Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 6
Fróðleikur
HARMONIKUBLAÐIÐ
Sigurður Eymundsson, Guttormur Sigfússon og Sigríður Sigfúsdóttir.
Freydís Edda Benediktsdóttir og Guðmundur Andri Guttormsson.
Edda Benediktsdóttir og Guðmundur
Andri Guttormsson sem léku á harmonik-
ur.þau léku norskt-sænskt þjóðlag og svo
lagið Kristine-reinlender eftir Anders
Gröthe.
Þá var komið að Guttormi Sigfússyni
og Thorvald Gjerde en þeir léku saman
lögin "Kveld i Trollheimen" og "Vimmerby
Fröyd". Léttsveit féiagsins var næst á
dagskránni undir stjórn Thorvalds, hana
skipuðu Kristmann iónsson, Sigurður Ey-
mundsson, Pálmi Stefánsson, Guttormur
Sigfússon og |ón Sigfússon. Sveitin lék
lögin "Kvöld í Gúttó" eftir Eirík Bjarna-
son, "Austfjarðaþokan” eftir inga T. Lárus-
son og "Herragarðspolki" eftir Andrew
Walter.
Áfram hélt dagskráin og nú var komið
að Kór Egi lsstaðaki rkj u sem söng 4 lög
undir stjórn Thorvalds. Fyrsta lagið sem
kórinn söng var "Komdu litli ljúfur", þá
var "norskur brúðarvals" sem er þjóðlag,
næst síðasta lag kórsins var svo "Minn-
ing" eftir Guttorm Sigfússon við texta
Helga Seljan og í því lagi lék höfundurinn
undir á harmoniku, síðasta lagið var
"Gardebyláten” þar sem Léttsveitin sá
um undirleikinn. Thorvald lék undir á pí-
anó í öllum iögunum nema norska brúð-
arvalsinum þar lék hann á harmoniku.
Guttormur Sigfús-
son formaður flutti
nú ágrip af sögu fé-
lagsins seinni 10
árin sem það hefur
starfað.
Að þessu loknu
kallaði Sigurður
veislustjóri þá )ón
og Guttorm Sigfús-
syni á svið. Jón Sig-
fússon hlaut viður-
kenningarskjal og
Guttormur heiðursskjal. Það kom fram í
máli Sigurðar við þetta tækifæri að Gutt-
ormur hefur stýrt félaginu í 15 ár af þeim
20 sem það hefur starfað. Á skjölin var
letrað: Viðurkenning ión Sigfússon 1984-
2004, Heiðursfélagi Guttormur Sigfússon
1984-2004. Með kæru þakklæti fyrir far-
sælt starf í þágu félagsins. Félagar þínir í
HFH.
Þá var komið að heiðursfélaga HFH
Tatu Kantomaa, sem lék nokkur lög, ekki
af einföldustu gerð, fór hann á kostum
sem aldrei fyrr. Þessari syrpu lauk síðan
með samspili þeirra Tatu og Einars Guð-
mundssonar sem tókst í alla staði mjög
vel. Eftir að þeir félagar höfðu lokið leik
sínum og fengið ómælt lófaklapp sleit
veislustjórinn formlegri dagskrá, þá var
hafist handa við að færa borðin af dans-
gólfinu svo hefja mætti dansleikinn. Um
fjörið á dansgólfinu sá Hljómsveit Einars
Guðmundssonar frá Akureyri ásamt Ingu
Eydal söngkonu. Samkoman í heild var í
alla staði glæsileg enda vel til hennar
vandað og mæting góð. Þegar dansleik
lauk var klukkuna talsvert farin að halla í
fjögur og var skemmtilegri samkomu þar
með lokið. J.J.
Nemendur úr Brúarásskóla. F.v.Helga Rún Jónsdóttir, Benedikt Guð-
geirsson, Kolbrún Gestsdóttir og Sigríður Auðna Guðgeirsdóttir.
Harmonikuhljómsveit Fellamanna F.v. Öystein Gjerde, Sigurjón Ing-
ólfsson, Hjalti |ón Sverrisson, Leif Kristján Gjerde og aftan við á
trommur Kristófer Sigurðsson.
Kór Egilsstaðakirkju ásamt Léttsveit HFH F.v. Kristmann Jónsson,
Sigurður Eymundsson, Pálmi Stefánsson, Guttormur Sigfússon og Jón
Sigfússon.