Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 13
Ffgttir / Fimmtudaour 14. júlf 2005 13 Lundaveiðin: Þeir veiða sem nenna Rólegt hefur verið yfir lundaveiði í úteyjum það sem af er vertíðinni. Fáir hafa verið við veiðar í Bjarnarey og Álsey og lítið að hafa. Á þriðjudag hafði ekki viðrað til ferða í Suðurey en hins vegar hefur gengið ágætlega hjá veiðikörlum í Ystakletti. „ Það hefur verið lélegt þessa viku en það er það alltaf í sunnanátt. Annars hafur veiði gengið ágætlega, það hefur verið vel mannað og við erum að nálgast fimmtíu kippur. Við erum líka alltaf á staðnum því maður veiðir ekkert í landi, “ sagði Jón Óli en hann var að sjálfsögðu í Ystakletti á miðvikudag. SIGURGEIR í Skuld með sonar- sonunum í Álsey. Svava Bogadóttir, kennari og deildarstjóri í Hamarsskóla skrifar: * Ovönduð vinnubrögð Eins og mörgum mun kunnugt gerði Háskól- inn á Akureyri úttekt á skóla- og æskulýðs- málum í Vest- mannaeyjum að beiðni bæj- aryfirvalda og skilaði nýverið skýrslu þar um. I skýrslunni má lesa um ýmislegt gott sem unnið er í skólunum og ábendingar um það sem betur má fara. Einhverjar rangfærslur er þar líka að finna sem að sjálfsögðu þarf að leiðrétta. Engum blandast hugur um að glöggt er gests augað og fagnaði skólafólk ýmsum ábendingum sem þar var að finna því við erum alltaf opin fyrir því að gera góðan skóla betri. Full bjartsýni yfir því að nú skyldi faglega unnið að breytingum horfði ég fram á við. Þá kom reiðar- slagið! Búið var að ákveða áður en nokkur fékk rönd við reist að sameina grunnskólana tvo undir einn hatt. Ein ábending úr skýrsl- unni tekin úr og síðan skal mótuð skólamálastefna Vestmannaeyja- bæjar. Grunnskólarnir í Vestmanna- eyjum, Hamarsskóli og Barna- skólinn skuli gerðir að einum skóla undir einni yfirstjóm. Einn skóla- stjóri yfir tæplega 800 börnum! Hvers vegna? Það skal spara. Punktur, basta. Nú sem sagt er búið að ákveða að reka stjómendur skólanna en á sama tíma er ætlast til að þeir sitji í Hvers vegna er okkur starfsfólki skólanna sýnd þessi lítilsvirðing? Ég tel skólafólk hafa unnið faglega og af mikilli samviskusemi í grunnskólum bæjarins undir stjórn reynslu- mikilla og vel menntaðra skóla- stjórnenda. undirbúningsnefnd og taki þátt í að undirbúa breytingarnar og móta skólastefnu Vestmannaeyjabæjar. Nú veltir fólk vöngum yfir framtíð skólamála hér í Eyjum og framtíð sinni í starfi. Hvers konar vinnubrögð eru þetta? Hvergi hef ég séð tölur um sparnað vegna þessara aðgerða. Eru það ein skólastjóralaun. Hvað tapast? Það hlýtur að vera slakari þjónusta við nemendur og starfsfólk. Hafa menn reiknað það út hvað slakari þjón- usta kostar þegar dæmið er reiknað til enda? Hvers vegna er okkur starfsfólki skólanna sýnd þessi lítilsvirðing? Eg tel skólafólk hafa unnið faglega og af mikilli samviskusemi í gmnn- skólum bæjarins undir stjórn reynslumikilla og vel menntaðra skólastjórnenda. Eg tel að þessi ákvörðun hafi verið tekin vegna vanþekkingar á störfum skóla- stjómenda og á samvinnu þeirra og annarra starfsmanna skólans. í samfélagi nútímans er alkunna að ef breytinga er þörf hjá fyrirtækjum þá skiptir öllu máli að hafa starfs- menn með í ráðum frá upphafi. Ef ekki er viðhöfð sú vinnuregla verð- ur erfiðara fyrir alla aðila að koma breytingunum í framkvæmd en endanleg ákvöðun er að sjálfsögðu stjórnvalda. I bréfi frá Mennta- málaráðuneytinu, dags. 21. júní, segir orðrétt: „Menntamálaráðuneytið vill með vísan í úttektarskýrslu skólaþró- unardeildar Háskólans á Akureyri benda sérstaklega á mikilvœgi þess að nýta niðurstöður úttektarinnar til að efla og styrkja skólastarf og íþrótta- og œskulýðsstarfsemi í bœjarfélaginu. Ráðuneytið telur œskilegt að haft verði samráð við starfsmenn skóla ogfulltrúa íþrótta og œskulýðsmála við ákvarðanir um úrbœtur og breytingar sem gerðar verða í kjölfar úttektarinnar, xvo og foreldra og nemendu. “ Menntamálaráðuneytið vekur at- hygli á þeim sjálfsagða hlut í bréfi sínu að æskilegt sé að haft verði samráð við starfsfólk, foreldra og nemendur við ákvarðanir um úr- bætur og breytingar. En ekki bæjar- stjórn Vestmannaeyja! Það var fróðlegt að sjá í Morgunblaðinu sl. laugardag hvern- ig Akureyrarbær stóð að breyt- ingum í sínum skólum. Skólanefnd ákvað að hefja vinnu við nýja skólastefnu en ferlið tók rúm tvö ár og var unnið í samvinnu við íbúa bæjarins. Hér á breytingaferlið að taka gildi eftir eitt ár og fyrstu drög að vera til eftir nokkra mánuði, en áhrifamikil ákvörðun hefur þegar verið tekin, um sameiningu grunn- skólanna, og fáum við ekkert um hana að segja. Hvers vegna í ósköpunum gátu ráðamenn bæjarins ekki staðið að breytingum í samvinnu við íbúa bæjarins? Það er enginn að ætlast til að þeir séu alvitrir. Við höfum yfir að ráða sérfræðingum í skól- unum, hvem á sínu sviði. Hvers vegna nýtum við ekki krafta þeirra í þágu áframhaldandi uppbyggilegs skólastarfs? Eiga íbúar í Vestmannaeyjum það ekki skilið? Hvað fær bæjarstjórn Vestmanna- eyja til að halda annað? Hvað gefur þeim leyfi til að sparka svona í skólastjómendur og skóla- fólk sem hafa sinnt sínu starfi af mikilli samviskusemi og krafti, sumir í áratugi? Það er alveg sama hvemig ég velti þessari ákvörðun fyrir mér, ég fæ hana ekki til að ganga upp. Fólksfækkun virðist staðreynd hér í Eyjum en með aðgerðum sem þessum sem valda slíkum óróleika er hætta á að hún verði meiri en annars hefði orðið. Ég hefði haldið að þá skipti öllu máli að snúa bökum saman! Svava Bogadóttir kennari og deildarstjóri í Hamarsskóla. KALLI og Jóna með sínu fólki fyrir utan Toppinn. Mikill • / • / JOJO rekstur -segir Kalli í Toppnum sem er miklu meira en sjoppa Sjoppa eða veitingastaður? Það er spuming þegar litið er yfir þá rétti sem í boði em í Toppinum hjá Karli Helgasyni og Jónu Guð- mundsdóttur. Þau bjóða upp á yfir tuttugu rétti, þar á meðal lamba og nautasteikur, fiskrétti, kjúklinga- bita, samlokur, pítur, hamborgara og að sjálfsögðu pylsur. Kalli keypti reksturinn fyrir tæpum fjórum ámm síðan og hefur hægt og rólega byggt upp öflugt fyrirtæki, hann hafði nánast allan sinn starfsaldur verið til sjós og segir sjoppureksturinn ágætis tilbreytingu frá sjómennskunni. „Þetta er samt meiri vinna héma í sjoppunni og mun meiri yfirlega," segir Kalli sem er nokkuð sáttur við hvemig reksturinn gengur. Hann er sallarólegur yfir þeirri miklu samkeppni sem er í gangi, hvort sem það eru aðrar sjoppur í bænum eða veitingastaðimir. „Samkeppni er bara af hinu góða og þýðir bara að maður verður að vera vakandi yfir því sem maður er að gera.“ Reksturinn gengur í bylgjum að sögn Kalla. „Þetta hefur breyst svolítið á síðustu ámm, þetta er orðið meiri jójó rekstur, koma toppar í þetta en dettur svo niður þess á milli." Þeir sem koma sér út úr bílnum og inn í Toppinn reka væntanlega augun í fjölmarga trefla sem hanga þar upp á vegg. Þama er líklega stærsta safn trefla knattspyrnu- félaga sem til er í Eyjum og þó víðar væri leitað. Það vekur þó athygli að enginn IBV fáni er á staðnum. Jóna útskýrði hvemig þetta byrjaði. „Kalli kom með sinn Derby fána og hengdi hann hérna upp og sys- tur hans fannst það ekki ganga, þannig að hún kom með Newcastle fána hingað niður eftir. Þetta sá sýslumaðurinn og mætti með Everton fána og síðan hafa bæst við tugir fána og búninga." Kalli vinnur sjálfur í sjoppunni nánast alla daga og er alltaf í öllum matartímum. Hann segir að það þýði ekkert annað í svona rekstri. „Þetta byggist upp á því að vera mikið sjálfur í þessu, þetta er mikið hark en það er gaman að þessu og ég er hæfilega bjartsýnn á framhaldið, það þýðir ekkert annað,“ sagði Kalli að lokum. Spurt er: Kemst ÍBV áfram í Evrópu- keppninni? Smári Guösteinsson: Við vinnum þetta, ekki spurn- ing. Færeyingarnir verða erf- iðir en við vinnum þetta. Leikurinn endar 2:0 hérna heima og 0:1 úti. Stefan Olafsson: Við vinnum 2:1 hér heima og komumst að sjálfsögðu áfram. Verður maður ekki að halda með sínu liði? Karl Helgason: Já, já, pottþétt. Við vinnum 2:0 hérna heima en leikurinn úti verður erfiðari og endar 0:0 þannig að við komumst áfram. Einar Ciauti Ólafsson: Eg vona það auðvitað en ég hugsa að ÍBV komist ekki áfram.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.