Harmoníkan - 01.02.1999, Síða 13

Harmoníkan - 01.02.1999, Síða 13
Harmonikufélag Þingeyinga 20 ára Harmonikufélag Þingeyinga stóð á þeim tímamótum síðastliðið vor að verða 20 ára. Stofndagur félagsins og þar með löggiltur afmælisdagur var 4. maí 1978. Vorið er ávallt heppilegasti tíminn l'yrir ungviðið að líta tilveruna augum og jafn- framt trygging til öruggrar fótfestu og lífs. Þingeyskir harmonikuunnendur tóku fljótt við sér eftir að hreyfing var komin á með stofnun harmonikufélags fyrir sunn- an (F.H.U.R.) um að stofna sjálfir félag, enda mikill tónlistaráhugi og hefð innan héraðsins svo langt aftur sem elstu menn muna. I bókinni Fiðlur og Tónmannlíf í Suður-Þingeyjasýslu er ágætis yfirlit um áhuga Þingeyinga, hljóðfæraeign, hljóð- færasmíðar og fleira í þeim dúr. Ekki er heldur annað að heyra en norðursýslan hafi líka hljómað af hljóðfæraleik og söng í tímans rás. Innan H.F.Þ. er fjöldi harmonikuleikara, margir vel þekktir um allt héraðið og utan þess, nöfn sem tengd verða sögu harmonikunnar um ókomin ár. Eins og flest, ef ekki öll harmonikufé- lög í landinu er það byggt upp með harmonikuleikurum og áhugafólki er vinna saman að sameiginlegu markmiði. Mikið starf liggur að baki 20 ára félagi, en ekki er ætlunin að fara nema lítið út í þá sögu hér. Aður en við lítum inn á sjálfa afmæl- ishátíðina langar mig að vitna í orð nú- verandi formanns H.F.Þ., Sigurðar Frið- rikssonar þar sem hann segir m.a. í for- ystugrein 20 ára afmælisrits félagsins: „Margs er að minnast frá þessu tímabili. Horfnir eru margir af okkar gömlu harm- onikuleikurum og einnig menn á besta aldri, menn sem héldu merki félagsins á lofti og unnu að framgangi þess af heil- um hug. Blessuð sé minning þeirra. Svo vel vill þó til að flestir ef ekki allir þessir menn voru teknir upp á myndband við hljóðfæraleik sinn. I gegnum þessi 20 ár hafa hljóðfæraleikarar félagsins, einstak- lingar svo og danshljómsveitir og félags- hljómsveitir verið teknar upp á hljóm- snældu og er til mikið magn af þessari tónlist", segir Sigurður í grein sinni. Þetta atriði fínnst mér til mikillar fyrirmyndar hjá félaginu og ætti að vera öðrum áminning og hvatning til að gera slíkt hið sama. Hvort heldur félag starfar áfram eður ei standa minningarnar fyrir sínu um menn og málefni. I veglegu afmælisriti sem gefið var út í tilefni afmælisins er margt góðra greina Stjórn H.F.Þ. Fráv. Sigurður Friðriksson, formaður, Erlingur Vilhjálmsson gjaldkeri, Rósa Þórðardóttir meðstjórnandi, lnga Hauksdóttir meðstjómandi, Grímur Vtlhjálmsson ritari og Stefán Þórisson veislustjóri. Frá v. Sigurður Indriðason F.H.U.E. og varaform S.I.H.U., Sigurður Friðriksson formaður H.F.Þ. og Stefán Þórísson veislustjóri H.F.Þ. Myndin er tekin er Sigurður Indriðason afhenti H.F.Þ. blómfyrirhöndS.Í.H.U. Hér leikur Jón Árni Sigfússon H.F.Þ. fyrir nuitargesti Ijúfa listaukandi borðtónlist. 13

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.