiira síðamefndu og vilja þeir
eflaust hefna íyrir það tap.
Annar flokkur karla lék á sunnudaginn
gegn Fjölni og fór leikurinn fram í
Egilshöll. ÍBV leikur í B-riðli í ár,
sem líkja má við næstefstu deild en
ferð þeirra í Grafarvoginn var ekki til
fjár því leikurinn endaði 7-0 fyrir
Fjölni en staðan í hálfleik var 3-0.
Annar flokkur kvenna tók á móti
KR á Helgafellsvellinum á laugardag-
inn var. I fyrsta leik tapaði IBV illa
fyrir Breiðabliki á heimavelli og því
mikilvægyr leikur fyrir heimaliðið.
En KR stillir upp sterku liði í öðrum
flokki og lokatölur leiksins urðu 5-3.
Mörk ÍBV: Thelma Sigurðardóttir 2,
Karitas Þórarinsdóttir.
Þriðji flokkur karla tók á móti
Breiðabliki í síðustu viku en byrjunin
á leiknum var ekki góð hjá IBV því
strákamir lentu 1-3 undir. En með
baráttuna að vopni tókst strákunum að
snúa leiknum sér í hag og sigmðu að
lokum 5-3, glæsilegursigur.
Mörk ÍBV: Einar Kárason 3, Stein-
grímur Jónsson, Ellert Scheving Páls-
son.
Fjórði flokkur karla lék tvo leiki um
helgina en bæði A og B-liðin spiluðu.
Fyrsta var leikið gegn Fjölni og þar
gerði A-liðið jafntefli 3 - 3 en B-liðið
tapaði 3 - 4.
Mörk ÍBV: A: Þórarinn Valdimars-
son, Guðjón Olafsson, Gauti Þorvarð-
arson.
B: Hafsteinn Sigurðsson 2, Ingólfur
Einisson.
Seinni leikurinn var gegn ÍR og þar
gekk ÍBV betur. A-liðið sigraði 3-6
og B-liðið vann sinn leik 1-9.
Mörk ÍBV: Eiður Sigurbjömsson 2,
Amór Ólafsson 2, Þórarinn Valdi-
marsson, Gauti Þorvarðarsson. Ekki
fékkst uppgefið með markaskorara í
B-liði.
Fimmti flokkur karla lék einnig tvo
leiki um helgina en í flokknum em
fjögur lið og spiluðu þau öll um
helgina. Fyrst var leikið gegn FH og
töpuðust allir leikimir, A-liðið 4-1,
B-liðið 7 - 0, C-liðið 10 - 2 og D-liðið
tapaði 5-2. Daginn eftir var svo leikið
gegn Breiðabliki en bæði þessi lið
hafa töluvert fleiri iðkendur en ÍBV.
Gegn Breiðabliki gekk lítið betur og
töpuðust allir leikimir, A-liðið 7-0, B-
liðið 2-0, C-liðið 6-1 og D-liðið 7-0.
Tvcir lcikmcnn
í raðir íslands-
mcistaranna
í síðustu viku gekk í raðir ÍBV sterk
skytta úr röðum Hauka en hún heitir
Nína K. Bjömsdóttir. Nína hefur
lengi verið ein sterkasta skytta
landsins en á síðasta tímabili átti
hún lengi vel í meiðslum. Nína
kemur hins vegar ekki til með að
flytja til Eyja heldur mun hún búa
áfram í Reykjavík en spila með
ÍBV.
Þá var einnig gengið frá samningi
við danskan leikmann að nafni Anja
Nielsen en hún leikur í hægra
hominu. Anja er 28 ára og kemur
frá danska liðinu Ikast/Bording sem
varð í öðm sæti dönsku deildar-
innar. Hún á 45 landsleiki að baki
með danska liðinu sem er eitt það
sterkasta í heiminu og skoraði í
þeim 78 mörk.
Anja varð Ólympíumeistari
með danska liðinu árið 2000 en hún
hefur mikla reynslu úr danska
handboltanum, hefur einu sinni
orðið danskur meistari, tvívegis
bikarmeistari og svo vann
Ikast/Bording Chalenge Cup. Anja
þykir hraður og skemmtilegur
leikmaður, hefur reyndar átt í
erfiðum meiðslum undanfarin tvö
ár en hefur náð sér af þeim og er að
komast í upprunalegt form.
Alla byrjar vel
Alla Gotkorian spilaði sína fyrstu
landsleiki um helgina fyrir íslands
hönd en í vetur fékk hún íslenskan
ríkisborgararétt. íslenska liðið var í
æfíngaferð í Danmörku og lék þar
tvo leiki gegn hinu geysisterka
danska liði. Fyrri leikurinn endaði
með átta marka sigri heimastúlkna
28-20 og skoraði Alla þijú mörk í
þeim leik. í síðari leiknum skoraði
svo Alla sex mörk en þau dugðu
ekki til sigurs því ísland tapaði þeim
leik 27-25.
Framundan
Fimmtudajgur 19. júní
Kl. 20.00 IBV - FH Landsbanka-
deild kvenna.
Föstudagur 20. júní
Kl. 20.00 KFS-Fjölnir 2. deild karla
Kl. 20.00 ÍBV-ÍA 2. fl. kvenna
Laugardagur 21. júní
Kl. 14.00 ÍBV-FH Landsbanka-
deild karla.
Kl. 14.00 Þór-ÍBV 3. fl. karla
Kl. 15.00 FH-ÍBV 3. fl. kvenna
Kl. 17.00 Haukar-ÍBV 4. fl. kv. C
Sunnudagur 22. júní
Kl. 12.00 Fjölnir-IBV 4. fl. kvenna
ABC
Kl. 13.00 ÍBV-Þór3. fl. karla
Kl. 13.00 ÍR-ÍBV 3. fl. kvenna
Mánudagur 23. júní
Kl. 20.00 KR-ÍBV Landsbanka-
deild kvenna.
Kl. 20.00 ÍBV-ÍR 2. fl. karla.
Kl. 20.00 Þróttur-ÍBV 3. fl. karla,
bikarkeppni.
Þriðjudagur 24. júní
Kl. 17.00 IBV-ÍR4. fl. kvenna
Miðvikudagur 25. júní
Kl. 20.00 Valur-ÍBV 2. fl. kvenna