Harmoníkan - 31.05.1990, Page 20

Harmoníkan - 31.05.1990, Page 20
Hittumst í Galtalækjarskógi 13. -14. & 15. júlí 1990 Myndin er tekin í Galtalcekjarskógi á síðasta sumri. (mynd Örlygur Eyþórsson) Undanfarin ár hefur harmo- níkublaðið staðið fyrir samkomu í Galtalækjarskógi eina helgi og þá oftast í júnímánuði. Hersvegna erum við að þessu? Því fylgir fyrirhöfn en í staðinn njótum við gleðinnar sem ríkt hefur á staðnum eins og sést á síaukinni þátttöku Þó að bindindis- hreyfingin hafi yfirumsjón með svæðinu, þá hafa þeir ekki verið með neinar athugasemdir þó að fólk væri að skemmta sér á góðri stund. Við höfum öll, sem sótt hafa mótið kappkostað að ganga vel um en skemmt okkur vel innan velsæmismarka. Það þarf varla að taka það fram, að allir eru velkomnir hvort sem fólk er í harmoníkufélagi eða ekki en munið umfram allt að taka með góða skapið og harmoníkumar - ekki má gleyma þeim. Fyrir þá sem ekki vita hvar Galtalækjarskógur er á landinu, þá er best að aka eftir þjóðvegi eitt - suðurlandsvegi. Rétt austan við miðja vegu milli Þjórsár og Hellu er vegur nr. 26 Er ekið eftir honum til norðurs, í áttina að Búrfelli. Það er drjúgur spölur að Galta- lækjarskógi en afleggjarinn inn á svæðið frá veginum leynir sér ekki frekar en skógurinn. Það er raunar merkilegt að hann skuli vera enn til, svo nálægt Heklu sem hefur sent frá sér ösku um allt í nágrenni við sig. En það sést ekki þegar komið inn í skóginn, þó varla væri kvartað ef einhveijum dytti í hug að hafa með sér poka af áburði. En að lokum - göngum vel um skóginn eins og við höfum alltaf gert, þá verðum við velkomin aftur. Þ.Þ. Vfsur þær sem fara hér á eftir, voru samdar sérstaklega fyrir F.H.U.R. og fluttar á árs- hátíð félagssins 10. mars s.l. Templara í hárri höll Harmoníkur hljóma Heyra þyrfti þjóðin öll þessa fögru hljóma Spaugsamir og sprcekir menn spila á harmoniku Og gera fleira oftar en einusinni í viku Mikið konur þeirra þar þeytast fram og aftur Kaffi er til örvunar undraverður kraftur. Að baka það er þeirra list Þekkja smekkinn rétta iiafa margir karlar kysst konur fyrir þetta Og í sumar cetla þcer austur að Galtalceknum Staður sá er körlum kœr og konum skyldurœknum Útiskemmtun er þargóð * Ymsir þetta muna. Úr tjöldum heyrist tónaflóð í takt við náttúruna Hita kaffi konur þar krjúpandi á dýnum. Úthluta svo ánœgðar ástarpungum sínum Harmoníkan ennþá er yndi flestra manna. Illa í þeirra eyru fer öskur popparanna. 20 Texti: Númi Þorbergsson

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.