Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 8
8 FfCttÍr / Fimmtudagur 14, júli' 2005 Styrmir og Sveinn sigurvegarar á Volcano Open: Stærsta Volcano Open golfmólið til þessa var haldið um næstsíðustu helgi. Þetta mót hefur verið haldið í rúman áratug og þátttaka oftast góð en að þessu sinni má segja að það hafi virkilega sprungið út. Þátttakendur voru 112 talsins og ekki hægt að koma fleirum að með því fyrirkomulagi sem spilað er eftir, þ.e. að allir eru ræstir út í einu á öllum brautum vallarins. Nokkuð ljóst er að það fyrirkomulag verður tæplega hægt að nota á næsta ári þar sem vonir standa til að fjölga enn frekar í þessu móti sem hefur fengið öflugan bakhjarl og heitir nú Icelandair Volcano Open. Með fulltingi Icelandair er stefnt að því að fá enn fleiri útlendinga til þátt- töku í þessu sérstæða móti. Reyndar afboðuðu um 20 kylf- ingar ofan af fastalandinu þátttöku sína vegna óhagstæðrar veðurspár fyrir helgina og er slíkt framferði nokkuð sem alvöru kylfmgar gera ekki. Aftur á móti var biðlisti það langur að engin vandræði voru að fylla þau skörð. Verra var að 16 þessara kylfmga höfðu pantað her- bergi á gistiheimili og létu vita á fimmtudag að ekkert yrði af gist- ingu þeirra. Af þessum 112 kylfingum f mót- inu var rúmlega þriðjungur frá GV en alls komu keppendur frá 13 golfklúbbum á landinu og auk þess frá Hollandi, Þýskalandi, Frakk- landi og Skotlandi. Þetta var tveggja daga mót, punktakeppni, leiknar 18 holur á föstudag og 18 á laugardag. Veður hefði mátt vera betra á föstu- deginum, suðvestan strekkingur og gekk á með rigningarhryðjum. En á laugardag var hið besta veður, sólskin og hægur andvari með ein- staka skúr. Úrslit Keppt var í tveimur forgjafar- flokkum, annars vegar forgjöf frá 0 - 14,4 og hins vegar forgjöf frá 14,5 - 28 sem var hæsta forgjöf sem gefin var. Úrslit urðu þessi í flokki 14,5-28: 1. Sveinn Halldórsson GV 66 p. 2. Gunnar K Gunnars. GV 64 p. 3. Guðm. Þóroddsson NK 63 p. f forgjafarflokki 0- 14,4 urðu úrslit þessi: 1. Styrmir Jóhannsson GV 79 p. 2. Birkir ívar Guðm. GK 77 p. 3. Steindór Ingi Hall NK 73 p. Fyrstu verðlaun í báðum flokkum voru flug til Evrópu fyrir tvo með Icelandair, 2. verðlaun flug til Evrópu fyrir einn með Icelandair og þriðju verðlaun voru flug til og frá Bakka með Flugfélagi Vestmanna- eyja, gisting í tvær nætur á Hótel Þórshamri og tveir hringir í golfi á vellinum í Eyjum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir besta skor án forgjafar og hlaut þau Júlíus Hallgrímsson GV með 143 högg brúttó báða dagana. Þá voru einnig veitt sérstök kvennaverðlaun þeim fimm konum sem höfðu besta skor á laugardag og var þar efst Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir GV með 32 punkta. Þá voru veitt verðlaun fyrir að vera næstur holu á öllum par þrjú brautum á laugardag. Talsverð spenna ríkti í mótinu um það hvort einhverjum tækist að fara holu í höggi á 17. braut þar sem sá hlyti að launum 50 utanlandsferðir frá Ice- landair. Engum tókst það, sá sem næstur var holunni á 17. braut var 2,35 m frá. En sá sem næstur var því að fara holu í höggi á mótinu var Gunnar Hilmarsson GO, sem var aðeins 10 cm frá holunni á 2. braut. Lokahóf Volcano Open er ávallt mjög sérstakt. Boðið er upp á sjáv- arréttahlaðborð sem Tómas Sveins- son, matreiðslumeistari sér um. Að þessu sinni var boðið upp á 14 tegundir af fiskmeti þar sem hver rétturinn var öðrum betri. Á föstu- dagskvöld hefur aftur á móti skap- ast sú hefð að kylfingum er boðið upp á reyktan lunda og staup af íslensku brennivíni að leik loknum. Þetta Volcano Open mót var, eins og áður er sagt, hið fjölmennasta til þessa, langstærsta opna mótið sem haldið er í Eyjum og virðist nú vera komið í alvöru inn á kortið enda er búist við enn meiri þátttöku á næsta ári. Almenn ánægja var meðal kylfinga með framkvæmd þess ef frá eru skildir einstaka hnökrar á borð við það að ekki skuli vera bann við notkun farsíma á vellinum. Slíkt er bannað í öllum alvörumót- um í dag og varðar frávísun úr móti að nota slík tól þegar leikur er hafinn. Því miður voru þess dæmi í þessu móti að verið var að hringja í keppendur og þeir sjálfir að hringja úr sínum símum úti á velli. Þetta er að sjálfsögðu rakinn dónaskapur og tillitsleysi við aðra keppendur og á ekki að þekkjast í mótum. Vonandi verður því kippt í liðinn fyrir næsta mót, þannig að smáatriði á borð við þetta komi ekki til með að setja blett á annars frábært mót. Sigurg. TAMARA í góðum höndum, Hörður Óskarsson, Tamara, Gunnlaugur Grettisson og Jón Svan Sigurðsson. Það var ekki síst umhverfi vallarins sem henni fannst athyglisvert. Tamara Kruýsheer, blaðamaður frá Hollandi: Féll gjörsamlega fyrir vellinum Unnið hefur verið markvisst að því að koma golfvellinum í Vest- mannaeyjum á kortið á alþjóðlegum vettvangi og er Volcano open einn liður í þeirri viðleitni. Það hefur borið nokkurn árangur og að þessu sinni voru 10 erlendir keppendur og í þeirra hópi voru blaðamenn frá bæði Hollandi og Þýskalandi. Tamara Kruýsheer, frá hollenska blaðinu Equipe Golf, lét sig ekki muna um að taka þátt í Volcano Open þó ferillinn sé ekki langur. „Eg er með 29,7 í forgjöf," sagði Tamara hlæjandi þegar hún var spurð hvar hún stæði í hinni göfugu eðalíþrótt, golfinu. „Ég er búin að spila golf í fjögur ár og það eru tvö ár síðan ég fór að taka þátt í rnótum," bætti hún við. Útgáfufyrirtækið heitir Amateur Golf Krant og það gefur út blöð og bækur um nánast allt sem lýtur að golfi. „I allt hefur það gefið út um 40 bækur þar sem má finna bækur um reglur í golfi, kennslubækur svo eitthvað sé nefnt og svo blaðið Equipe Golf. Það er ætlað áhuga- sömum golfurum sem fara á milli valla en vilja líka skoða það sem staðirnir hafa upp á að bjóða. Það má nefna atriði eins og mat og mat- sölustaði, menningu, náttúru og annað sem getur talist athyglisvert að sjá og skoða. Sem sagt, Equipe Golf er fyrir áhugasama golfara sem vilja gera meira en bara spila golf.“ Tamara segist ekki hafa getað stað- ist mátið þegar henni bauðst tæki- færi á að koma til Islands og heim- sækja Vestmannaeyjar. „Það var sölufulltrúi Icelandair sem bauð mér en allir sem vilja vekja athygli Hollendinga á golfi og golfvöllum leita til okkar. Þess vegna er ég hingað komin." Þegar Tamara er spurð hvað henni finnist standa upp úr eftir reynslu sína af vellinum kom í Ijós að henni fannst lítið til koma í upphafi. „Þegar farið var með okkur í útsýn- isferð og völlurinn skoðaður fannst mér hann bara vera eins og hvert annað tún. Það er vegna þess að ég er vön trjám á og í kringum golf- velli. En þegar ég byrjaði að spila féll ég gjörsamlega fyrir vellinum sem hefur allt upp á að bjóða og ekki síður umhverfið," sagði Tamara. Þegar hnykkt var á því hvað henni þætti athyglisverðast nefndi hún einstaka staðsetningu í 5000 ára gömlum gíg. „Það besta er nálægðin POPPIÐ og skákin. Þeir voru mættir á Volcano Open, Eyjólfur Kristjánsson söngvari og Helgi Olafsson stórmeistari í skákinni. við sjóinn og svo fjöllin sem eru svo einstakur rammi um þetta allt saman. Það var líka mjög alþjóðlegt yfirbragð á mótinu og fólkið indælt. Ég held að það verði ekki erfitt að fá Hollendinga til að koma hingað." Tamöru, sem fékk að kynnast ís- lensku sumarveðri í allri sinni fjöl- breytni, fannst það sérstakt að spila golf fram undir miðnætti eins og gert var á föstudeginum. „Við klár- uðum ekki fyrr en um hálf tólf og þá var ég orðin ansi þreytt. Veðrið var lfka leiðinlegt en það sem gerði þetta áhugvert er að við vorum að spila í ágætri birtu þó komið væri fram undir miðnætti. Hér hef ég upplifað allar tegundir af veðri nema hagl og snjókomu en að enda í sól og blíðu, eins og verið hefur í dag, gerir ferðina til Vestmannaeyja mjög eftirminnilega," sagði Tamara þegar hún hafði nýlokið leik á laugardeginum. Er að vinna sér alþjóðlegan sess

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.