Harmoníkan - 01.02.1999, Síða 3
FRÆÐSLU, UPPLYSINGA OG
HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U.
OG ANNARRA AHUGAMANNA
STOFNAÐ I4.APRIL 1986
Ábyrgð:
Hilmar Hjartarson,
Ásbúð 17,
210 Garðabæ,
símar 565 6385 & 896 5440
Netfang: harmonikan@simnet.is
Ritvinnsla: Hjörtur E. Hilmarsson
Prentvinnsla: Prenttækni hf.
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
í október, febrúar og maí.
Gíróreikningur nr. 61090-9.
Meðal innihalds blaðsins:
Viðtalið: Vilberg Vilbergsson . 4
Geysilegt Bjarnaball..........6
Hin eilífa spurning ..........7
Tónskáldakynning
Ágúst Pétursson og fleira... 8
Nýtt harmonikuborð........10
Með Frosinitónlist........11
H.F.Þ. 20 ára.............13
Handrit fyrir næsta blað þurfa
að berast fyrir
1. apríl 1999.
Auglýsingaverð:
1/1 síða kr. 9.500
1/2 síða kr. 6.500
1/4 síða kr. 3.500
1/8 síða kr. 2.500
AUGLÝSIÐ í HARMONIKUNNI
ódýrasta auglýsingaverðið
MARKMIÐ
Hér í byrjun vil ég
óska öllum áskrifend-
um Harmonikunnar
gæfu og gengis á
komandi ári með
þökk fyrir gott sam-
starf liðins árs. Þá vil
ég þakka sérstaklega
hvatningar og þakkar-
orð til blaðsins sem
bárust í kortum um
jólin.
Forspjall mitt í
þessu blaði verður að
mestu helgað spurn-
ingum án afgerandi svara. Þó er ætlun
mín að spurningarnar vekji máls á um-
ræðuefninu. Þar á ég við sjálfan mig og
aðra er vilja leita svara í umræðu dag-
anna um okkar málefni. Ekki er heldur
ætlunin að særa neinn, heldur ýta við
þeim er ráðin hafa í höndum sér. Ef
menn halda að framtaksleysi ríki, spyrja
menn.
Eg er ekki einn um að finnast að
tregða eða öllu heldur að hula værðar-
leysis liggi í loftinu innan raða harmon-
ikuunnenda þessa lands! Ekki gott að
segja, en hverjar eru byltingarkenndustu
stökkbreytingar síðastliðinna 10 ára?
Skemmtifundir, dansleikir og ferðalög?
Varla, en það er auðvitað gott með öðru!
Með þessu hlýtur samt að þurfa að út-
færa nánari markmið og leiðir til mark-
vissari framfara eftir að einhverjum aur-
um hefur verið nurlað saman! Harmon-
ikugjafir til tónlistarskóla, eru það ekki
markmið? Jú, heldur betur og það hefur
einnig komið mörgu góðu til leiðar! Er
þá ekki Iíklega aukin þörf á námskeið-
um fyrir kennara, eða gera kröfur um
lágmarks kunnáttu kennara?
Samræmingar hlýtur að vera þörf svo
vissa sé fyrir að kennsluaðferðirnar séu
réttar. Margir tónlistarkennarar sóttu eitt
námskeið fyrir um tveimur árum hjá
ítalanum Renzo Ruggieri við miklar
vinsældir, en tæpast getur það hafa nýst
öllum. Það hlýtur að vera til skrá yfir
harmonikukennara í landinu. Þá er líka
auðvelt að miðla upplýsingum eftir að
OG LEIÐIR
vitað er, hver á að miðla þeim? Eiga fé-
lögin sjáll’að standa að því eða S.Í.H.U?
Kostnaður, hver á að bera hann? Ein að-
ferð er að halda tónleika til að standa
straum af kostnaði. Endalaust má spyrja
og velta vöngum. Spurningin er þó til
alls fyrst. Enn má bæta við, sem furðu
vekur, að aldrei sjást í dagblöðum skrif
um hvað verið sé eða ætlun sé að fram-
kvæma innan harmonikugeirans, þrátt
fyrir að tilnefndur hafi verið sérstakur
fjölmiðlafulltrúi S.Í.H.U. Enn má
spyrja, er ekki þörf á að safna saman
eða komast að því hvernig nálgast megi
tónlist frá ýmsum eldri lagahöfundum er
samið hafa dans eða dægurtónlist og
koma því á einn stað til varðveislu? Ein-
staka menn þekkja lög forfeðra sinna,
sem ekki eru til skrifuð en gætu spilað
þau inn á hljómsnældu eða myndband.
Nefnd gæti komið til greina er hefði það
hlutverk að nálgast höfunda, aðstand-
endur eða ættingja til að safna slíku
saman. En hver á að móta nefndina?
Margt fleira hefur auðvitað gerst og er
að gerast, s.s. kynning á harmonikunni
í barnaskólum, sem er hið allra besta
mál og má ekki leggjast af. Við vitum
líka að viðhorf til harmonikunnar er allt
annað og betra nú en fyrir 20 árum. En
betur má ef duga skal! Eg held nú samt
að upprunalega hafi engum komið til
hugar að gera félögin að gömludansa-
samtökum beint. Almenningur hefur
yndi af góðum harmonikuleik, það er
ljóst. Slíkan meðbyr hlotnast ekki öll-
um. Siglum því þöndum seglum og not-
færum okkur meðvindinn sem best.
Forðumst staðvindabeltið.
Hilmar Hjartarson
Forsíðumyitdir:
Efri mynd: Vilberg Vilbergsson í létt-
um leik að Núpi í Dýrafirði síðast-
liðið sumar.
Neðri mynd: Grettir Björnsson leik-
ur á barmi Strokks í Haukadal dag-
inn eftir hið magnaða „Bjamaball" í
fyrrasumar.
3