Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 11
Ffgttir / Fimmtudagur 14. júlf 2005 11 Margrét sinnir liðveislu og frekari liðveislu við fatlaða: Þarf að sýna bæði þolinmæði og virðingu - fyrir skjólstæðingunum - Hver og einn er einstakur MARGRÉT: Ég hélt sjálf að ég gæti ekki starfað við þetta en nú eru komin sjö ár. Þessi vinna gæti hentað vel nemendum í framhaldsskóia sem og fólki á öllum aldri, ekki síst vegna þess að þetta er sveigjan- legur vinnutími. Margrét Þorsteinsdóttir hefur starf- að við liðveislu og frekari liðveislu á vegum Félagsþjónustu Vest- mannaeyjabæjar frá 1998 en mark- mið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum per- sónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun og auka félagsfæmi t.d. með því að aðstoða viðkomandi til að njóta menningar og félagslífs. „Ég byrjaði að vinna á Sambýlinu 1998 og tók í framhaldinu að mér að vera með fatlaðan einstakling í liðveislu. Ég starfaði með honum frá þeim tíma til síðustu áramóta með hléum. I millitíðinni bjó ég í Reykjavík í tvö ár og vann á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ sem er heimili fyrir fatlaða. A þessu tímabili hef ég verið með fjóra einstaklinga í liðveislu en það er mjög mismunandi eftir einstak- lingum í hverju liðveislan felst. Viðkomandi getur verið fatlaður líkamlega, andlega eða hvort tveggja, “ Margrét segir liðveisluna geta fal- ist í því að fara með viðkomandi f leikhús, út að borða, á tónleika, í sund og í göngutúra. Ef skjól- stæðing hennar vantar eitthvað til heimilis eða til persónulegra nota þá fari hún með honum út í búð að versla o.s.frv. „Starfið felst í því að rjúfa einangrun einstaklingsins og byggja upp vináttutengsl. Þetta eru yfirleitt fjórir tímar í viku og skiptist þannig að ég hitti fólkið tvo tíma í miðri viku og tvo tfma um helgi. Það þarf að finna út hvað hverjum og einum hentar og maður þarf að vera svolítið hugmynda- ríkur. Sumum hentar alls ekki að vera í margmenni, öðrum líkar það mjög vel. Einnig geta áhugamál skjólstæðinganna verið misjöfn og þá þarf að taka tillit til þess. Það er yfirleitt nóg að gera yfir sumar- tímann en oft er erfiðara að finna eitthvað skemmtilegt að gera yfir vetrartímann. Þá er maður meira heima hjá viðkomandi og stundum tek ég skjólstæðingana heim til mín til að viðkomandi komist eitt- hvað út. Þá erum við að spjalla, spila tónlist, horfa á myndband o.s.frv." Margrét segir að illa hafi gengið að manna í störf sem tengist lið- veislu við fatlaða. „Ég hélt sjálf að ég gæti ekki starfað við þetta en nú eru komin sjö ár. Þessi vinna gæti hentað vel nemendum í framhalds- skóla sem og fólki á öllum aldri, ekki síst vegna þess að þetta er sveigjanlegur vinnutími. Starfið er oft á tíðum erfitt en mjög gefandi því einstaklingamir sem maður vinnur með eru oftast jákvæðir og lífsglaðir. Þetta eru þakklátir skjól- stæðingar og maður finnur hvað þeir em ánægðir þegar ég kem til þeirra og þá veit ég að þessi vinna skiptir máli. Ég held að fólk sé fyrst og fremst hrætt við þetta starf og telur sig ekki geta unnið með fötluðum en ég er sannfærð um það ef fólk byrjar að vinna með fötluðum þá verður ekki aftur snúið eins og í mínu tilfelli. Ég veit að þetta starf er ekki fyrir alla, þú þarft að hafa mikla þolinmæði og bera virðingu fyrir skjólstæð- ingnum. Hver og einn er ein- stakur,“ segir Margrét og leggur áherslu á orð sín. Þegar hún er spurð út í frekari liðveislu segir hún hana felast í að aðstoða viðkomandi við að sinna athöfnum daglegs lífs. „Það geta verið þrif á heimili skjólstæðings, persónuleg umhirða, aðstoð við matarinnkaup og annað sem til fellur. Þeir einstaklingar sem maður kemst í gott samband við kunna sannarlega að meta það sem fyrir þá er gert og það þarf lítið til að gleðja þá. Þeir bíða spenntir eftir að við hittumst næst. Ég hefði viljað liðsinna fleirum, er með einn skjólstæðing núna þar sem ég er í krefjandi námi og er líka að vinna á sjúkrahúsinu með skólanum. Auðvitað mætti þetta vera betur launað og mér finnst að það mætti meta starfsreynslu og menntun starfsfólksins meira. Þá mætti líka taka tillit til fötlunar einstaklinga þar sem það er miskrefjandi að vinna með þeim. Ég hvet fólk af báðum kynjum eindregið til að kynna sér þessi störf og prófa vegna þess að þetta eru skemmti- legir og þakklátir einstaklingar. Starfið er bæði gefandi og mjög þroskandi," segir Margrét og telur það gott veganesti út í lífið að hafa fengið að kynnsat og starfa með fötluðum. Grunnskólaeinkunnir fylgja manni alla tíð -segir Tryggvi Hjaltason sem starfaði sem persónulegur ráðgjafí „Ég var beðinn um að taka að mér ungling á efra stigi grunnskóla og hjálpa honum með námið. Hann hafði dregist aftur í námi og mætt illa í skólann. Ég var með hann á vorönninni og við reyndum að hitt- ast tvisvar í viku en höfðum ekki fast plan og þetta var svolítið opið. Prófvikuna í vor þá hitti ég hann á hverjum degi,“ segir Tryggi sem hafði ekki mikinn tíma aflögu sjálfur. „Aðalmálið hjá mér var að finna tíma í þetta en ég æfi tvær íþrótta- greinar, er bæði í fótbolta og frjáls- um auk þess sem ég var í tveimur hljómsveitum. Svo var ég auðvitað í skólanum en mér fannst að þetta gæti verið spennandi þegar það var hringt í mig. Ég vildi ekki sleppa þessu, langaði að prófa þetta,“ segir Tryggvi og bendir á að þetta starf gæti hentað vel fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í kennaranám. „í fyrstu var hann ekki alveg að nenna þessu en ég vann þetta í samvinnu við félagsráðgjafa og kennara. Ég reyndi að koma inn hjá honum af hverju hann ætti að læra en hann sá engan tilgang í því að vera í skóla. Fyrst þegar ég var að spyrja hann hvort við ættum ekki að líta aðeins á stærðfræðina sagðist hann ekkert þurfa þess því hann ætlaði á sjóinn. í lokin hafði það breyst og það var allt annað að tala við hann. Hann sá í því tilgang að læra og að það færði honum fleiri tækifæri í lífinu. Það er ekki langt síðan ég var sjálfur í grunn- skóla og ég átti vini í svipuðum málum. Mér finnst þetta sniðug leið og tel að þetta hefði getað hjálpað ýmsum.“ Hver heldur þú að skýringin sé á því að þessir krakkar sjá ekki til- gang í því að vera í námi? Grunnskólinn byggður upp fyrir stelpur „Mér hefur alltaf fundist grunn- skólinn byggður mikið upp fyrir stelpur. Ef þú ert ekki með rosa metnað og stefnir ekki á eitthvað ákveðið þá virðist þetta ekki ganga upp. Ég átti vini sem voru hörku námsmenn en sáu engan tilgang með námi. Það er ekki nóg að segja að nám opni dyr því í grunnskóla sér maður ekkert endi- lega hvemig það gerist. Grunn- skólinn snýst um þessar hefð- bundnu námsgreinar, stærðfræði, landafræði o.s.frv. en það þarf að TRYGGVI: Krakkarnir verða að gera sér grein fyrir því að núna er tækifærið sem kemur ekki aftur. Það er möguleiki á að taka grunnskólann með trompi. benda nemendum á að það er ýmislegt annað í boði. Ékki bara margra ára bóklegt nám heldur líka iðnnám og það þarf að finna út hvað hentar hverjum og einum eftir áhugasviði hvers og eins. Ég benti þessum skjólstæðingi minum á að einkunnir úr grunnskóla fylgja manni allaf. Krakkarnir verða að gera sér grein fyrir því að núna er tækifærið sem kemur ekki aftur. Það er möguleiki á að taka grunnskólann með trompi. Þú getur hætt eftir það ef þú vilt en ef þú klúðrar öllu á grunnskólaprófi og vilt svo halda áfram þá þarftu að byrja á núll áfanga í fram- haldsskóla. Ég veit um nokkra sem byrjuðu þar en voru í raun komnir ári á eftir sínum jafnöldrum og gáfust upp vegna þess. Það voru ekki endilega lélegustu náms- mennirnir. Þessi nemandi sem ég var með gat alveg lært ef hann nennti því,“ segir Tryggvi og væri alveg tilbúinn að taka fleiri verkefni á þessu sviði ef tími gæfist. gudbjorg @ eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.