Harmoníkan - 31.05.1990, Síða 4

Harmoníkan - 31.05.1990, Síða 4
GARÐAR JÓHANNESSON Garðar með "Scandalli" harmoníku, myndin er tekin 1949 cJóhannes Garðar Jóhannesson - betur þekktur án fyrra nafns, er sonur liins landskunna harmoníkuleikara Jóhannesar GJóhannessonar, og til að rugla þeim feðgum ekki saman, var fyrra nafninu oftast sleppt í daglegu tali. Garðar er einn af þekktustu harmoníkuleikurum okkar og nú í sumar eru liðin 50 ár frá því hann lék fyrst fyrir dansi og er hann enn að. Þeir eru orðnir margir sem Garðar hefur leikið með í gegn um árin, með sumum stuttan tíma en öðrum í mörg ár en ef við nefndum alla þá vœri ekki fleira á þessari síðu. En látum Garðar segjafrá. * Eg er fæddur að Mógilsá á Kjalarnesi 8. júlí 1925. Faðir minn vann við akstur mjólkur- bíls á Álafossi og móðir mín Thelma Ólafsdóttir vann þar einnig en ól mig á Mógilsá. Við fórum strax til Reykjavíkur og ég hef átt þar heima síðan. Manstu hvað þú varst gamall þegar þú fórst spila á harmo- níku? Veturinn eftir að ég fermist þá kaupir pabbi stóra hnappa- harmoníku og ég fór í nokkra tíma til Sigurðar Briem sem bjó þá á Laufásveginum. Ég átti heima á Leifsgötunni og þurfti að bera hana fram og til baka. Sumarið eftir 1940 fór ég í sveit, en þá kom pabbi með harmoníku til mín. Hann hafði haft skifti á gömlu harmoník- unni, en hún var svo þung að hann réði ekki við hana og fékk tvær hnappaharmoníkur í stað- in. Hann kom með aðra til mín og kennir mér á hana þrjú lög, en ég kunni ekkert nema nokkra skala á hnappaharmo- níku eftir veturinn og þetta sumar spilaði ég á balli á Minni Borg þegar ég hvíldi Eirík á Bóli. Hann neyddi mig til þess - sagði við mig, þú hlýtur að geta spilað og hvílt mig. Ég sagði ef hann væri ekki lengur en þrjú lög, þá skyldi ég hvíla. Hann stóð við það og kom eftir þessi þrjú lög. Manstu hvaða lög þetta voru? Já - þetta voru Viltu með mér vaka í nótt, Pep og Kolbrún mín einasta. Það er það fyrsta sem ég man eftir að hafa spilað fyrir dansi. Svo var það um tveimur árum seinna að ég eignast píanóharmoníku og þá skifti ég alfarið yfir á píanó- borðið. Á þessum árum var erfitt að fá harmoníku, en ég var svo heppinn að fá eina með tog- ara, smyglaða frá Englandi. Scandalli hét hún, fjagra kóra með einni skiftingu. Síðan hef ég átt margar harmoníkur, ég hafði svo góða aðstöðu til að skifta. Þegar ég fór að spila með öðrum þá var það Róbert 4

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.