Harmoníkan - 31.05.1990, Síða 17

Harmoníkan - 31.05.1990, Síða 17
DALAFERÐ SUMARIÐ 1989. Það var föstudaginn 24. ágúst að fjórtán félagar úr Harmoníkufélagi Rangæinga lögðu í ferð vestur í Dali. Ætlunin var að heimsækja Harmoíkufélagið Nikkólínu og taka þátt í dansleik með þeim. Lagt var af stað um hádegisbil frá Hellu. Þessi föstudagur var einn af þeim sjaldgæfu dögum á Suðurlandi, þegar sólin skín á heiðríkum himni og náttúran skartar sínu fegursta. Ákveðið var í skyndi að fara Kaldadal vestur, þar eð veðrið væri svo gott. Stansað var á Þingvöllum og nikkurnar dregn- ar fram. Dró sú uppákoma fljótt að sér gesti og gangandi. En áfram var haldið vestur yfir fjöllin. Fyrir neðan Kalmann- stungu var áð, enda menn orðnir kaffiþyrstir mjög. Að lokinni kaffidrykkju var spilað af innlifun, þangað til að ein- hver, sem ekki spilaði, benti á að löng leið væri fyrir höndum og ball um kvöldið. Áfram var því haldið og stefnan tekin vestur. Þegar að brúnni á Norðurá hjá Hnausum kom, var hún lokuð. Tekið var það ráð að fara Grjótháls til að komast leiðar sinnar. Um kvöldmatarleytið komum við í næturstað á Efri-Brunná. Eftir að hafa satt hungrið var farið að búa sig á ballið. Að Tjarnar- lundi mættum við svo galvösk með nikkumar okkar við hlið. Heimamenn hófu dansleikinn með fjölmennu harmoníkuliði, síðan tóku Rangæingar við um stund. Skipst var á að spila alla nóttina, en í lokin var blanda úr báðum félögum komin á sviðið og ekki mátti milli sjá, hvorir skemmtu sér betur, dans- FerÖalangar á Kaldadal gestir eða hljóðfæraleikarar. Að loknum morgunverði daginn eftir var farið með nikkumar út í góða veðrið og þær þandar um stund áður en farið var í út- sýnisferð um nágrennið. Eftir hádegi lögðum við síðan upp í heimferðina. Farið var nú fyrir Klofning til að auka víðsýnið. Þegar að Bifröst í Borgarfirði kom, fengu menn loksins kaffið sitt. Áð var í fögrum skógarlundi og eftir að allir vom orðnir saddir voru hljóðfærin dregin fram og Hreðavatnsvalsinn leikinn fyrst- ur laga. Þegar hér var komið sögu var spilagleðin komin á svo hátt stig, að spilað var í rút- unni það sem eftir var ferðar. Spilað var til skiptis og keppt- ust menn um að sýna hæfni sína. Heim komu ferðalangar ánægðir en þreyttir eftir vel- heppnaða ferð. Félögum úr Nikkólínu þökk- um við ánægjulegt kvöld og góð kynni sem vonandi eru að- eins uphafíð að meira samstarfi. Sigrún Bjarnadóttir. Frá vinstri efri röð: Vigfús Sigurðsson, Kjartan Ólafsson.Grétar Geirsson. Fremri röð: Guðmundur Ágústsson, Valdimar Auðunsson og Sigrún Bjarnadóttir J

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.