Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 6
6 Fféttir / Fimmtudagur 14, júlí 2005 Með tals- vert magn af fíkniefnum Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum er það helst að frétta að á föstu- daginn kom upp nokkuð stórt fíkniefnamál er varðar sölu og dreifingu á fíkniefnum. Við eftirlit lögreglu með komu Herjólfs til Vestmannaeyja var tvítugur maður handtekinn vegna gruns um fíkni- efnamisferli. Við leit í bifreið hans fannst talsvert magn af fíkniefnum eða um 402 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og 6 grömm af kókaíni. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á meira af fíkniefnum úr fórum mannsins, 50 e-pillur og um 20 grömm af amfetamíni. Rannsókn er ennþá í gangi. Varð að hætta við lendingu -vegna manns á flugbraut A þriðjudaginn í síðustu viku fékk lögregla tilkynningu frá flugturn- inum að maður væri á gangi innan öryggissvæðis vallarins og hefði flugvél þurft að hætta við lendingu vegna þessa. Tók maður þessi ekki tiltali flug- vallarstarfsmanna og var lögregla því kölluð til. Það á ekki að þurfa að taka það fram að það er strang- lega bannað að fara inn fyrir girð- ingamar í kringum flugvöllinn en þær marka öryggissvæðið. Með því að fara inn á öryggissvæðið er fólk að stefna flugvélum og sjálfum sér í hættu. Hver stal gull- fiskunum? Á laugardag var hringt í lögreglu og kærður þjófnaður á gullfiskum er voru í tjörn í bakgarði að Birkihlíð 9. Ekki er vitað hver var þama að verki en þeir sem geta veitt ein- hverjar upplýsingar varðandi málið era vinsamlega beðnir að hafa sam- band við lögreglu. Arctic Biology, námskeið í samstarfi Rannsókna- setursins, HÍ og Háskólans í Minnesota: Sprettfiskar og hraunbombur HÓPURINN kom saman og kveikti varðeld. Undanfarin níu ár hafa bandarískir háskólanemar komið árlega til Eyja til að vinna að líffræði- og jarðfræði verkefnum í tengslum við nám- skeiðið Arctic Biology. Nám- skeiðið stendur yfir í sex vikur en í Eyjum dvelja nemendurnir í fimm daga eða frá miðvikudegi til sunnu- dags. Námskeiðið er sam- starfsverkefni milli Háskóla íslands og Háskólans í Minnesota ásamt því að Rannsóknasetur Vestmannaeyja heldur utan um verkfnið hér í Eyjum. I ár tóku tíu nemendur þátt í verkefninu og þar af voru tveir jarðfræðinemar og átta líffræðinem- ar. Nemendunum íylgdu tveir kenn- arar frá Háskóla Islands, þau Lísa Anna Libungan og Snæbjöm Páls- son. Að sögn Páls Marvins Jóns- sonar, forstöðumanns Rannsókna- setursins gekk vinnan vel hér í Eyjum. Hópamir geta verið mjög misjafnir og er hópurinn í ár frekar fámennur en krakkarnir áhugasamir og viljugir að læra. I upphafi dvalarinnar hér í Eyjum leit út fyrir að veðrið yrði til vand- ræða en sem betur fer rættist úr því. f Eyjum eru krakkarnir að vinna að eigin verkefnum sem þýðir að þau þurfa fara um eyjuna og safna sýnum og síðan að vinna úr þeim á kvöldin. Verkefnin í ár fjölluðu um líffræði sprettfiska, áhrif mengunar á snigla í höfninni í Vestmannaeyjum, bú- svæði lundans og hraunbombur í Eldfelli. Eins og áður sagði var hópurinn í ár frekar fámennur en hópnum fylgdi starfsmaður frá Minnesóta háskóla sem var að LUNDAHÓPURINN að setja upp búnað til þess að mæla jarðvegs- halla í lundabyggð í Stórhöfða. AUÐUNN Herjólfsson, starfsmaður Setursins, fór með hópinn í sigl- ingu inn í Klettsvík. kynna sér aðstæður og umfang nám- skeiðsins í þeim tilgangi að reyna að fjölga þátttakendum á næsta ári. Aðstaðan í Eyjum er mjög góð fyrir þessa vinnu enda er nálægðin við náttúruna hvergi meiri og að- staðan í Rannsóknasetrinu góð fyrir hópa af þessari stærð. Samkvæmt Páli þá er verið að vinna að því að fá fleiri námshópa til Eyja og er von á hópi frá Jarð- og landafræðiskori HI í byrjun október. Getur þú valdið vettlingi? Þá vantar okkur þína aðstoð Við byrjum í kvöld á framkvæmdum í Dalnum og verðum að alla helgina. Allir velkomnir Þjóhátíðarnefnd r í kvöld kl. 1 8.00 IBV - B36 miðaverð kr. 1000,- ( ATH takmarkað framboð miða) Eyjamenn, Eyjakonur og börn fjölmennið á völlinn og sjáið okkar menn etja kappi við frændur vora frá Færeyjum. Áfram ÍBV Hreimur og Vignir semja þjóhátíðarlagið Það kom í hlut Hreims Heimissonar, úr Landi og sonum og Vignis Vig- fússonar, úr Irafári að semja þjóð- hátíðarlagið 2005. Alls bárust Þjóðhátíðarnefnd 23 tillögur að þjóðhátíðarlagi en að mati nefndar- innar heillaði ekkert þeirra. Lagið verður kynnt á morgun, föstudag. „Við auglýstum eftir tillögum að Þjóðhátíðarlagi og okkur bárust rúmar tuttugu tillögur. Því miður gekk illa að ná samkomulagi um einhverja af þessum tillögum, því var gripið til þess ráðs að fá Hreim og Vigni til þess að setja fram til- lögu sem var í framhaldinu sam- þykkt. Þjóðhátíðarlag er mikilvæg- ur hlekkur í markaðssetningu Þjóð- hátíðar og þar af leiðandi Vest- mannaeyja. Hún er því rík ábyrgðin sem sett er á þá sem lagið velja og það er fráleitt að halda því fram að einhver önnur sjónarmið ráði við val á laginu en þau að reyna eftir fremsta megni að tryggja góðan árangur. Eg ætla ekki að leyna minni skoðun á því hvernig ég tel best að framkvæma þetta, það er að velja hæfan höfund og gefa honum góðan tíma til að klára verkefnið. Eg tel að í því fælist áskoran á höfund og ávinningurinn getur verið umtals- verður takist vel til, þá bæði fyrir höfundinn og Vestmannaeyjar. Þetta er ekkert nýtt, Oddgeir og Ási gerðu þetta í mörg ár með ágæt- um árangri. En ég vil nota þetta tækfæri og þakka öllu því ágæta fólki sem sendi til okkar tillögur, í þeim vora margir skemmtilegir text- ar og nokkur góð lög, því miður fannst okkur þessir þættir ekki alltaf falla saman,“ sagði Páll. • • Olvunar- akstur og fleiri um- ferðarbrot Einn ölvunarakstur kom upp í vikunni. Er þetta tólfti ölvunar- aksturinn sem kemur upp á þessu ári og er það talsvert yfír meðallagi. Veldur þessi fjölgun lögreglu nokkrum áhyggjum því það getur valdið stórhættu að aka undir áhrif- um áfengis. Hvetur lögregla fólk lil að sýna skynsemi og skilja bifreiðina eftir þegar það er búið að drekka áfengi, þó það hafi verið í litlu magni. Á mánudagskvöld var lögreglu tilkynnt um þjófnað á bifreið. Bifreiðin fannst fljótlega og var hún óskemmd. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hver tók bifreiðina eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við lögreglu. Af umferðinni er það helst að frétta að tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp. Var fyrsta óhappið með þeim hætti að ökumaður, sem ók suður Friðarhöfn, missti stjóm á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á vegg. Skemmdir urðu bæði á bifreiðinni og veggn- um. Annað óhappið varð með þeim hætti að ekið var á mannlausa bifreið á Áshamri. Sá er ók á mannlausu bifreiðina var í tíma- þröng og ók á brott af vettvangi og braut þá skyldu sem hvílir á þeim sem lenda í umferðaróhappi að stöðva og gefa upplýsingar um sig. Vitað er hver hann er. í þriðja óhappinu var einnig stungið af eftir að ekið hafði verið utan í bifreið. Þegar lögregla ræddi við þann er olli óhappinu kom í ljós að hann hafði ekki gert sér grein fyrir því að hann hefði ekið utan í aðra bifreið. Telst málið upplýst. Ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti og annar var kærður fyrir brot á stöðvunarskyldu og vera að aka með útrunnið ökuskírteini. Tilkynnt var um skemmdir á bifreið sem var kyrrstæð á bif- reiðastæði við golfskálann. Þarna hafði golfari, sem var á æfmga- svæðinu, hitt boltann illa með þeim afleiðingum að boltinn lenti í bifreiðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.