Harmoníkan - 31.05.1990, Side 6

Harmoníkan - 31.05.1990, Side 6
fór, hálfgerðar svaðilfarir þá voru vegirnir ekki eins og þeir eru núna. Ég man eftir að fara til Ólafsvíkur 1945 eða 6 og varð að sæta sjávarföllum til að komast þangað. Eitt sinn var ég að spila á Minni Borg og átti þá Paolo-Soprani. Þetta var langt ball og ég var orðinn þreyttur, þegar festingar fyrir ólarnar að ofan losnuðu og ég missti harmoníkuna í gólfið. Sem betur fór þá var ég með bakól, eins og alltaf, og því féll hún ekki eins harkalega í gólfið. Það var ansi erfitt að klára ballið án þess að hafa ólarnar á nikkunni. Eitt sinn fór ég með Halldóri á Kárastöðum og Ólafi Hólm að spila á Vatnsleysuströndinni einhvertíman fyrir 1950. Lárus Salomonsson var þar og ætluðu heimamenn að ganga frá honum þannig að allt logaði í slagsmálum. Það varð svo mikill atgangurinn að Halldór lét okkur pakka saman en bíllinn var við dyr sem voru til hliðar við sviðið. Við fórum með allt út í bíl, trommusettið síðast en þó kom Halldór síðastur með harmoníkuna á sér og komst inn í bílinn. En við urðum að bíða í bílnum í rúmann klukkutíma því við komumst ekki í burtu. Einn vetur spilaði ég mikið með Jónatani og fleirum á stað sem hét "Camp Tripoli" beint á móti þar sem Trípolíbíó stóð. Við spiluðum frá kl. 9 og til kl. 12 en þá kom iðuglega hljómsveitin af Hótel Borg og tók við . Það er það eina sem ég hef spilað fyrir herinn. Um árið 1945 spilaði ég á sunnudögum í Rauðhólum, hér fyrir ofann bæinn með Karli Jónatanssyni. Það var ansi mikið að gera á þessum tíma. Við vorum að spila einhverstaðar suður með sjó á laugardagskvöldið, í Tríó Svavars Gests - Svavar á trommunum, Arni Isleifs við píanóið og Garðar með harmoníkuna. Rauðhólum daginn eftir og um kvöldið í Hveragerði, en þá var Jenni Jónsson með okkur á trommunum. A síldveiðiárunum var spilað á plönunum og alltaf í land- legum. Ég man eftir að á Seyð- isfirði spilaði ég 9 kvöld í röð í landlegu. Um sumarið 1952 spilaði ég oft með Baldri Júlíus- syni frá Keflavík. Þá var hann á Guðmundi Þórðarsyni en ég á Faxa. Það hitti oft þannig á að við lentum saman í landlegum. Við spiluðum saman á Þórs- höfn, Raufarhöfn og Vopna- firði. Einhverju sinni fórum við upp í sveit í Vopnafirði og ætluðum bara að skemmta okkur. Það var bara einn að spila og þegar hann sá okkur, þá vildi hann láta hvíla sig. Var sendur jeppi niður á Vopnafjörð til að sækja harmoníkurnar okkar, því hamioníkan sem hann átti var svo léleg að það TríóJónatans Ólafssonar 1947-8 frávinstri: Jónatan, Garðar og Skafti Olafsson.

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.