Harmoníkan - 31.05.1990, Page 18

Harmoníkan - 31.05.1990, Page 18
Fjölmenn ársháb'ð F.HJJ.R. 1990 Þekktir árshátíðargestir taka lagið með hljómsveitinni. Þar kom að því, níundi mars rann upp bjartur og sólríkur, snjór yfir öllu, ekki sást á dökkan díl. Við vorum komnir suður á Keflavíkurflugvöll Yngvi Jó- hannsson form. F.H.U.R., og ég að taka á móti Sigmund Deli og Siver Olstad frá Noregi. Flugleiðavélin F.I. 203 lenti kl. 15:40 að staðartíma og áður en varði vorum við á fljúgandi ferð í átt til Reykjavíkur með tvo tónlist- armenn er skapað höfðu umtal og eftirvæntingu vegna árshátíðar F.H.U. í Reykjavík 1990. Fyrst hafði ég samband við Sig- mund D. í september ’89 út frá þessari hugmynd og síðan af og til eins og gengur símleiðis og bréf- lega, allt hafði staðist sem staðist gat og nú var hann kominn með félaga sinn Siver Olstad frá Stjör- dal í Tröndelag. Kl. 14:00 tíunda mars var æfing í Breiðfirðingabúð með íslenska hluta hljómsveitarinnar, Þóri Magnússyni trommara og Þor- steini Þorsteinssyni gítarleikara, Eyþór Guðmundsson var líka mættur með harmoníkuna sem fengin var að láni hjá honum og Sigmund ætlaði að nota í stað kontrabassaleikara á dansleiknum er þar að kæmi. Æfingin stóð stutt því allt small saman á augabragði, enda S. Dehli ánægður með meðspilarana. Um miðjan dag tók að snjóa og hvessa, svo skall á svarta bylur að varla sá milli húsa. Við áttum von á yfir 30 manns utan af landi og var veðrið farið að skjóta skemmtinefndinni skelk í bringu enda stoppaði síminn ekki og spurt var hvort aflýsa þyrfti há- tíðinni. Óveðrið gekk niður er líða tók á dag og árshátíðin hófst á tilsettum tíma, uppselt var í mat og eftir hann (200 manns), nokkuð sem ekki hafði gerst áður. Bóluefnið sem skemmtinefndin bruggaði hafði hrifið og allt gekk eins og smurt og allir sem gátu voru komnir. Bragi Hlíðberg lék meðan á borðhaldi stóð og skóp notalegt andrúmsloft strax í upphafi. Skemmtiatriði þóttu fjölbreytt og voru skipulögð af sérstakri nefnd og tókust vel í alla staði með þátt- töku hátíðargesta. Siver Olstad lék einleik og kynnti tónlist frá Lom í Guðbrandsdal. S. Dehli lék einnig og sýndi svo ekki var um villst hvað í honum býr, ótrúleg tækni og kunnátta, hver nóta innsigluð og ljóslifandi, hvert þrumustykkið á fætur öðru. Hann var hylltur með að vera tvíklappaður upp með dynjandi lófaklappi og menn stóðu upp honum til heiðurs. Dans var stiginn fram á nótt með undir- leik Dehli og félaga, einnig tón- listafólki og söngvurum undir stjórn Sigurgeirs Björgvinssonar, sem skiptu með sér verkum. Stemmningin var frábær og frjáls blanda harmoníkuleikara tók á stundum í belginn með hljóm- sveitinni. Athyglisverð er umsögn Svein Sollid frá Hallingdal í Noregi, kunningja S. Dehli sem var þarna Sigmund Dehli og Siver Olstad á cefingu. 18

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.