Harmoníkan - 01.02.1999, Side 12
Alþjóðlega Frosinifélagsins 1998. Nú er
einungis eftir að sjá hvernig ganga muni
að stofna félagsskap hérlendis. Eg er
sannfærður um að víða sé vilji fyrir hendi
í landinu. Hjá metnaðarfullum kennurum
í harmonikunámi er Frosini gjarnan ein-
hvern tíma á dagskrá. Þegar nemendur
hafa öðlast öryggi í námi þarf að skapa
grundvöll til metorða.
HVERS VEGNA FROSINI - HVER
VAR FROSINI?
Maðurinn bak við tónlistina sem grein
þessi fjallar um hét fullu nafni Pietro
Frosini. Hann var fæddur á Sikiley árið
1885, og lést árið 1951, þá aðeins 66 ára
gamall. Hann hafði eytt mestum parti ævi
sinnar í Bandaríkjunum. Pietro Frosini
var heimsfrægur harmonikusnillingur og
markaði varanleg spor í tónlistarlíf
heimsins. Hann skildi eftir sig u.þ.b. 400
tónsmíðar ásamt heilmiklu af ýmis konar
óperutónlist. Flest verka Frosinis eru
leikin enn í dag um allan heim, og lítur
svo út að endurfæðingarbylgja Frosinis
sé í sífelldum gangi um víða veröld.
Harmonikutónlist Frosinis er mikið
byggð á æfingaferli því sem harmoniku-
leikarar þurfa á að halda í námi og leik.
Meiningin er að fjalla nánar urn þennan
mikilsmetna snilling í blaðinu síðar.
RÁÐSTEFNAN - STOFNFUNDUR-
INN í STOKKHÓLMI
Lars Ek sem verið hefur formaður F.S.
frá upphafi (1985) setti þennan l'yrsta al-
þjóðlega fund og kynnti fulltrúa hinna 7
landa rækilega. Fyrsta skal nefna Lars Ek
og Stefan Eiriksson frá Svíþjóð, Robert
Rolston frá Skotlandi, Oleg Sharov frá
Rússlandi, John Mandelid frá Noregi,
Kristian Rusbjerg og Jens-Peter Nielsen
frá Danntörku, Seppo Lankinen frá Finn-
landi og Hilmar Hjartarson frá Islandi.
Lars benti á að aðrar þjóðir hefðu sýnt
mikinn áhuga á að vera með, s.s. Frakk-
land, Italía og Baltnesku löndin. Of langt
mál yrði að telja upp alla umræðu fund-
arins, en málefnin skorti ekki. Meðal
mála var að auka samvinnu landanna, at-
huga grundvöll fyrir stofnun félags í við-
komandi landi, mikill áhugi ungra harm-
onikuleikara á Frosinitónlist, upplýsinga-
streymi, keppnir og fl. Þetta var söguleg-
ur fundur sem vonir eru bundnar við í
framtíðinni.
FYRSTA EVRÓPUKEPPNIN í
FROSINITÓNLIST
Keppnin hófst kl.13 í glæsilegum tón-
leikasal Döbbelnsgatan 3 með þátttak-
endur frá fyrrnefndum löndum nema ís-
landi. Helena Halleland frá Noregi 18
ára, Magnus Jonsson frá Svíþjóð 16 ára,
Oleg Sharov einn affremstu
harmonikuleikurum heims, gestaspUarí og
dómari, leikur hér á hátíðartónleikunum
rússneskan dans „Kalinka".
Finninn Seppo Lankinen var dómari og
gestaspilari rétt nýkomin úr uppskurði, með
fyrirmœli lœknisins að spiia í Itófi. Hann er
léttur og viðrœðugóður náungi.
wtomsm >
VERKSTÆÐI TIL
ALHLIÐA VIÐGERÐA Á
HARMONIKUM AÐ
KAMBASELI 6 RVK.
HAFIÐ SAMBAND VIÐ
GUÐNA í SÍMA
567 0046 / 845 4234
Alexander Matrosov frá Rússlandi 17
ára, David Nisbet frá Stóra-Bretlandi 16
ára, Kristian H. Rusbjerg frá Danmörku
20 ára, og Henrik Sandos frá Finnlandi
17 ára tóku þátt.
Reglur voru þær að hver keppandi lék
tvö lög. Skylt var að leika eitt Frosinilag,
annað mátti vera eftir Deiro eða annan
höfund ámóta að styrkleika. Dómarar
voru sjö. Sex af þeim voru lokaðir bak
við vegg, en aðal dómarinn ( Lars Ek )
var á senu að fylgjast með belgdrætti og
tækni. Keppendur voru kynntir með
númeri er þeir sjálfir höfðu dregið. Mikill
keppnisandi var meðal keppenda og eftir-
vænting meðal áhorfenda. Ungmennin
sem fram komu bjuggu yfir mikilli tækni
og sýndu feikna tilþrif.
DÓMURINN UPPKVEÐINN
Yfirdómarinn kom svo fram og til-
kynnti fyrsta Evrópumeistarann í Frosini-
tónlist. Spennan jókst og er sigurvegar-
inn var kynntur kvað við mikið lófatak.
Evrópumeistaratitilinn 1998 hlaut hinn
17 ára Finni, Henrik Sandos frá Hy vinge.
Hann hafði stundað nám í harmonikuleik
fráárinu 1992.
Reglur varðandi næstu keppni um
Norðurlandameistaratitilinn eru þær, að
hún verður haldin í heimalandi vinnings-
hafans. Þá er aðeins eftir að fá svar við
hvar í Finnlandi hún verði haldin árið
1999. Stóra spurningin er, verða Islend-
ingar meðal keppenda?
HARMONIKUKONSERT
Botninn í þennan skemmtilega dag var
síðan sleginn með hátíðarkonsert. Þar
komu allir keppendur fram aftur, hálfu
öruggari en í keppninni. Gestaspilarar
voru þeir Seppo Lankinen, ákaflega ljúf-
ur og fingralipur Finni, víðförull og
þekktur, ásamt Rússanum og tónlistar-
prófessornum Oleg Sharov. Honum á ég
engin orð yfir, það eina sem mér dettur
til hugar er að vonast eftir að Islendingar
fái fyrr en seinna að heyra sjálfir þennan
stórkostlega meistara leika. Hann mun
vera einn af bestu harmonikuleikurum
heims.
Meðal annarra lék Lars Ek þarna, og
hann sýndi að hann hefur engu gleymt.
Ekki verður annað sagt en að þessi Fros-
inihelgi hafi borið mann inn á nýtt þekk-
ingarsvið, og það má undirstrika að allir
þeir aðilar er við sögu komu á ráðstefn-
unni voru sammála um að gera þurfi átak
í að efla harmonikuna m.m. og Frosini-
tónlist í framtíðinni.
12