Harmoníkan - 31.05.1990, Page 5

Harmoníkan - 31.05.1990, Page 5
/ riti sem var gefið út í tilefni 50 ára afmœlis Félags Islenskra Hljóðfœraleikara er þessi hljómsveit köl/uð GÖMLUDANSAHLIÓMSVEIT ALDARINNAR. Á myndinni eru standandi taliðfrá vinstri: Sigurður Ólafsson, Einar B.Waage, Poul Bernhurg, Jónatan Ólafsson og Númi Þorhergsson. Sitjandi eru feðgarnir Garðar og Jóhannes Þórðarson sem núna er á Skagaströnd. Við vorum saman í "lausabransanum" og voru þá stundum með menn sem hétu Pálmi eða Gunnar Jónsson sem vann hjá Natan og Olsen, en þeir léku á trommur. A árunum 1945-6 spilaði ég í lausamennsku með Karli Jóna- tanssyni en fór síðan að leika með Jónatani Ólafssyni í Þórs- café, það var í kring um 1947. Eg var svo viðloðandi Þórscafé til ársins 1956, en var svo eins og gengur í "lausabissnes" hingað og þangað. Sumarið 1949 var ég í síma- vinnu á Akureyri og spilaði þar í kring. Oftar en ekki var ég einn en stundum var með mér Siggi Valli trommari en hann spilaði líka á harmoníku. Annars spilaði ég oftast einn og það var selt inn á fullu verði þó það væri bara ein nikka. Böllin á þessum árum stóðu yfirleitt frá kl. 10 til 4 um nóttina. Ég spilaði 1960-64 með hljómsveit Jónatans Ólafssonar fyrir hjónaklúbbinn í Keflavík. Sigurður Ólafsson söng og Haukur Sighvatsson var á trommunum. Það var líka farið mikið austur fyrir fjall á þessum árum, ég man að eitt sinni fór ég með Poul Bernburg til Eyrabakka og var safnað í hatta til að borga okkur. Við vorum á Volkswagen og lentum í snjó og erfiðleikum á leiðinni heim. I 20 ár lék ég á hverju sunnu- dagskvöldi í Ingólfscafé eða frá 1959. Fyrst með Aage Lorrange eitt kvöld í viku á "restauration" Við Guðmundur Hansen tókum svo við af Aage og síðan var ég með kvöldið eins og það var kallað. Jónatan tók svo við, þá Rútur Hannes- son og seinast Guðni Guðna- son. Svo má ekki gleyma Lindarbæ, en þar spilaði ég í 10 ár. Árið 1946 var ég í símavinnu upp í Borgarfirði. Ég átti að spila á balli og fékk ónefndann tromniuleikara úr Reykjavík með mér. I auglýsingunni stóð að Garðar Jóhannesson léki fyrir dansi en hljómsveit þessa manns (trommarans) hvíldi, en hann var einn. Hann hvíldi mig með því að spila einleik á trommurnar tvö eða þrjú lög og kom með Laxfossi uppeftir. Á leiðinni týndi hann svefn- pokanum. Það var það versta að með pokanum fór brjóstbirtan sem hann og félagar hans sem komu með honum ætluðu sér. Oft voru ferðirnar sem 5

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.