Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Qupperneq 7
Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2003
7
Annáll Frétta árið 2003
hefði sjaldan eða aldrei verið til-
komumeiri.
Kransakakan vann
Fyrrum daga voru grímudansleikir
mjög vinsælir hjá öllum aldurshópum
en nú eru það einungis hinir yngstu
sem skemmta sér við slíka iðju.
Eyverjar halda árlega grímuball fyrir
böm og að þessu sinni átti Sædís Birta
Barkardóttir besta búninginn að mati
dómnefndar en Sædís var í gervi borðs
með kransaköku.
HvatttU
að láta loga áfram
Bæjarbúar voru hvattir til að láta
jólaljósin loga áfram í janúarmánuði
fram yfír 23. janúar og tóku flestir
þeirri málaleitan vel. Og meira af
jólaljósum því að Lionsklúbburinn og
Hitaveita Suðumesja verðlaunuðu
sérstaklega bestu jólaskreytinguna í
bænum. Það vom þau Kolbrún
Þorsteinsdóttir og Sverrir Gunnlaugs-
son sem hlutu þá viðurkenningu.
Viðurkenningar veittar
Fréttir veittu sínar árlegu viðurkenn-
ingar til þeirra sem þóttu hafa skarað
fram úr á sínu sviði í Vest-
mannaeyjum. Þeir Gunnlaugur Ólafs-
son og Haraldur Gíslason vom valdir
Eyjamenn ársins íyrir framgöngu sína
í að koma ráðandi meirihluta í
Vinnslustöðinni í hendur heima-
manna. Björgunarfélagið, áhöfnin á
björgunarbátnum Þór og Þórarinn
Sigurðsson hlutu viðurkenningu fyrir
björgun á tveimur mönnum sem vom
hætt komnir við Elliðaey. Hlynur
Stefánsson fékk viðurkenningu fyrir
framlag sitt til íþrótta í Vestmanna-
eyjum og Bergur Huginn ehf. varð
fyrir valinu sem fyrirtæki ársins 2002
í Eyjum.
Viska tekur til starfa
Undirritaður var stofnsamningur fyrir
Fræðslu- og sfmenntunarmiðstöð
Vestmannaeyja og hlaut hún nafnið
Viska. Starf forstöðumanns var síðan
auglýst og var Bergþóra Þórhallsdóttir
ráðin til starfans. Á sama tíma var
hluti viðbyggingar við Hamarsskóla
tekinn í notkun og þar með sýnt að
skilyrði fyrir einsetningu skólans væm
fyrir hendi.
Eyja-
mönnum laus höndin?
I skýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið
2002 kom fram að langflest of-
beldisbrot (sem áður hétu slagsmál og
kjaftshögg) em framin í Vestmanna-
eyjum, eða 97,3 sé miðað við 10
þúsund íbúa. Reykjavík kom næst
með 67,5 en landsmeðaltal er 51,4.
Karl Gauti, sýslumaður, sagði að
Vestmannaeyjar hefðu vermt efsta
sætið í mörg ár og taldi líklegt að hér
væri um leifar að ræða frá vertíðar-
stemmingu í skemmtanalífinu og það
virtist ekki vera í karakter manna hér
að kjá hver upp í annan ef til ágrein-
ings kæmi. Aftur á móti vom
Vestmannaeyingar langt á efitir öðmm
í kynferðisafbrotum, með 4,4 brot þar
sem landsmeðaltalið er 10.
Þarf ekki að stóla á
misvftra fiskifræðinga
Gísli Valur Einarsson útgerðarmaður,
sem á árinu 2002 hætti útgerð á bát
sínum, Björgu VE 5, haslaði sér völl á
nýjum vettvangi þegar hann keypti
Hótel Þórshamar og fleiri byggingar
sem tilheyrðu þeim rekstri. Hann
sagðist hafa mikla trú á Eyjunum,
annars væri hann ekki að fara út í þetta
og taldi það m.a. kost að ekki þyrfti að
stóla á misvitra fiskifræðinga í þessum
geira atvinnulífsins.
Færri stútar
Á árinu 2002 vom aðeins 12 ökumenn
teknir, grunaðir um ölvun við akstur, á
móti 21 árið áður. Þótti flestum þetta
hin besta þróun.
Vikið úr Lögreglu-
skólanum vegna hand-
bottameiðsla
Svavar Vignisson, handboltamaður úr
Vestmannaeyjum, sem leikur með
FH, varð fyrir því að meiðast illa í
handboltaleik og var sýnt að hann léki
ekki meiri handbolta þann vetur. Það
var að sjálfsögðu slæmt en þó jafnvel
verra að honum var tilkynnt að honunt
hefði verið vikið úr Lögreglu-
skólanum vegna þessa, þar sem sýnt
þætti að hann gæti ekki tekið þátt í
verklegum þætti námsins. Svavar var
að sjálfsögðu ekki sáttur við þessa
niðurstöðu og hugðist leita réttar síns í
málinu.
30 ár frá gosi
Þess var minnst 23. janúar að 30 ár
vom liðin frá því að eldgos hófst í
Heimaey. í janúar vom sýndir á Stöð
2 þættir um gosið sem bám nafnið Ég
lifi og vöktu þeir mikla athygli.
SÆDÍS Birta kont sá og sigraði á þrettándaballinu.
PRESTAR á 30 ára gosafmæli: Allir hafa þeir þjónað Eyjamönnum, Bjarni Karlsson, Þorvaldur Víðisson,
Kjartan Örn Sigurbjörnsson, Karl Sigurbjönrsson biskup og Kristján Björnsson.
FYRSTA barnið. Foreldrarnir, þau Ása Ingibergsdóttir og Sigmundur Rafnsson, voru að vonum ánægð með
þessa nýársgjöf og það sama gilti um heimasætuna.
Tilkomu-
mikil þrettándagleði
IBV stóð að vanda fyrir þrettándagleði
og var það mál manna að sú gleði
Janúan
Fyrsta barn ársins
Fyrsta bam ársins fæddist á Heilbrigð-
isstofnun Vestmannaeyja að morgni
nýársdags, 19 marka stúlka og 56 cm
á hæð. Foreldramir, þau Ása Ingi-
bergsdóttir og Sigmundur Rafnsson,
vom að vonum ánægð með þessa
nýársgjöf.
Róleg áramót
Að sögn lögreglu fóm áramótin rólega
og friðsamlega fram og engin slys
urðu á fólki vegna meðferðar flugelda.
Fækkun um tæpt prósent
Á árinu 2002 fækkaði Vestmanna-
eyingum unt 0,95% en miðað er við 1.
desember ár hvert. Þann 1. des. 2001
vom íbúar hér 4458 en 1. des. 2002
voru þeir4416. Þetta er heldur minni
fækkun en verið hefur undanfarin ár.
Vöfvan sannspá
Völva Frétta rýndi í árið 2003 og kom
þar margt athyglisvert fram. M.a.
sagði hún að vonbrigði yrðu vegna
fyrirtækis sem miklar vonir hefðu
verið bundnar við. Þá spáði hún rétt
fyrir um að Vestmannaeyingar myndu
eiga tvo þingmenn að loknum kosn-
ingum og nokkur styrr yrði um annan
þeirra í lok ársins. Þá spáði hún og
áframhaldandi fækkun íbúa í Eyjum.
Vel heppnað Eyjaskaup
Fjölsýn stóð fyrir Eyjaskaupi í sjón-
varpi á gamlaársdag þar sem gert var
góðlátlegt grín að mönnum og mál-
efnum í Vestmannaeyjum. Þessi
fmmraun í gamanþáttagerð þótti
heppnast prýðilega.
Þróunar-
félagið stórskuldugt
Á bæjarstjómarfundi kom fram að
skuldir Þróunarfélags Vestmannaeyja
næmu um 70 milljónum króna og var
farið fram á fjárhagslega fyrirgreiðslu
frá bænum upp á 20 milljónir. Var
það samþykkt með atkvæðum meiri-
hlutans.