Harmoníkan - 31.05.1990, Page 14

Harmoníkan - 31.05.1990, Page 14
LANDSMÓT AÐ LAUGUM Nils Flácke kemur Myndfráfyrsta landsmóti S.I.H.U. - Frá vinstri: Reynir Jónasson, Bragi Hlíðberg, Grettir Björnsson og Jóhannes Pétursson. (Ijósm.Helgi Kolb.) Nú styttist óðum tíminn fram að landsmóti S.Í.H.U. að Laug- um í Þingeyjasýslu dagana 22. - 23. og 24. júní n.k. Hljómsveitir og einstaklingar eru væntanlega að fínslípa það sem á að flytja og má búast við að þetta fjórða landsmót verði það fjölmennasta til þessa en nú verða tónleikar á tveim dögum í fyrsta sinn. Svíinn Nils Flácke verður sérstakur gestur mótsins og heldur tvenna tónleika, en hann er einn þekktasti harmoníku- leikari Svía. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendum gesti er boðið og trúlegt að vera hans á mótinu auki aðsóknina. Þá er víst að efnisskrá harmoníku- félagana verður fjölbreytt, en við hjá HARMONÍK UNNI sendum öllum formönnum félaganna bréf, og báðum um upplýsingar um efnisskrá og fleira sem viðkæmi lands- mótinu. Þegar blaðið fór í prentun höfðu eftirtalin svör borist. Frá F.H.U.E. Stærð hljómsveitar u.þ.b. 16- 19 manns, stjórnandi Atli Guð- laugsson. Lög á efniskrá eru: Að ganga í dans, Ramóna, Tiger-Rag, Bærinn okkar, Á Sprengisandi, syrpa af íslensk- um tangóum. Blús ÍC og lag úr samkeppni um lag vegna 10 ára afmælis F.H.U.E. Kvintett með lögin: Hilsen til Trondheim, Ole Guapa, Þing- vallamars, Swedish rapsody og mars úr Carmen. Einleikari Einar Guðmundsson, efnisskrá óákveðin og eins um fleiri einleikara. 14 Frá H.F.H. Átta manna hljómsveit undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar frá Eiðum mun taka þátt í hljómleikum og flytja lög eftir innlenda og erlenda höfunda t.d. Árna ísleifsson og Andrew Walter. Á þessari stundu hefur ekki verið ákveðið með dúett eða kvartett en skýrist væntan- lega á næstu dögum. Frá H.F.R. Landsmótsdagskrá er ekki alveg fullmótuð hvað lagaval varðar. Ljóst er að Valdimars Auðunssonar verður minnst með flutningi á lögum eftir hann. Ágrip af dagskrá lítur þannig út: Níu manna harmoníkuflokkur undir stjórn Grétars Geirs- sonar. Dúett, Grétar Geirsson og Eyþór Guðmundsson. Einleikur, Grétar Geirsson. Frá F.H.U.R. Um 15 manna hópur undir stjórn Þorvaldar Björnssonar munfara á landsmót frá félag- inu og hefur lagt aðaláherslu á að æfa 6 lög. Einleikarar verða Bragi Hlíðberg, Grettir Björns- son og Jakob Yngvason. Frá H.R. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um fjölda þátttakenda í landsmóti né ákveða lagaval. Við þökkum svörin og getum bætt við að lagið „Drömmen om Elin" verður spilað í sameiningu allra hljómsveita á mótinu. Ef þú vilt vita meira - komdu þá á landsmótið. Hittumst að Laugum. Þ.Þ.

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.