Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 14. júli 2005 15 Winsaelustu myndböndin 1 2 3 4 5 vikuna 4 - 10. juli mr vt • í. % -í rl 4million Dollar Baby u JiDE andSEEK lHlil m JVfebte i rcxKers Við mælum með... Evrópuleik á Hásteinsvelli í kvöld kl. 18.00. Eyjamenn mæta írændum sínum frá Færeyjum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Liðið heitir B-36 og hefiir innan sinna raða fymim leikmann ÍBV, Allan Morkore. Bloggandi Eyjamenn Djöfulsins græðgi Eg ákvað það um daginn að ég ætlaði að panta mér eitthvað að éta þar sem ég var ógöngufær og Guðrún María var að vinna. Hún var einnig á bílnum þannig að ég gat ekki farið út úr húsi. Akvað að panta mér eitthvað gott, núðlur eða eitthvað í þeim pakkanum. Allt var hræðilegt dýrt og ákvað ég þá að leita á pizzumiðin í von um að þau gætu bjargað mér um eitthvað að éta. Skoðaði allt saman og ákvað að panta mér eina Domino's pizzu sem var undir þúsund kalli. Hringdi og pantaði, vildi fá þetta sent en þá tjáði símadaman mér það að ég YRÐI að panta mér fyrir fimmtán hundmð kall til að fá sent. Maggi bróðir reddaði mér enn og aftur með því að sendast fyrir mig. En hvaða helvítis kjaftæði er það eiginlega? Þessar helvítis pizzakeðjur em að moka inn peningum hvem einasta dag því að hver pizza er seld með gríðarlegri álagningu og þar að auki em þessir staðir með þræla í vinnu sem fá kúk og kanil útborgað. Hefði ég verið í Eyjum hefði maður fengið sent ef maður kaupir fyrir meira en fimm hundmð kall. Ef menn em að tala um vegalengdir héma í borginni er það buil vegna þess að Domino's er út um allt. Maður snýr sér varla við héma í borginni án þess að sjá svona staði út um allt. Gaukunum á mótorhjólunum þama hjá þeim myndi ekkert muna um að henda einni pizzu til manns. Þessir Domino's tuddar og önnur fyrirtæki ættu að lækka sig í þúsund kall finnst mér svo að fólk þurfi ekki að kaupa meha en það vill. Svona er bara Reykjavík, allir komnir til að græða og hafa sem minnst fyrir þvL.viðbjóðsleg stefha sem á eftir að verða verri, sjáiði til! hvitavonin.vinirketils.com/ Myndlistasýning opnaríVélasalnum Guðjón bœjarlistamaður fór ígegnum sýninguna meðgestunum. Myndlistarsýning var opnuð í Gamla Áhaldahúsinu á föstudag í tilefni goslokahátíðar en myndirnar eru allar í eigu Listasafns Vestmannaeyja. Fjörutíu einstaklingar, sem hafa fengist við málaralist, eiga verk á sýningunni og eiga það sameiginlegt að hafa búið hér í Eyjum um lengri eða skemmri tíma. Guðjón Ólafsson, bæjarlistarmaður 2005, valdi verkin á sýninguna sem spannar vítt svið í tíma því á henni eru verk eftir fólk á öllum aldri, sá elsti ,Engilbert Gíslason, var fæddur 1877 og þau yngstu, Páll Viðar Kristinsson og Sigurdís Arnarsdóttir, bæði fædd 1964. Það er því hægt að segja að myndirnar séu dæmigerðar fyrir strauma og stefnur í myndlist á síðustu öld. Málararnir hafa fengist mismikið við myndlist en þekktustu myndlistarmennirnir eru án efa Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966) og Sverrir Haraldsson (1930-1985). Myndefnið er að sjálfsögðu fjölbreytt og efnistökin misjöfn þar sem sýnd eru verk eftir fjörutíu einstaklinga. Sýningin var samt sem áður heilsteypt og sýningarstjóranum hefur tekist vel að velja saman verkin en það hlýtur að hafa verið vandaverk. Sýningin var vel sótt þessa einu sýningarhelgi og vonandi fá bæjarbúar tækifæri til að sjá fleiri verk í eigu Listasafns Vestamannaeyja í framtíðinni. Hölmenni á Sumarstúlkukeppnl Mikið jjölmenni oggóð stemmning var i Hollinni á laugardagskvöldió þegar Sumarstúlka Vestmannaeyja 2005 var krynd. Þœr Karen Haraldsdóttir ogÁsa Jóhannesdóttir sau um hargreiðsluna á stelpunum og Hjördis Elsa Guðlaugsdóttirsá um framkvœmdastjórn Nú styttist óðum í Þjóðhátíð og mikið hefur verið um að vera síðustu helgar í skemmtanalífmu. Hljómsveitin Smakk ætlar að heimsækja Eyjamenn um næstu helgi og skemmta á Lundanum. Það verður nóg að gera hjá kylfingum enda Meistaramót GV nú í Um næstu helgi... fullum gangi og lýkur um helgina. Eyjamenn taka þátt í Evrópukeppninni i kvöld og mæta frændum okkar frá Færeyjum, B-36 á Hásteinsvelli kl. 18.00. Eyjastelpur verða svo í eldlínunni annað kvöld þegar FH kemur í heimsókn. _____________Blongandi Ewíamenn Bakpokinn Allt of margir sem ég þekki ganga með þungan bak- poka alla daga. Það fyrsta sem þeir gera á morgnana þegar þeir vakna er að ________________stíga ffam úr og setja bakpokann á sig og sumir jafhvel sofa með bakpokann og sofa því nánast ekki neitt, sofa grunnum svefni, finnst þeir milli svefhs og vöku alla nóttina þar sem bakpokinn er óþægilegur og alveg sama á hvaða kanta fólk snýr sér, góð stelling til afslöppunar fmnst ekki. Bakpokinn er virkilega þreytandi og sígur í enn meira þegar á daginn líður, hann hefúr áhrif á allar ákvarðanir, markmið og hvemig við skynjum, uppliflim og sjáum allt í kringum okkur. Einu skiptin sem fólk finnur ekki fyrir honum er þegar það nær að hlæja að einhveiju, þá hverfúr hann i nokkrar sek, skellir sér svo aftur á, en stundum er hann svo íþyngjandi að fólk langar hvort eð er ekkert til að hlæja. Þegar fólk er langþreytt á bakpokanum er oft eina leiðin að svindla á öllu saman, losna við bakpokann í nokkra klukkutíma og deyða tilfmningamar með áfengi, einhvers konar lyfjum og jafnvel eiturlyfjum. Þá finnur fólk ekki að bakpokinn er þama og sporin verða léttari, axlimar verða afslappaðar og öndunin róast. Hinn fúllkomni flótti, þangað til næsta dag þegar bakpokinn mætir í vinnuna sína og hlammar sér á þig í þynnkunni, þá er eins og ekkert geti orðið mikið verra. Svo hörmulegt að sumir geta ekki hugsað sér annað en að halda áffam flóttanum. Sumir em með litla öskupoka sem jafnvel þeirra eigin mæður og eða feður hafa hengt á þá. Pokar sem innhalda óæskilegar væntingar og tilætlunarsemi, pokar sem þau hafa jafhvel fengið hengda á sig af foreldrum sínum og hafa ekki getað kíkt í þá og einfaldast að hengja þá bara á næsta, já bömin sín, alveg óvart að þeim finnst. Hver setti þennan poka á þig og er hann þama af gömlum vana? Er auðveldara að halda áfrarn en að stöðva og kíkja í hann? Hvað er í þessum bakpoka? Eitthvað gamalt og úldið? Innst inni veistu hvað það er, en líklega lagt svo mikið á þig til að gleyma því að það hræðir þig að skoða það, hræðir þig að þar sé að finna eitthvað óþægilegt, eitthvað sem þú vilt ekki eiga við núna, einhvem tímann seinna. Tíminn læknar ekki sár, það gufar ekkert uppúr bakpokanum, það þarf að hlúa að sárinu, tína upp úr bakpokanum í rólegheitum og þá kemstu að því að það var aldrei þess virði að ganga með þetta um allt, láta það hægja á þér, segja þér takmörk þín og skemma útsýnið. Lífið er of stutt til þess ! berglindsigmars.bIogspot.com/ Tapað - fundið Auglýsi hér með eftir Þjóð- hátíðarlagi Vestmannaeyja 2005. Lagið er ca þijár mín- útur að lengd, með þjóðhátíðartexta og þjóðhátíðarblæ, það er mikið spilað og sungið um mánaðamótin júlí-ágúst og þá sérstaklega í Herjólfsdal í Vestmanna- eyjum. Ekkert hefúr bólað á laginu né á það verið minnst í fjölmiðlum landsins. Finnandi vinsamlega komi því í spilun í útvarpsstöðvar sem fyrst. Áhyggjufúllur þjóðhátíðargestur oghananu.blogspot.com/

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.