Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 19
Frcttir / Fimmtudagur 14, júlí 2005 19 I Landsbankadeild karla: ÍBV 2 - Fram 0 Úr fallsæti í fyrsta skipti STEINGRÍMUR skoraði glæsilegt mark og lagði með því grunn að mikilvægum sigri. Það var gaman að sjá til karlaliðs ÍBV í leiknum gegn Fram því þrátt fyrir austan rok og rigningu virtust strákamir hafa gaman af því sem þeir voru að gera. Allir sem einn börðust um hvem einasta bolta og uppskáru að lokum laun erfiðisins með góðum og lífsnauðsynlegum sigri, 2:0. Með sigrinum lyftu strákarnir sér upp úr fallsæti, höfðu sætaskipti við Fram og er ÍBV sem stendur í áttunda sæti með níu stig. í fyrri hálfleik spiluðu Eyjamenn undan vindinum og var nánast ein- stefna að marki Framara, sem þó áttu þrjú markskot í hálfleiknum en ekkert þeirra skapaði verulega hættu. ÍBV fékk nokkur ágætis færi til að skora en eina mark IBV kom úr vítaspyrnu sem Pétur Óskar Sigurðsson hafði fiskað snilldar- lega. Jeffsy hefði svo átt að bæta við öðru markinu undir lokin þegar hann komst í gott skotfæri en skot hans fór langt yfir. Eins og við var að búast var komið að Fram að sækja í síðari hálfleik en Eyjamenn stóðu allar sóknarað- gerðir gestanna af sér, þó svo að staðið hafi tæpt á köflum. Birkir Kristinsson var öryggið uppmálað og greip vel inn í þegar mesta hætt- an skapaðist. Þá var gaman að fylgjast með vamarlínu ÍBV sem steig ekki mörg feilspor og þeir Páll Hjarðar og Bjarni Hólm pökkuðu fyrirliða gestanna, Ríkharði Daða- syni snyrtilega saman og sendu með Meistara- mót GV um helgina Meistaramót Golfklúbbs Vest- mannaeyja fer fram um helgina en leikið er í níu flokkum, fimm karlaflokkum, tveimur öldun- gaflokkum, kvennaflokki og unglingaflokki. Mótið hófst reyndar á þriðjudag þegar unglingamir hófu leik en síðustu hópamir verða ræstir út á fimmtudag og klárast mótið því á laugardag. Flestir flokkar leika fjóra hringi á fjómm dögum en eldri flokkur öldunga leikur þrjá. fyrsta flugi heim. Snilldarlega var staðið að öðm marki ÍBV. Bjami Rúnar Einarsson átti þá frábæra fyrirgjöf fyrir mark Framara og þar henti Steingrímur Jóhannesson sér fram og stangaði boltann í netið, framhjá Gunnari Sigurðssyni, markverði Framara. Stórglæsilegt mark. Og þrátt fyrir að leika með vindinn í fangið þá vom Eyjamenn hættu- legri síðari hluta seinni hálfleiks og hefðu getað bætt við mörkum en Bikarmeistarar ÍBV eru úr leik í Visabikarkeppni kvenna en Eyja- stúlkur mættu Val á mánudags- kvöldið í 8 liða úrslitum keppn- innar. Valur niðurlægði ÍBV síðast þegar liðin mættust á Hásteinsvelli með 1:7 sigri og fóm langt með að endurtaka leikinn, unnu nú 1:6 og komust verðskuldað í undanúrslit keppninnar. Leikurinn var þó jafnari framan af en lokatölumar gefa til kynna. ÍBV, stelpurnar sköpuðu sér nokkur ágætis færi en nýtingin var herfileg. Þá var dómari leiksins ekki starfi sínu vaxinn, gaf vamarmanni Vals einungis gula spjaldið þegar hún felldi Suzanne Malone og hafði af henni augljóst marktækifæri. Olga Færseth spilaði sinn fyrsta leik í sumar og gott að sjá markahrókinn fara af stað aftur en ljóst að hún á talsvert í land ennþá með að komast í gott leikform. Leikmenn ÍBV verða að líta í eigin barm, nýting færa var ekki boðleg hjá toppliði og það var eins og stelpumar hefðu ekki trú á því að hægt væri að vinna Val. Gestimir klámðu svo leikinn á tveggja mín- útna kafla í síðari hálfleik þegar þær skomðu tvö mörk í röð en lokatölur urðu 1:6. „Þegar maður er að spila á móti jafn góðu liði og Valur er, verður maður að hafa ákveðna hluti með sér,“ sagði Sigurlás Þorleifsson þjálfari IBV eftir leikinn. „Við hefðum getað komist yfir í upphafi og dómarinn hefði átt að veifa rauða spjaldinu stuttu síðar. Línuvörður- inn fór afar illa með okkur í ein þrjú skipti, bara í fyrri hálfleik og þegar þú hefur ekki þessa hluti með þér þá verður leikurinn auðvitað mjög Eyjamaðurinn í marki gestanna sá til að svo fór ekki. Lokatölur 2:0, mikilvægur sigur hjá ÍBV. Guðlaugur Baldursson var léttur í lundu þegar rætt var við hann eftir leik. „Þetta var nauðsynlegur og góður vinnusigur hjá okkur. Ég var ánægður með okkar leik í fyrri hálfleik, við sköpuðum okkur mikið af færum en auðvitað alltaf áhyggjuefni þegar þau nýtast ekki. Sem betur fer spiluðum við síðari hálfleikinn vel vamarlega og voram erfiður. Valur er með dúndurgott lið og það er alltaf mjög erfitt að lenda undir gegn þeim. En við vomm að skapa okkur tækifæri og hefðum jafnvel getað skorað 4-5 mörk en sigur Valsmanna var að mínu mati sanngjam.” ÍBV spilaði 4-5-1 Anne Marberger, Erna Dögg Sigurjónsdóttir, Sigríður Asa Friðriksdóttir, Suzanne Robertson, Elena Einisdóttir, Rachel Kmze, hættulegir fram á við. Það var auð- vitað óþægilegt að hafa and- stæðinginn inni á okkar vallar- helmingi en mér fannst þeir samt ekki skapa sér mörg tækifæri." Nú var mikill munur á leik liðsins frá því í síðasta heimaleik f deild- inni gegn Fylki. Af hverju er liðið eins og svart og hvítt milli þessara leikja? „Það er kannski ekki nein einföld skýring á því. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við emm með ungt lið og unga leikmenn vantar stöðugleika sem eldri leik- menn búa yfír. Við verðum bara að fækka þeim köflum sem við spilum illa og fjölga þeim betri,“ sagði Guðlaugur að lokum. ÍBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Bjarni Geir Viðarsson, Páll Hjarðar, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Pétur Sigurðs- son, Atli Jóhannsson, Ian Jeffs, Heimir Snær Guðmundsson, Andri Ólafsson, Pétur Óskar Sigurðsson, Steingrímur Jóhannesson. Varamenn: Hrafn Davíðsson, Andrew Sam (kom inn á fyrir Steingrím á 90.), Anton Bjarnason, Matthew Platt (kom inn á fyrir Pétur Óskar á 64.), Bjarni Rúnar Einarsson (kom inn á fyrir Andra á 46.). Mörk IBV: Ian Jeffs, Steingrímur Jóhannesson. Elín Anna Steinarsdóttir, Suzanne Malone, Hólmfríður Magnúsdóttir, Bryndís Jóhannesdóttir, Olga Færseth. Varamenn: Pálína Bragadóttir (kom inn á fyrir Elenu á 77.), Rakel Rut Stefánsdóttir (kom inn á fyrir Suzanne R. á 86.), Thelma Sig- urðardóttir, Guðrún Soffía Viðars- dóttir (kom inn á fyrir Suzanne M. á 77.). Mark ÍBV: Bryndís Jóhannesdóttir. Sjötíu Eyja- peyjar ó ferð Síðustu vikur hafa ungir Eyja- peyjar tekið þátt í stórum knattspymumótum á fastalandinu og samtals vom þetta um sjötíu strákar. Fimmti flokkur karla tók þátt í Essomótinu á Akureyri en þeir Kristján Georgsson og Smári Jökull Jónsson eru þjálfarar flokksins. Kristján sagði að þó árangurinn hafi kannski ekki verið sem bestur þá hafi verið mikið fjör á Akureyri. „Það skiptir ekki minna máli að strákarnir skemmti sér og að þetta sé gaman. Veðrið var líka fínt á meðan mótinu stóð og þetta var stór hópur sem var þama, um 40 strákar." A-liðið endaði í 22. sæti í mót- inu, B-liðið í 24., C-liðið í 31., D- liðið í 28. og E-liðið endaði í 26. sæti mótsins. Þá var um helgina Lottomótið á Akranesi en það mót er fyrir sjötta flokk drengja. Um þrjátíu strákar frá Eyjum fóm á mótið og skemmtu sér vel. Kristján og Smári Jökull eru sömuleiðis þjálf- arar sjötta flokks og Kristján sagði að eins og á Akureyri hefði verið mjög gaman hjá Eyja- strákunum. „Þetta gekk bara þokkalega hjá okkur enda eru þetta skemmtilegir strákar eins og í fimmta flokki. Það var reyndar leiðindaveður fyrsta daginn en það fór batnandi þegar leið á mótið. Þetta eru strákar á aldr- inum sjö til átta ára og leikgleðin í fyrirrúmi. Við fengum líka einn bikar fyrir að vera prúðasta liðið en annars var árangurinn ágætur og strákamir sýndu miklar fram- farir.“ Þrír fró ÍBV í ÍR Þrír ungir leikmenn IBV hafa ákveðið að yfirgefa félagið og leika með ÍR næsta vetur. Þetta eru þeir Benedikt Steingrímsson. Halldór Sævar Grímsson og Leifur Jóhannesson en allir gengu þeir upp úr öðrum flokki síðasta vetur. Benedikt er á leið í nám en þeir Halldór og Leifur sjá fram á fleiri tækifæri hjá ÍR. Framundan Fimmtudagur 14. júlí Kl. 18.00 ÍBV-B36 Evrópukeppni félagsliða. Föstudagur 15. júlí Kl. 19.15 KFS-Sindri 3. deild k. Kl. 20.00 ÍBV-FH Landsbanka- deild kvenna. Laugardagur 16. júlí Kl. 14.00 Fjölnir-ÍBV 3. fl, kv. Kl. 16.00 ÍBV-Þór 3. fl. karla. Sunnudagur 17. júlí Kl. 14.00 IBV-HK 5.(1. ka ABCD Kl. 14.00 Fylkir-ÍBV 2. fl. kv.b. Kl. 14.00 Þór-ÍBV 3. fl. karla. Mánudagur 18. júlí Kl. 19.15 Keflavík-ÍBV Lbd .k. Kl. 17.00 ÍBV-Njarðvík 4. fl. k. Þriðjudagur 19. júlí Kl. 20.00 Leiknir R.-ÍBV 2. fl. k. Kl. 20.00 KR-ÍBV 3. fl. kvenna. Miðvikudagur 20. júlí Kl. 20.00 ÍBV-Fylkir 3. fl. k.b. Kl. 15.00 Haukar-ÍBV 5.11. karla. Kl. 19.00 Grindavík-ÍBV 2. fl. kv. Mánudagur 11. júlí Kl. 17.00 Leiknir R.-ÍBV 5. 11. kvenna, AB. Kl. 20.00 ÍBV-Valur Visabikar kvenna. H Visabikar kvenna: ÍBV 1 - Valur 6 Áttu aldrei möguleika --------------———-- ELÍN Anna í baráttu við Valsstúlkur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.